Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Tucker Carlson hættir hjá Fox News

Fjöl­miðla­mað­ur­inn Tucker Carl­son hef­ur stýrt sín­um síð­asta þætti á Fox News. Banda­ríska fjöl­miðla­fyr­ir­tæk­ið grein­ir frá þessu í til­kynn­ingu í dag.

Tucker Carlson hættir hjá Fox News
Fox Flennistór mynd af Tucker Carlson utan á höfuðstöðvum Fox News. Hann hefur nú stýrt sínum síðasta þætti hjá Fox. Mynd: EPA

Sjónvarpsmaðurinn Tucker Carlson er hættur störfum hjá bandarísku sjónvarpsstöðinni Fox News. Frá þessu segir í yfirlýsingu sem birt var á vef útgáfufélagsins Fox News Media í dag, en þar segir að Fox og Carlson hafi komist að samkomulagi um að hann láti af störfum.

Þar kemur fram að hann hafi stjórnað sínum síðasta þætti á Fox News síðasta föstudag. Þátturinn hans, Tucker Carlson Tonight, hefur um árabil verið einn vinsælasti þátturinn í sjónvarpi vestanhafs og Carlson samhliða því orðið einn áhrifamesti fjölmiðlamaður Bandaríkjanna, en hann hafði starfað á Fox News allt frá árinu 2009.

Hann hefur jafnvel verið orðaður við forsetaframboð á næsta ári, en hefur neitað því að hafa í hyggju að reyna að nýta vinsældir sínar af skjánum til þess að verða frambjóðandi Repúblikanaflokksins í kosningunum.

Engin ástæða er gefin fyrir brotthvarfi Carlson í tilkynningunni frá Fox. Fyrr í mánuðinum ákvað Fox að greiða fyrirtækinu Dominion, sem framleiðir kosningavélar sem m.a. eru notaðar í Bandaríkjunum, 787,5 milljónir bandaríkjadala sáttagreiðslu til að ljúka málsókn Dominion á hendur fjölmiðlafyrirtækinu.

Dominion höfðaði mál gegn Fox sökum þess að þáttastjórnendur og gestir á Fox, Carlson þeirra á meðal, endurtóku ítrekað að kosningavélarnar frá Dominion hefðu verið misnotaðar í þágu Joe Biden gegn Donald Trump í forsetakjörinu sem fram fór árið 2020.

Dómskjöl sem fjallað var um í tengslum við málið sýndu að þáttastjórnendur sjálfir, Carlson þeirra á meðal, höfðu litla trú á kenningum í þá veru, þrátt fyrir að varpa þeim áfram til milljóna áhorfenda heima í stofu.

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • SIB
    Sigurður I Björnsson skrifaði
    Hann getur ráðið sig til Infowar eða Breitbart.Samsæriskenninga smiðir og rugludallar eru ekki í neinum vandræðum með að fá vinnu í spunaverksmiðjum út um allan heim í dag..
    0
  • Ásgeir Överby skrifaði
    Tucker gerir sér grein fyrir því að hann er orðinn ósannfærandi eftir það sem á undan er gengið.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Endurkoma Jóns Ásgeirs
6
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár