Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Loksins frjáls úr helvíti

Kona sem er að losna úr ára­tuga hjóna­bandi átt­aði sig ekki á því fyrr en fyr­ir þrem­ur ár­um að hún væri beitt and­legu of­beldi af eig­in­manni sín­um, og enn síð­ar að of­beld­ið væri einnig bæði kyn­ferð­is­legt og fjár­hags­legt. Hún seg­ir hann iðu­lega koma með nýj­ar af­sak­an­ir fyr­ir því að skrifa ekki fjár­skipta­samn­ing og draga þannig að klára skiln­að­inn. Hún seg­ist stund­um hafa ósk­að þess að hann myndi lenda í bíl­slysi og deyja. Að­eins þannig yrði hún frjáls.

„Mestu áhrifin eru þau að þú bognar og þú hættir að finna fyrir gleði. Þú hættir líka að finna fyrir reiði því þú mátt ekki vera reið. Þú mátt ekki vera sár. Þú mátt eiginlega ekki vera til því það skiptir engu máli hvernig þér líður. En samt áttu alltaf að vera til í kynlíf.“

Þetta segir kona sem er að ganga í gegnum skilnaðarferli við eiginmann sinn til áratuga. Það var ekki fyrr en hún var búin að ljúka 10 vikna stuðnings- og fræðslunámskeiði hjá Bjarkarhlíð sem hún áttaði sig á því að hún var beitt kynferðislegu ofbeldi í hjónabandinu. 

„Ég svaf ansi oft hjá honum án þess að langa það eða vilja það vegna þess að ég var að reyna að halda friðinn, til að fá ekki refsinguna eða til að hann yrði góður í einhverja daga á eftir.“ …

Kjósa
46
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fjárhagslegt ofbeldi

„Ég er föst á heimilinu“
ViðtalFjárhagslegt ofbeldi

„Ég er föst á heim­il­inu“

Kona sem beitt er fjár­hags­legu, and­legu og kyn­ferð­is­legu of­beldi af eig­in­manni sín­um er föst með hon­um á sam­eig­in­legu heim­ili þeirra. Þar sem þau eiga íbúð á hún ekki rétt á fjár­hags­leg­um stuðn­ingi til að flýja út af heim­il­inu. Mað­ur­inn neit­ar að skrifa und­ir skiln­að­ar­papp­íra og neit­ar að selja íbúð­ina. Hann skamm­ar hana ef hún kaup­ir sér peysu án þess að fá leyfi.
Fjárhagslegt ofbeldi rígheldur konum í ofbeldissamböndum
FréttirFjárhagslegt ofbeldi

Fjár­hags­legt of­beldi ríg­held­ur kon­um í of­beld­is­sam­bönd­um

Fjár­hags­legt of­beldi er not­að til að stjórna mann­eskju gegn­um fjár­mál. Þetta er sú teg­und of­beld­is sem lengst held­ur kon­um föst­um í of­beld­is­sam­bönd­um þar sem þær eru fjár­hags­lega háð­ar ger­and­an­um. Kon­ur jafn­vel taka á sig fjár­hags­leg­ar skuld­bind­ing­ar til að minnka spennu­stig­ið á heim­il­inu og hætt­una á að verða fyr­ir ann­ars kon­ar of­beldi. Tæp­ur helm­ing­ur þeirra sem leit­uðu til Bjark­ar­hlíð­ar á síð­asta ári nefndu fjár­hags­legt of­beldi sem eina af ástæð­um komu sinn­ar.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu