Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

Ástandið á menningarumfjöllun á Íslandi – mætti hugsa hana upp á nýtt?

Hvaða merk­ingu legg­ur fólk í menn­ing­ar­blaða­mennsku og hvað finnst þeim sem vel til menn­ing­ar þekkja um menn­ing­ar­blaða­mennsku eins og hún birt­ist á Ís­landi í dag?

Ástandið á menningarumfjöllun á Íslandi  – mætti hugsa hana upp á nýtt?

Eins og hér hefur áður verið nefnt er umfjöllun um listir aðeins hluti af því sem hugtakið menningarblaðamennska nær utan um. Menningarblaðamennska er tæki til að rannsaka, afbyggja og greina menningu og list, nokkuð sem getur verið flókið í fámenninu. En hún er líka tæki til að rýna í ný hugtök, atvik, skoðanaskipti, hugmyndir, ímyndir, stefnur og strauma. Þannig getur hún leitt til vitundarvakningar.

Þegar Heimildin hóf göngu sína var strax ákveðið að halda úti menningarsíðum. En það tekur tíma fyrir slíkar síður að taka á sig mynd og uppfylla alla þætti til að standa undir nafni.

Eins hefur dagblað aðeins nokkrar síður til ráðstöfunar hverju sinni og er heldur ekki með eins mikinn mannskap til þess á ritstjórn og RÚV sem sinnir menningu af kostgæfni. En hvaða merkingu leggur fólk í menningarblaðamennsku?

Og hvað finnst þeim sem vel til hennar þekkja um menningarblaðamennsku eins og hún birtist á Íslandi í dag?

Alltaf saknar maður þó Lesbókarinnar

Ásdís Thoroddsen

Ásdís Thoroddsen kvikmyndaleikstjóri bjó lengi í Þýskalandi þar sem er ríkulegt framboð á menningarefni. Það var ekki úr vegi að heyra álit hennar en hún segir að frá barnæsku og fram á fullorðinsár hafi helsta iðja hennar verið að lesa blöðin. „Og þá sérstaklega „krítík“ á alla listræna starfsemi; allt var vegið og metið og fólk ræddi um það sem skrifað var, útskýrir Ásdís.

„Þessi tímaþjófur, blaðalesturinn, efldist úr öllu valdi þegar ég flutti til útlanda og komst á stærra málsvæði, þar sem þessi grein blaðamennsku hefur viðhaldist, en öðruvísi horfir við hér heima; kannski hefur hér vægi listarinnar minnkað og umfjöllunin þar með líka. En lítum á það sem vel er gert; Heimildin sýnir lit og Morgunblaðið vill gera það líka – en alltaf saknar maður þó Lesbókarinnar; Ríkisútvarpið-sjónvarp og -hljóðvarp fjalla um menningu af miklum móð og vandvirkni og það er gott.“

Engin stórmennska að hreyta skít í fólk

Silja Aðalsteinsdóttir ritstýrði lengi menningarsíðum DV, auk þess sem hún hefur starfað við ritstjórn, gagnrýni og útgáfu, svo eitthvað sé nefnt. En hún er þrautreynd í menningarblaðamennsku og aðspurð um hverju sé ábótavant svarar hún:

Silja Aðal­steinsdóttir

„Það þyrfti að skipuleggja umfjöllun um menningarmál betur í þeim fjölmiðlum sem stunda hana – en þeir mættu sannarlega vera fleiri (húrra! fyrir Heimildinni!). Leiklist, bókmenntum og kannski kvikmyndum er þokkalega vel sinnt en öðrum listgreinum býsna tilviljanakennt – tónlist, myndlist, hönnun, byggingarlist. Það þarf styrkara og meðvitaðra utanumhald til að neytendur fái alhliða fróðleik um ástand menningarinnar í landinu.“

 Hún endurtekur næstu spurningu: „Hvað gerir menningarblaðamennsku snúna í smáu samfélagi? – og svarar síðan: Það er akkúrat smæð samfélagsins. Allir þekkja alla og taka nærri sér þegar frændur og vinir fá vonda dóma. Lausnin er ekki að hætta að vega og meta heldur orða niðurstöður sínar kurteislega. Það er engin stórmennska að hreyta skít í fólk.“

Var hann með kúkinn í poka?

Arnbjörg MaríaSegir að á svo litlu landi sem Íslandi mætti endurhugsa menningarrýni, enda engu að tapa.

Arnbjörg María Danielsen er leikstjóri, framleiðandi og listrænn stjórnandi sem hefur starfað í Þýskalandi og í Skandinavíu þar sem menningarfjölmiðlun hefur djúpar rætur og spriklar. Hvernig blasir þetta við henni?

„Fyrir stuttu klíndi listrænn stjórnandi hjá dansflokki í stóru, þýsku leikhúsi hundaskít í gagnrýnanda inni í miðju leikhúsi, segir Arnbjörg. „Hann var innihaldslega ósáttur við gagnrýni sem viðkomandi hafði skrifað um verk hans. Þetta er absúrd sena, en kannski mannlegt. Spurning hvort hann hafi verið með kúkinn tilbúinn í poka. Of mörgum spurningum ósvarað í þessu

 Hún segir gagnrýni sum sé ekki vera neitt grín.

„Þó hún mætti stundum vera fyndnari, heldur hún áfram.

Þær umfjallanir á Íslandi sem komast best til skila og hafa oft eitthvert skemmtanagildi eru að mínu mati í útvarpinuLestin, Lestarklefinn, Víðsjá o.s.frv. – og einstaka fagtímaritum, eins og til dæmis Dunce Magazinesem eru dýpri og metnaðarfull en ef til vill bara lesin af fagaðilum og sérstöku áhugafólki um dans og gjörningalist.“

 Að hennar mati er almenn umfjöllun í stærri fjölmiðlum á Íslandi frekar yfirborðskennd og virkar oft frekar eins og auglýsingar.

„Það er bara markaðskapítalisminn sem stjórnar þessu. Það sem fær lítið pláss og litla peninga er augljóslega ekki nógu sexí. Og þá þarf að berjast sérstaklega fyrir því og keyra áfram af hugsjón. Eða bara setja allt á tik tok og sjá hvað gerist.

„Það er mjög gaman að lesa vonda gagnrýni, en það þarf að vera góð vond gagnrýni.“
Arnbjörg María Danielsen

Eins er gagnrýni á Íslandi í mjög mörgum tilvikum bara skoðanapistlar sem er leiðinlegt lesefni og best geymt á samfélagsmiðlum þar sem slíkt lifir góðu lifi og gangverk meðvirknimaskínunnar getur mallað áfram.

Það er mjög gaman að lesa vonda gagnrýni, en það þarf að vera góð vond gagnrýni. Sama gildir um hið góða. Það þarf talsvert dýpri vinnu til að skrifa almennilega gagnrýni í sviðslistum og öðlast samanburðarreynslu. Fyrir lítið land einsog Ísland mætti endurhugsa menningargagnrýni alveg frá grunni, enda engu að tapa svo sem. Menningarumfjöllunin er dauð. Lengi lifi menningarumfjöllunin.“

Þekking, forvitni og ástríða

Halldór Guðmundsson rithöfundur starfaði lengi sem útgefandi og býr yfir margþættri innsýn í bókaútgáfu erlendis þar sem hann hefur verið í forsvari fyrir aðkomu landa á bókamessunni í Frankfurt, en líka skrifað bækur bæði á íslensku og þýsku. Það er áhugavert að vita hvað hann hefur um þetta að segja, út frá bókmenntunum sem hafa kannski fengið mestan skerf af umfjöllun hér í gegnum tíðina.

Halldór GuðmundssonFékk ritdóma í sex blöðum þegar hann gaf út fyrstu bókina, auk annarrar umfjöllunar.

Það er alltaf freistandi að grípa til heimsósómatals þegar rætt er um bókmenntaumfjöllun í íslenskum fjölmiðlum, enda er það óspart gert,“ byrjar hann á að segja og bætir við að vissulega hafi miklar breytingar orðið á síðustu áratugum.

Þegar ég sendi frá mér mína fyrstu bók, fremur sérhæft bókmenntasögulegt verk, fyrir þrjátíu og sex árum, fékk ég alvöru ritdóma í sex blöðum, auk annarrar umfjöllunar. Nú getur ungur höfundur gefið út bók án þess að sjá nokkuð um sig á prenti, og það hlýtur að vera erfitt. En margt er þó gert: Það er umtalsverð bókmenntaumfjöllun hjá RÚVhvar værum við án Kiljunnar? Og í Morgunblaðinu, í ýmsum tímaritum og vefsíðum, þótt úthaldið þar sé mismikið, og það er fagnaðarefni hvað Heimildin hefur tekið sér mikið tak.

Mig langar því frekar að benda á hvað þurfi til, svo umfjöllun sé góð og gagnleg, lesendum sem höfundum. Það er þrennt:

Þekking: Lesandinn þarf að finna að gagnrýnandi viti til dæmis um fyrri verk höfundar, hafi jafnvel lesið einhver þeirra, og þekki jafnframt eitthvað til bókmenntasögu. Þetta er ekki spurning um háskólapróf, heldur þekkingu.

Forvitni: Þau sem fjalla um bókmenntir, nú eða listir almennt, þurfa að vera forvitin um það sem er á borð borið, nálgast það opnum huga. Ekkert er leiðinlegra en þegar gagnrýnandi segir manni að hann eða hún hafi séð þetta allt áður – jafnvel þótt það sé satt.

Ástríða: Rétt eins og þegar höfundur er annars vegar þarf lesandinn að finna að gagnrýnandi hafi ástríðu fyrir því sem hann skrifar, finnist mikilvægt að segja okkur það, helst að það horfi verr með veröldina ef okkur er ekki sagt frá því. Ekkert hrífur lesendur meira en ástríða í skrifum.

Frá mínum bæjardyrum skiptir ekki öllu að umfjöllun um bókmenntir sé meiri en nú er, svo lengi sem hún hefur þessa þrjá eiginleika í heiðri.

Kallar eftir umfjöllun frá fjölbreyttari hópi fólks

Vigdís Jakobsdóttir

Vigdís Jakobsdóttir er listrænn stjórnandi Listahátíðar og fylgist því með umfjöllun um listir af ólíkum toga, bæði hér og erlendis, en hún hefur starfað víða. Hún botnar þessa umfjöllun á listrænan hátt:

„Flest þekkjum við gömlu indversku dæmisöguna um blindu mennina sem hitta fyrir fíl í fyrsta sinn og reyna að lýsa honum hver fyrir öðrum. Sá fyrsti grípur um ranann og segir að fíllinn sé eins og stór slanga, næsti grípur um fótlegginn og lýsir fílnum sem stórum hrjúfum trjádrumbi á meðan sá þriðji grípur um tönn fílsins og lýsir honum sem hörðum og rennisléttum. Þótt lýsingar mannanna séu gjörólíkar hefur enginn þeirra rangt fyrir sér. Fíllinn er allt þetta og meira til. En heildarmyndin getur ekki komið í ljós fyrr en fleiri sjónarmið koma saman, segir hún og kjarnar þannig myndina.

„Þegar tónleikar, myndlistarsýning, bók eða leiksýning fær einhliða umfjöllun í fjölmiðlum, svo ekki sé talað um gagnrýni, er sama lögmál í gangi. Ég kalla eftir umfjöllun frá fjölbreyttari hópi fólks um menningu og listir á Íslandi. Þjóðin er alls konar og menningarumfjöllun á þess vegna að koma frá alls konar fólki. Aðeins þannig eigum við séns á því að fá einhverja yfirsýn og tilfinningu fyrir raunverulegu gildi þess sem er að gerast í íslensku menningarlífi.“

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
2
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.
Þórður Snær Júlíusson
3
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Hand­bók um leið­ir til að þykj­ast sið­leg­ur ráð­herra

Á Ís­landi er við lýði reglu­verk sem á að koma í veg fyr­ir spill­ingu ráð­herra og auka traust á stjórn­sýslu. Ný­lega var gef­in út hand­bók með út­skýr­ing­um á regl­un­um með raun­hæf­um dæm­um. Raun­veru­leik­inn sýn­ir hins veg­ar að ráð­herr­ar láta þetta ekki hafa áhrif á hegð­un sína. Regl­urn­ar gilda bara þeg­ar það reyn­ir ekki á þær.
Ríkisstjórnin vill gefa kvótann í laxeldinu um aldur og ævi
5
FréttirLaxeldi

Rík­is­stjórn­in vill gefa kvót­ann í lax­eld­inu um ald­ur og ævi

Í frum­varpi mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi er kveð­ið á um að lax­eld­is­fyr­ir­tæk­in í land­inu hafi „ótíma­bund­in“ rekstr­ar­leyfi til að stunda sjókvía­eldi í ís­lensk­um fjörð­um. Hing­að til hafa rekstr­ar­leyf­in ver­ið tíma­bund­in í 16 ár. Með þessu ákvæði munu stjórn­völd á Ís­landi ekki geta bann­að sjókvía­eldi án þess að baka sér skaða­bóta­skyldu gagn­vart lax­eld­is­fyr­ir­tækj­un­um.
Kostnaður við árshátíð fram úr skattfrelsi: „Ekki einhver trylltur glamúr“
8
Viðskipti

Kostn­að­ur við árs­há­tíð fram úr skatt­frelsi: „Ekki ein­hver tryllt­ur glamúr“

Kostn­að­ur á hvern starfs­mann við árs­há­tíð Lands­virkj­un­ar fór fram úr skatt­frjáls­um kostn­aði um 34 til 230 þús­und á mann, eft­ir því hvernig á það er lit­ið, og gæti starfs­fólk­ið því þurft að greiða skatt af þeim krón­um. Lands­virkj­un ætl­ar, að sögn upp­lýs­inga­full­trúa, að fara að lög­um og regl­um um skatt­skil en gef­ur ekki uppi hvernig upp­gjör­inu er hátt­að gagn­vart starfs­fólk­inu.
„Hætta á misferli“ – Alvarlegar athugasemdir KPMG við fjárreiður Blaðamannafélagsins
9
Fréttir

„Hætta á mis­ferli“ – Al­var­leg­ar at­huga­semd­ir KP­MG við fjár­reið­ur Blaða­manna­fé­lags­ins

Fyrr­ver­andi formað­ur og fram­kvæmda­stjóri Blaða­manna­fé­lags Ís­lands milli­færði end­ur­tek­ið á sig fyr­ir­fram­greidd laun sem hann end­ur­greiddi vaxta­laust allt að hálfu ári síð­ar, keypti tíu tölv­ur fyr­ir sig á níu ár­um og greiddi út styrki án sam­þykk­is stjórn­ar. KP­MG ger­ir at­huga­semd­ir við þetta í nýrri skýrslu sem unn­in var að beiðni stjórna BÍ. Hjálm­ar Jóns­son, sem sagt var upp hjá fé­lag­inu í árs­byrj­un, seg­ir þetta allt eiga sér eðli­leg­ar skýr­ing­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Jón Gnarr segir að ísraelskir landnemar í Palestínu þurfi að hypja sig
6
FréttirForsetakosningar 2024

Jón Gn­arr seg­ir að ísra­elsk­ir land­nem­ar í Palestínu þurfi að hypja sig

Jón Gn­arr lýs­ir yf­ir harðri and­stöðu við stríð­ið í Palestínu í ný­legu við­tali í hlað­varp­inu Vakt­inn. Hann vill taf­ar­laust vopna­hlé, póli­tíska end­ur­nýj­un í Ísra­el og að land­töku­byggð­ir Ísra­els í Palestínu verði lagð­ar nið­ur. „Það þarf bara að jafna þetta við jörðu og segja þessu liði að hypja sig.“
Það er búið að einkavæða hafið og færa örfáum á silfurfati
7
Allt af létta

Það er bú­ið að einka­væða haf­ið og færa ör­fá­um á silf­urfati

Kjart­an Páll Sveins­son, formað­ur Strand­veiði­fé­lags­ins, elsk­ar haf­ið út af líf­inu, eins og hann orð­ar það, og vill ekki að það sé tek­ið af hon­um eða öðr­um Ís­lend­ing­um. Hann seg­ir haf­ið hafa ver­ið tek­ið af þjóð­inni, einka­vætt og fært ör­fá­um á silf­urfati. Hann vill að strand­veiði fái stærri hluta úr pott­in­um og pott­ur­inn fyr­ir aðra en kvótakónga stækki.
Sigríður Hrund greiddi fyrir viðtal á NBC – Verðið trúnaðarmál
8
FréttirForsetakosningar 2024

Sig­ríð­ur Hrund greiddi fyr­ir við­tal á NBC – Verð­ið trún­að­ar­mál

Sig­ríð­ur Hrund Pét­urs­dótt­ur for­setafram­bjóð­andi greiddi ásamt nokkr­um öðr­um kon­um fyr­ir birt­ingu við­tals við hana hjá banda­ríska fjöl­miðl­in­um NBC en verð­ið er trún­að­ar­mál. Hún seg­ist hafa vilj­að grípa tæki­fær­ið til þess að benda á það hve op­ið fram­boðs­ferl­ið er á Ís­landi og til þess að sýna að venju­leg kona gæti boð­ið sig fram til for­seta.
Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
9
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
3
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
Nýjar ógnir blasa við Íslendingum
4
Úttekt

Nýj­ar ógn­ir blasa við Ís­lend­ing­um

Ís­land get­ur orð­ið skot­mark í styrj­öld sem veik­asti hlekk­ur­inn í varn­ar­keðju Vest­ur­landa. Don­ald Trump hafn­ar skuld­bind­ingu Banda­ríkj­anna til að verja NATO-ríki sem borga ekki sinn skerf, en Ís­land er lengst frá því af öll­um. Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráð­herra, seg­ir varn­ar­samn­ing­inn við Banda­rík­in hafa „af­skap­lega tak­mark­að gildi“.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
8
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.
Halla nú ósammála mörgu sem hún beitti sér fyrir sem framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs
10
FréttirForsetakosningar 2024

Halla nú ósam­mála mörgu sem hún beitti sér fyr­ir sem fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs

Ár­ið 2007 mælti Halla Tóm­as­dótt­ir, sem þá var fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs, fyr­ir breyt­ing­um til þess að Ís­land gæti orð­ið „best í heimi.“ Þar á með­al var að setja á flata og lága skatta, einka­væða há­skóla og heil­brigðis­kerfi, einka­væða nátt­úru­auð­lind­ir og stór­auka ensku­kennslu. Heim­ild­in kann­aði hver við­horf Höllu væru til mála­flokk­anna í dag.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár