Fjárhagslegt ofbeldi rígheldur konum í ofbeldissamböndum
Jenný Kristín ValbergTeymisstjóri hjá Bjarkarhlíð - miðstöð fyrir þolendur ofbeldis. Mynd: Heimildin / Davíð Þór
Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Fjárhagslegt ofbeldi rígheldur konum í ofbeldissamböndum

Fjár­hags­legt of­beldi er not­að til að stjórna mann­eskju gegn­um fjár­mál. Þetta er sú teg­und of­beld­is sem lengst held­ur kon­um föst­um í of­beld­is­sam­bönd­um þar sem þær eru fjár­hags­lega háð­ar ger­and­an­um. Kon­ur jafn­vel taka á sig fjár­hags­leg­ar skuld­bind­ing­ar til að minnka spennu­stig­ið á heim­il­inu og hætt­una á að verða fyr­ir ann­ars kon­ar of­beldi. Tæp­ur helm­ing­ur þeirra sem leit­uðu til Bjark­ar­hlíð­ar á síð­asta ári nefndu fjár­hags­legt of­beldi sem eina af ástæð­um komu sinn­ar.

„Fjárhagslegt ofbeldi í nánum samböndum er sá þáttur sem heldur konum oftast lengst inni í sambandinu,“ segir Jenný Kristín Valberg, teymisstjóri hjá Bjarkarhlíð - miðstöð fyrir þolendur ofbeldis. „Oft spilar inn í að konur eru almennt með lægri laun en karlar, oft með börn á framfæri. Það getur verið afskaplega erfitt að fara úr þessum samböndum ef fólk er í fjárhagslegri neyð,“ segir hún. 

Fjárhagslegt ofbeldi er notað til að stjórna manneskju gegnum fjármál. Það getur til dæmis verið með því að ákveða hvað viðkomandi má og má ekki kaupa, neita fólki um eigin peninga eða svíkja af því pening. Fjárhagslegt ofbeldi getur einnig birst þannig að gerandi í nánu sambandi skammtar maka sínum pening, kemur í veg fyrir að viðkomandi sjái upplýsingar um sameiginlega bankareikninga eða að gerandi skráir skuldir sínar á nafn þolanda. 

Spennan í ofbeldishringnum

Tæpur helmingur þeirra sem leituðu til Bjarkarhlíðar á síðasta ári nefndu fjárhagslegt …

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Mummi Týr skrifaði
    Þetta er mjög þekkt ofbeldishegðun hjá báðum kynjum. En ofbeldi engu að síður...
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fjárhagslegt ofbeldi

„Ég er föst á heimilinu“
ViðtalFjárhagslegt ofbeldi

„Ég er föst á heim­il­inu“

Kona sem beitt er fjár­hags­legu, and­legu og kyn­ferð­is­legu of­beldi af eig­in­manni sín­um er föst með hon­um á sam­eig­in­legu heim­ili þeirra. Þar sem þau eiga íbúð á hún ekki rétt á fjár­hags­leg­um stuðn­ingi til að flýja út af heim­il­inu. Mað­ur­inn neit­ar að skrifa und­ir skiln­að­ar­papp­íra og neit­ar að selja íbúð­ina. Hann skamm­ar hana ef hún kaup­ir sér peysu án þess að fá leyfi.
Loksins frjáls úr helvíti
ViðtalFjárhagslegt ofbeldi

Loks­ins frjáls úr hel­víti

Kona sem er að losna úr ára­tuga hjóna­bandi átt­aði sig ekki á því fyrr en fyr­ir þrem­ur ár­um að hún væri beitt and­legu of­beldi af eig­in­manni sín­um, og enn síð­ar að of­beld­ið væri einnig bæði kyn­ferð­is­legt og fjár­hags­legt. Hún seg­ir hann iðu­lega koma með nýj­ar af­sak­an­ir fyr­ir því að skrifa ekki fjár­skipta­samn­ing og draga þannig að klára skiln­að­inn. Hún seg­ist stund­um hafa ósk­að þess að hann myndi lenda í bíl­slysi og deyja. Að­eins þannig yrði hún frjáls.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár