Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Óumbeðnar kyrkingar í kynlífi er eitthvað sem við erum að sjá gerast allt of oft“

Gagn­kyn­hneigð­ar kon­ur voru í mikl­um meiri­hluta þeirra sem leit­uðu sér að­stoð­ar hjá Bjark­ar­hlíð, mið­stöðv­ar fyr­ir þo­lend­ur of­beld­is, á síð­asta ári. Al­geng­ast var að ger­andi væri fyrr­ver­andi maki og að­eins 13% sögð­ust hafa kært of­beld­ið til lög­reglu. Þeg­ar þjón­ustu­þeg­ar áttu að nefna eina ástæðu komu nefndu flest­ir heim­il­isof­beldi. Þetta kem­ur fram í árs­skýrslu Bjark­ar­hlíð­ar sem kynnt var í dag.

„Óumbeðnar kyrkingar í kynlífi er eitthvað sem við erum að sjá gerast allt of oft“
Jenný Kristín Valfells, teymisstjóri Bjarkarhlíðar. Mynd: Heimildin / Davíð Þór

„88% þjónustuþega eru konur, 90% þjónustuþega eru gagnkynhneigðir. Gerendur í þessum málum eru aðallega karlmenn,“ segir Jenný Kristín Valberg, teymisstjóri Bjarkarhlíðar, miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis, vegna kynningar á ársskýrslu miðstöðvarinnar fyrir síðasta ár.

„Við sjáum að 51% þeirra sem komu á síðasta ári sögðust hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi. Það er mjög alvarlegt að 488 einstaklingar, aðallega konur, hafi orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi heima hjá sér. Það er bara galið og eitthvað sem við sem samfélag eigum að hafa miklar áhyggjur af. Við búum í samfélagi þar sem karlar leiða og konur fylgja, konum er sagt hvað þær eiga að gera í kynlífi. Konur eru að rekja sig til baka og finna grunninn að sínum áföllum, oft hefur það mikið að gera með þeirra fyrstu sambönd eða þeirra fyrstu kynlífsreynslu þar sem farið var yfir mörk. Margar konur tala um að þær viti ekki hver mörkin sín eru,“ segir Jenný Kristín.

Andlegt ofbeldi grunnurinn

Á árinu 2022 leituðu alls 978 einstaklingar til Bjarkarhlíðar, miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis, í fyrsta viðtal. Fjöldi einstaklinga í fyrsta viðtali árið 2020 var 1.059 einstaklingar. Samdráttur fjölda þeirra sem kom í fyrsta viðtal milli áranna 2021 og 2022 er því um 8%. Ein skýringa þessa kann að vera samdráttur á þjónustu vegna húsnæðisvanda. Konur voru 88% þjónustuþega en 11% karlar. Fimm einstaklingar skilgreindu kyn sitt á annan hátt. Þetta er meðal þess sem kemur fram í ársskýrslu Bjarkarhlíðar fyrir árið 2022.

Jenný vekur athygli á því að 94% þjónustuþega lýsi andlegu ofbeldi. „Það er grunnurinn í öllum ofbeldissamböndum. Ef gerandi nær stjórnuninni og stýringunni, og nær að koma markmiðum sínum á framfæri með þá eru gerendur jafnvel ekki að beita fleiri tegundum ofbeldis,“ segir hún.

Þá eru 70% þeirra sem komu í Bjarkarhlíð í fyrra að koma vegna ofbeldis sem átti sér stað fyrir minna en ári síðan, sumsé að fólk er enn í aðstæðunum eða er nýlega komið út úr þeim.

Ógn við líf og heilsu

„Eins og áður eru flestir sem leita til Bjarkarhlíðar á aldrinum 18-40 ára, barneignaraldrinum. Ef við skoðum eldri hópa þá er fólk oft að koma eftir skilnað eða þegar maki er fallinn frá. Þessi hópur kannski skilgreinir ofbeldi á annan hátt en við og yngri aldurshópar gera. Hjá elsta hópnum var ofbeldið kannski aldrei rætt,“ segir Jenný Kristín.

Hún segir mikið áhyggjuefni að 55% þeirra sem komu í fyrra lýsi líkamlegu ofbeldi, sem sé ógn bæði við lif og heilsu þolanda.

„15% sögðust hafa verið tekin kyrkingartaki. Það er eitthvað sem við þurfum að hafa miklar áhyggjur af. Kyrkingartak getur haft miklar afleiðingar, sem jafnvel verða ekki ljósar fyrr en síðar og getur jafnvel leitt til heilablæðingar og minnistaps. Óumbeðnar kyrkingar í kynlífi er eitthvað sem við erum að sjá gerast allt of oft,“ segir hún.

Jenný Kristín vekur einnig athygli á því að þolendum sem lýsa stafrænu ofbeldi hafi fjölgað á milli ára, 31% árið 2022 samanborið við 12% árið 2021.

Fyrrverandi maki oftast gerandinn

Að meðaltali komu 82 einstaklingar í fyrsta viðtal í Bjarkarhlíð í hverjum mánuði árið 2022.

90% þeirra sem leituðu til Bjarkarhlíðar í fyrra voru gagnkynhneigðir. Tvíkynhneigðir voru 4% þjónustuþega, 2% samkynhneigðir og 4% sögðust ekki viss um kynhneigð sína.

Flestir sem leituðu til Bjarkarhlíðar í fyrra vegna ofbeldis sögðu geranda vera fyrrverandi maki, eða 51%. Nítján prósent sögðu geranda vera núverandi maki og 12% sögðu geranda vera foreldri.

 Bjarkarhlíð býður upp á áfallamiðaða ráðgjöf, stuðning og upplýsingar fyrir þolendur ofbeldis af öllum kynjum, 18 ára og eldri. Boðið er upp á samhæfða þjónustu á einum stað og hægt er að fá einstaklingsviðtöl þar sem boðið er upp á lögfræðilega ráðgjöf, félagslega ráðgjöf og stuðning. Til viðbótar veitir lögreglan upplýsingar um ferli mála í réttarvörslukerfinu og kemur málum í farveg innan lögreglunnar.

Öll þjónusta Bjarkarhlíðar þolendum að kostnaðarlausu.

Bjarkarhlíð er samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar, velferðarráðuneytisins, innanríkisráðuneytis, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, Samtaka um kvennaathvarf, Stígamóta, Drekaslóðar, Mannréttindaskrifstofu Íslands og Kvennaráðgjafarinnar.

Tæp 60% glíma við fötlun eða langvarandi sjúkdóm

Til að henda reiður á fjölda þeirra einstaklinga sem til Bjarkarhlíðar leita og búa við fötlun og/eða sjúkdóm eru þjónustuþegar spurðir hvort þeir búi við eitthvað af eftirfarandi; andlegan sjúkdóm, líkamlegan sjúkdóm, kulnun í starfi, hreyfihömlun, heyrnarleysi, þroskaskerðingu, blindu/sjónskerðingu og/eða annað. Alls svöruðu 946 einstaklingar spurningunni og tæp 60% svöruðu henni játandi.

64% þeirra sem leituðu til Bjarkarhlíðar í fyrra voru á aldrinum 18-40 ára.

Þegar þjónustuþegar voru spurðir um birtingarmyndir ofbeldis sem þeir hafi mátt þola greindu flestir, 94%, frá andlegu ofbeldi, 55% greindu frá líkamlegu ofbeldi, 51% frá kynferðislegu ofbeldi, 50% frá beinu eða óbeinu ofbeldi gegn börnum og 46% frá fjárhagslegu ofbeldi. Þá voru 15% sem greindu frá því að hafa verið teknir kyrkingartaki.

Ríflega helmingur, 56%, greindi frá því að börn byggju á heimilinu og er það svipað hlutfall og síðustu ár. Heildarfjöldi barna á heimilum þjónustuþega er 710 börn, á aldrinum 0 til 17 ára. Alls sögðu 222 þjónustuþegar að barnavernd hefði haft afskipti af heimilinu, eða 23% þjónustuþega.

Meirihluti þjónustuþega, 69%, er að koma vegna atviks sem er nýtt, það er átti sér stað á undangengnu ári, en 28% þjónustuþega leita til Bjarkarhlíðar vegna atviks sem er gamalt, það er átti sér stað fyrir lengra en ári síðan. Um 3% þjónustuþega gáfu ekki upp hvenær ofbeldisatvik átti sér stað.

Heldur dró úr þjónustuframboði hjá Bjarkarhlíð á árinu 2022 og eru á því nokkrar skýringar, að því er fram kemur í ársskýrslunni.

„Drekaslóð hætti starfsemi og var ekki í samstarfi við Bjarkarhlíð á árinu og lögregla var að jafnaði þrjá daga í viku í Bjarkarhlíð.  Þá greindist mygla í Bjarkarhlíðarhúsinu við Bústaðaveg í maí 2022 og í framhaldinu var starfsemin flutt í bráðabirgðahúsnæði að Bleikargróf 6 meðan viðgerðir á Bjarkarhlíðarhúsinu stóðu yfir. Í húsnæðinu við Bleikargróf eru aðeins þrjú viðtalsherbergi og hafði það þau áhrif að skerða þurfti þjónustuna. Kvennaathvarf og Stígamót hafa ekki getað veitt þjónustu til skjólstæðinga í sama húsi frá því í maí 2022 og starfsfólk vann heima 1-2 daga í viku til að rýma fyrir lögreglu og lögfræðiráðgjöf,“ segir í ársskýrslunni. Starfsemi Bjarkarhlíðar er nú aftur komin á Bústaðarveg.

Hér má nálgast árskýrslu Bjarkarhlíðar fyrir árið 2022 í heild sinni. 


Býrð þú eða einhver þér nákominn við ofbeldi?
Á vefsíðu Bjarkarhlíðar getur þú tekið próf til að kanna hvort þú sért í ofbeldissambandi eða búið við heimilisofbeldi.
Ofbeldisgátt 112 er vefsvæði Neyðarlínunnar þar sem má finna fjölbreytta fræðslu um birtingarmyndir ofbeldis, dæmisögur og úrræði.
Í neyðartilvikum skal alltaf hringja í 112.
Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Meira undir en vilji til að slá eign sinni á herbergi
5
Allt af létta

Meira und­ir en vilji til að slá eign sinni á her­bergi

Hild­ur Sverr­is­dótt­ir, þing­flokks­formað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, sagði ein­hug inn­an þing­flokks Sjálf­stæð­is­flokks­ins um setu­verk­fall hefði þeim ver­ið gert að skipta um þing­flokks­her­bergi. Sam­fylk­ing­in ósk­aði eft­ir því að fá stærsta þing­flokks­her­berg­ið sem Sjálf­stæð­is­menn hafa haft til um­ráða frá ár­inu 1941 en fékk það ekki.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Orrustan um Hafnarfjörð
6
ÚttektCarbfix-málið

Orr­ust­an um Hafn­ar­fjörð

Íbú­ar í Hafnar­firði lýsa áhyggj­um af áætl­un­um Car­bfix vegna Coda Term­inal-verk­efn­is­ins, þar sem áætl­að er að dæla nið­ur kol­díoxí­óði í næsta ná­grenni við íbúa­byggð. Fyrstu kynn­ing­ar Car­bfix hafi ver­ið allt aðr­ar en síð­ar kom í ljós. Þá eru skipt­ar skoð­an­ir á verk­efn­inu inn­an bæj­ar­stjórn­ar en odd­viti VG furð­ar sig á með­vit­und­ar­leysi borg­ar­full­trúa í Reykja­vík.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár