Að morgni 13. ágúst 1961 gekk heilmikið á á lítilli lögreglustöð nálægt Tempelhof flugstöðinni í Berlín. Óljósar fréttir höfðu borist af því eldsnemma að austurþýskir landamæraverðir hefðu byrjað um nóttina að leggja miklar gaddavírsgirðingar yfir Berlín þvera og endilanga og ætluðu greinilega að króa Vestur-Berlín alveg af. Var þetta undirbúningur að innrás Austur-Þjóðverja og hinna sovésku herra þeirra inn í Vestur-Berlín og kannski Vestur-Þýskaland? Ættu lögreglumennirnir á stöðinni að leggja á flótta? En hvert þá?
En einmitt þegar lögreglumennirnir við Tempelhof voru að reyna að átta sig á þessum fréttum – sem í raun þýddu upphaf Berlínarmúrsins og síðan víggirðingar eftir öllum landamærum Austur- og Vestur-Þýskalands – þá stigu þrjár manneskjur út úr leigubíl við stöðina og gengu inn á stöðina. Miðaldra karl, nokkuð flausturslegur, var talsmaður hinna tveggja, ungs pars og virtust þau bæði miður sín og döpur í bragði.
Karl hefur sögu að segja
Karlinn hafði sögu að …
Athugasemdir (2)