Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Tucker Carlson hættir hjá Fox News

Fjöl­miðla­mað­ur­inn Tucker Carl­son hef­ur stýrt sín­um síð­asta þætti á Fox News. Banda­ríska fjöl­miðla­fyr­ir­tæk­ið grein­ir frá þessu í til­kynn­ingu í dag.

Tucker Carlson hættir hjá Fox News
Fox Flennistór mynd af Tucker Carlson utan á höfuðstöðvum Fox News. Hann hefur nú stýrt sínum síðasta þætti hjá Fox. Mynd: EPA

Sjónvarpsmaðurinn Tucker Carlson er hættur störfum hjá bandarísku sjónvarpsstöðinni Fox News. Frá þessu segir í yfirlýsingu sem birt var á vef útgáfufélagsins Fox News Media í dag, en þar segir að Fox og Carlson hafi komist að samkomulagi um að hann láti af störfum.

Þar kemur fram að hann hafi stjórnað sínum síðasta þætti á Fox News síðasta föstudag. Þátturinn hans, Tucker Carlson Tonight, hefur um árabil verið einn vinsælasti þátturinn í sjónvarpi vestanhafs og Carlson samhliða því orðið einn áhrifamesti fjölmiðlamaður Bandaríkjanna, en hann hafði starfað á Fox News allt frá árinu 2009.

Hann hefur jafnvel verið orðaður við forsetaframboð á næsta ári, en hefur neitað því að hafa í hyggju að reyna að nýta vinsældir sínar af skjánum til þess að verða frambjóðandi Repúblikanaflokksins í kosningunum.

Engin ástæða er gefin fyrir brotthvarfi Carlson í tilkynningunni frá Fox. Fyrr í mánuðinum ákvað Fox að greiða fyrirtækinu Dominion, sem framleiðir kosningavélar sem m.a. eru notaðar í Bandaríkjunum, 787,5 milljónir bandaríkjadala sáttagreiðslu til að ljúka málsókn Dominion á hendur fjölmiðlafyrirtækinu.

Dominion höfðaði mál gegn Fox sökum þess að þáttastjórnendur og gestir á Fox, Carlson þeirra á meðal, endurtóku ítrekað að kosningavélarnar frá Dominion hefðu verið misnotaðar í þágu Joe Biden gegn Donald Trump í forsetakjörinu sem fram fór árið 2020.

Dómskjöl sem fjallað var um í tengslum við málið sýndu að þáttastjórnendur sjálfir, Carlson þeirra á meðal, höfðu litla trú á kenningum í þá veru, þrátt fyrir að varpa þeim áfram til milljóna áhorfenda heima í stofu.

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • SIB
    Sigurður I Björnsson skrifaði
    Hann getur ráðið sig til Infowar eða Breitbart.Samsæriskenninga smiðir og rugludallar eru ekki í neinum vandræðum með að fá vinnu í spunaverksmiðjum út um allan heim í dag..
    0
  • Ásgeir Överby skrifaði
    Tucker gerir sér grein fyrir því að hann er orðinn ósannfærandi eftir það sem á undan er gengið.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Lofar stöðugleika til að ná niður 125 milljarða vaxtabyrði
5
Fréttir

Lof­ar stöð­ug­leika til að ná nið­ur 125 millj­arða vaxta­byrði

Rík­is­stjórn­in ætl­ar að ná halla­laus­um rekstri strax ár­ið 2027 en halli næsta árs verð­ur 15 millj­arð­ar, sam­kvæmt nýkynntu fjár­laga­frum­varpi. Það er um 11 millj­örð­um minni halli en gert hafði ver­ið ráð fyr­ir. Vaxta­gjöld rík­is­sjóðs nema nú 125 millj­örð­um króna á ári, sem jafn­gild­ir um 314 þús­und krón­um á hvern íbúa – hærri fjár­hæð en rekst­ur allra fram­halds­skóla og há­skóla lands­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár