Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Niðurstaða starfshóps að fresta því að koma á embætti hagsmunafulltrúa eldra fólks

Sam­kvæmt Guð­mundi Inga Guð­brands­syni fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra er nið­ur­staða sér­staks starfs­hóps um hags­muna­full­trúa eldra fólks sú að fresta því að koma á slíku embætti með frum­varpi. Hóp­ur­inn tel­ur þó að upp­lýs­inga­gjöf til eldra fólks „megi svo sann­ar­lega bæta“.

Niðurstaða starfshóps að fresta því að koma á embætti hagsmunafulltrúa eldra fólks
Útiloka ekki að koma á fót embættinu Ráðherrann segir að starfshópurinn telji ekki að aldrei eigi að koma á embætti hagsmunafulltrúa eldra fólks eða að það sé óskynsamlegt.

Starfshópur sem Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra stofnaði fyrir um ári síðan setur spurningarmerki við það að setja á fót embætti hagsmunafulltrúa eldra fólks. 

Þetta kom fram í máli ráðherrans í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Nefndin hefur ekki enn skilað opinberlega niðurstöðu en Guðmundur Ingi greindi frá því að nefndin teldi að bæta mætti upplýsingagjöf til eldra fólks. 

Inda Sæland formaður Flokks fólksins spurði ráðherrann út í málið og sagði að hún hefði átt ágætissamtal við hann um málefni eldra fólks. „Þannig er mál með vexti að ég mælti fyrir þingsályktunartillögu, fyrst árið 2019, þar sem ég fer fram á að við komum á fót hagsmunafulltrúa fyrir eldra fólk, þótt fyrr hefði verið,“ sagði hún.  

Benti hún á að þrívegis hefði hún mælt fyrir þessu máli og las hún upp þingsályktun um hagsmunafulltrúa eldra fólks sem var samþykkt af 54 þingmönnum, öllum þingmönnum sem voru til staðar í þeirri atkvæðagreiðslu, að ráðherrum meðtöldum: „Alþingi ályktar að fela félags- og barnamálaráðherra að stofna starfshóp hagsmunaaðila auk starfsfólks ráðuneytisins sem semji frumvarp til laga um embætti hagsmunafulltrúa eldra fólks. Starfshópurinn meti meðal annars hvar slíku embætti væri best fyrir komið og hvert umfang þess skuli vera. Starfshópurinn skili ráðherra drögum að frumvarpi fyrir 1. apríl 2022.“

Vill fá hagsmunafulltrúa fyrir eldra fólkInga spurði ráðherrann hvort ekki væri ástæða til þess að koma á embætti hagsmunafulltrúa fyrir eldra fólk og fylgja eftir skýrum vilja löggjafans í þeim efnum.

Ályktunin var samþykkt á Alþingi 13. júní 2021. „Einhverra hluta vegna breyttist þessi vilji löggjafans í það að tala um gæðaárin og hvað það ætti í rauninni að vera gott að eldast á Íslandi, en þessi þingsályktunartillaga sem ég mælti fyrst fyrir 13. maí 2019, flutti síðan 24. september 2019 og 7. október 2020, rataði út úr nefnd í júní 2021 og var samþykkt af öllum greiddum atkvæðum hér á Alþingi Íslendinga 13. júní 2021. Það bólar í raun ekki á þessu ennþá og virðist eiga að slá því á frest,“ sagði hún.  

Spurði Inga ráðherrann hvort ekki væri ástæða til þess að koma á þessu embætti og fylgja eftir skýrum vilja löggjafans í þeim efnum.

Upplýsingagjöf til eldra fólks „megi svo sannarlega bæta“

Guðmundur Ingi svaraði og sagði að hann og Inga hefðu rætt þetta mál utan þingsalarins, enda mikilvægt mál sem fjallaði í grundvallaratriðum um það hvaða aðgang eldra fólk hefði að upplýsingum, bæði hvað varðaði réttindi þess en einnig almenna upplýsingagjöf sem sneri þá að þjónustu við eldra fólk. 

„Fyrir sennilega um ári síðan setti ég á laggirnar nefnd til að vinna að því máli sem þingsályktunartillaga háttvirts þingmanns og fleiri háttvirtra þingmanna lýtur að. Starfshópurinn er reyndar ekki búinn að skila mér sinni niðurstöðu en mér er ljúft og skylt að greina frá því sem þau hafa lagt til við mig og ég veit að verður niðurstaða hópsins og það er að upplýsingagjöf til eldra fólks megi svo sannarlega bæta. 

Hvort það eigi að setja á fót embætti hagsmuna fulltrúa eldra fólks – sú nefnd sem ég skipaði setur spurningarmerki við það atriði og í rauninni vann með þeirri ágætu verkefnisstjórn sem hefur verið að undirbúa þingsályktunartillögu sem ég mælti fyrir hér fyrir páska um aðgerðaáætlun í málefnum hvað varðar þjónustu við eldra fólk. Þar inni hafa endað tvær aðgerðir, annars vegar sem snýr að aukinni upplýsingagjöf og þjónustu við heilabilað fólk og aðstandendur þeirra og hins vegar almennt um hvernig eldra fólk getur nálgast upplýsingar um réttindi sín og skyldur,“ útskýrði ráðherrann. 

Þannig að niðurstaðan hjá hópnum, samkvæmt Guðmundi Inga, er sú að fresta því að koma á hagsmunafulltrúa eldra fólks með frumvarpi og láta reyna á það að þessar tvær aðgerðir í aðgerðaáætluninni „Gott að eldast“ komist í verk til að hægt sé að meta betur þörfina sem áhöld eru um samkvæmt henni.

Spurði hvort þingið ætti ekki að ráða þessu

Inga kom aftur í pontu og sagði að það sem væri henni efst í huga þegar hún hlýddi á þetta svar væri að starfshópur væri í rauninni skör hærri en 54 alþingismenn sem samþykktu algerlega einróma að þessu embætti hagsmunafulltrúa eldra fólks yrði komið á laggirnar. „Við skulum byrja þar.“

Hún sagði að það væri engu líkara en að þeir tugir þúsunda eldri borgara sem væru jaðarsettir í þessu samfélagi tækni og örrar framþróunar stafrænna lausna „fengju bara að vera þar áfram“. 

„Það er ekki nóg að vera númer 100 í röðinni til að geta hringt og spurt: Hver er réttur minn, hvert á ég að leita, hvort er ég að koma eða fara og hvað á ég að gera? Það verður að vera skýrt embætti og skýr staður fyrir fólkið sem það getur snúið sér að og leitað til. Það er á okkar ábyrgð að við séum að jaðarsetja eldra fólk og það geti ekki fylgt eftir þróuninni í stafrænum lausnum, á netinu og öllu öðru slíku sem við höfum verið að undirgangast,“ sagði hún og spurði ráðherrann: „Finnst honum ekki eðlilegt að þingið fái að ráða þessu og við förum að sjá hagsmunafulltrúa aldraðra verða að veruleika?“

Skynsamlegra að byrja með þessum hætti

Guðmundur Ingi svaraði á ný og sagði að það væri einfaldlega niðurstaða starfshópsins að það væri skynsamlegra að byrja með þessum hætti. 

„Starfshópurinn er hins vegar ekki að segja að það muni aldrei verða eða það sé óskynsamlegt að hér yrði komið á fót embætti hagsmuna fulltrúa eldra fólks heldur að ráðast í þessar aðgerðir sem eru einmitt til þess gerðar að vinna gegn jaðarsetningu eldra fólks og alveg ljóst að það sem háttvirtur þingmaður nefnir hér um að fólk sé númer 100 í röðinni og svo framvegis, sem er ágætis myndlíking fyrir sumt af því sem má segja að skorti á í þjónustu, ekki síst þegar kemur að upplýsingaöflun eða því að fólk sé meðvitað um réttindi sín. Þá er þessum aðgerðum, í aðgerðaáætlun um þjónustu við eldra fólk, einmitt ætlað að bæta úr þessu,“ sagði hann. 

Ráðherrann biðlaði til Ingu að gefa þessum aðgerðum rými til þess „að við fáum niðurstöður og gögn til að geta þá tekið þetta mál upp aftur ef þurfa þykir“.

Kjósa
-2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • WH
    Willard Helgason skrifaði
    Meiri helvítis auminginn þessi ráðherraómynd
    0
  • Jón Ragnarsson skrifaði
    ,,...og gögn til að geta þá tekið þetta mál upp aftur ef þurfa þykir“."

    Eina sem VG liðar gera á alþingi er að tala og tala og tala !
    1
  • Jón Ragnarsson skrifaði
    ,,...og gögn til að geta þá tekið þetta mál upp aftur ef þurfa þykir“."

    Eina sem VG liðar gera á alþingi er að tala og tala og tala !
    0
  • Hlynur Jörundsson skrifaði
    Auðvitað galin niðurstaða eins og embætti umboðsmanns sannað svo oft.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
FréttirÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár