Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Ár íslenska einsöngslagsins

Arn­dís Björk Ás­geirs­dótt­ir brá sér í Sal­inn í Kópa­vogi á tón­leik­ana Ferða­lok sem voru síð­ustu tón­leik­arn­ir í tón­leikaröð­inni Ár ís­lenska ein­söngslags­ins.

Ár íslenska einsöngslagsins
Flytjendurnir Jóna G. Kolbrúnardóttir, Þóra Kristín Gunnarsdóttir, Gunnar Björn Jónsson, Guðrún Dalía Salómonsdóttir, Jón Svavar Jósefsson, og Þórgunnur Anna Örnólfsdóttir.
Tónleikar

Ár ís­lenska ein­söngslags­ins - Ferða­lok

Niðurstaða:

Salurinn í Kópavogi 23. apríl 2023 Flytjendur: Jóna G. Kolbrúnardóttir sópran, Þórgunnur Anna Örnólfsdóttir mezzósópran, Gunnar Björn Jónsson tenór, Jón Svavar Jósefsson baritón, Guðrún Dalía Salómonsdóttir píanó, Þóra Kristín Gunnarsdóttir píanó.

Gefðu umsögn

Tónleikaröðinni Ár íslenska einsöngslagsins lauk í Salnum í Kópavogi sunnudaginn 23. apríl sl. en þá fóru áttundu og síðustu tónleikar raðarinnar fram. Þeir báru viðeigandi undirtitil, „Ferðalok“ sem vísaði jafnframt til samnefnds lags Karls O. Runólfssonar við ljóð Jónasar Hallgrímssonar og var eitt þeirra laga sem flutt var á tónleikunum. 

Saga íslenska einsöngslagsins er stutt, tæplega 150 ár. Þótt einsöngslagið hefði fyrir löngu fest sig í sessi í Evrópu og hinum vestræna heimi og heilu ljóðabálkarnir hefðu verið færðir í tóna af færustu tónsmiðum þess tíma héldu Íslendingar fast í sinn rímnakveðskap og sálmasöng, sem sjálfsagt hefur einnig skapast af þeirri einföldu staðreynd að hljóðfæri voru hér ekki á hverju strái eins og píanó, sem er náttúrlega það hljóðfæri sem fylgir einsöngslaginu í flestum tilvikum. Útvarps-og fræðakonan Una Margrét Jónsdóttir gróf upp fyrir um áratug lagið Andvakan eftir Pétur Guðjohnsen, söngkennara og dómorganista, sem skrifað er fyrir einsöngsrödd og gítar og leiddi að því líkum að um gæti verið að ræða elsta íslenska einsöngslagið. Þegar Pétur deyr árið 1877, sextíu og fimm ára, er Sveinbjörn Sveinbjörnsson þrítugur og það fellur í hans hlut að verða eins konar guðfaðir íslenska einsöngslagsins. Með sönglögum hans hefst blómatímabil í íslenskri tónlistarsögu sem sér ekki fyrir endann á. 

Á þessum síðustu tónleikum raðarinnar voru flutt 24 íslensk einsöngslög sem spönnuðu allt frá lögum Sigvalda Kaldalóns og Sigfúsar Einarssonar til nýlegra laga eftir Hreiðar Inga Þorsteinsson, Helga R. Ingvarsson, Tryggva M. Baldvinsson og Hauk Tómasson. Flytjendur voru allir greinilega vel undirbúnir og var Jón Svavar Jósefsson fyrstur á svið. Hann hefur fallega baritónrödd, kannski ekki þá stærstu en tækni hans er góð og hann er fantagóður túlkandi með aðdáunarverða, skýra framsögn. Það var magnað að heyra hvernig þau Guðrún Dalía fóru á kostum á síðari hluta tónleikanna og þá sérstaklega í Draugadansi Jóns Leifs við ljóð Sigurðar Grímssonar og Kveldriður Sigvalda Kaldalóns við ljóð Gríms Thomsen. Þar var ekkert gefið eftir og túlkun þeirra skilaði þeim dúndrandi lófaklappi.

Guðrún Dalía er frábær píanisti og það skiptir ekki minna máli í sönglögum að hafa meðleikinn á hreinu, umgjörðina sem litar textann, og Guðrún Dalía er þannig listamaður að hún bætir sannarlega við með dýnamískum leik sínum og það á við öll þau lög sem hún tók þátt í að flytja á tónleikunum.

Þórgunnur Anna Örnólfsdóttir mezzósópran er yngst þeirra söngvara sem fram komu og stundar hún nú framhaldsnám við sólistadeild Konunglega danska tónlistarháskólans í Kaupmannahöfn. Hún fór  varfærnislega af stað í vandmeðförnu lagi, Bæninni eftir Hildigunni Rúnarsdóttur við ljóð Þuríðar Guðmundsdóttur þar sem Hildigunnur gefur engan afslátt af erfiðum tónbilum og það sama má segja um hið fallega lag Jóns Leifs, Vertu guð faðir við sálm Hallgríms Péturssonar. Allt var þó skínandi tært og hreint og það sama má segja um flutning þeirra Þórgunnar Önnu og Þóru Kristínar Gunnarsdóttur á áhugaverðu og fallegu lagi, Svanur eftir Hreiðar Inga Þorsteinsson við ljóð Nínu Bjarkar Árnadóttur, þar sem leikur Þóru Kristínar litaði fallega umgjörðina.

„Guðrún Dalía er frábær píanisti og það skiptir ekki minna máli í sönglögum að hafa meðleikinn á hreinu, umgjörðina sem litar textann.“

Þórgunnur Anna sýndi á sér allt aðra hlið á síðari hluta tónleikanna og kitluðu þær Þóra Kristín hláturtaugar tónleikagesta með túlkun sinni á lögunum Haust eftir Atla Heimi Sveinsson við ljóð Thors Vilhjálmssonar og Vont og gott eftir Tryggva M. Baldvinsson við ljóð Þórarins Eldjárn. Þórgunnur Anna hefur allt til brunns að bera og verður spennandi að fylgjast með henni í framtíðinni.

Jóna G. Kolbrúnardóttir söng, líkt og hinir söngvarar tónleikanna, sex lög og gerði það vel, hún hefur aðlaðandi sviðsframkomu og er opin og einlæg. Hús við götu eftir Hauk Tómasson við ljóð Þórarins Eldjárn kom rækilega á óvart með fallegri laglínu sem svipaði í byrjun til Schindler's list þema Johns Williams og Vetrarþoka Helga R. Ingvarssonar við ljóð Árna Kristjánssonar var eins og impressínónískt vatnslitamálverk, þar sem Þóra Kristín lék afar fallega á píanóið. Við Kínafljót Jórunnar Viðar við ljóð Þorgeirs Sveinbjarnarsonar var einnig frábærlega flutt og þá ekki síst vegna leiks Guðrúnar Dalíu. Lagið Hjarðmærin eftir Ragnar H. Ragnars við ljóð Steingríms Thorsteinssonar hafði ég aldrei heyrt áður en þar fóru þær Jóna og Guðrún Dalía á kostum og skiluðu pastoral stemningu lagsins undurfagurt út í salinn.

Ég heyrði Gunnar Björn Jónsson tenór syngja í fyrsta sinn í desember síðastliðnum á Galatónleikum Kristjáns Jóhannssonar og féll svo rækilega fyrir rödd hans að ég bara vissi ekki hvert ég ætlaði. Hann olli mér engum vonbrigðum á þessum tónleikum. Það er eins og sumum sé gefin einhver guðsgjöf og honum hefur sannarlega verið gefin raddfegurð. Hann hefur svo náð að skóla röddina með fínni tækni og svo er hitt sem seint verður kennt en það er músikalski hlutinn. Hann hefur Gunnar líka fengið og áreynslu- og tilgerðarlaus flutningur hans á lögum eins og Mánaskin eftir Eyþór Stefánsson við ljóð Helga Konráðssonar, Við sundið eftir Sigvalda Kaldalóns við ljóð Sigurðar Þórðarssonar og Í rökkurró eftir Björgvin Guðmundsson við ljóð Guðmundar Guðmundssonar fékk mann hreinlega til að tárast oftar en einu sinni. Nærvera hans er líka svo þægileg á sviði, bæði umvefjandi og hlý. Mikið vildi ég óska að hann fengi að syngja sem mest og oftast.

Ár íslenska einsöngslagsins hófst í september í fyrra með tónleikum þar sem sönglög Jónasar Ingimundarssonar voru flutt. Alls voru flutt 118 íslensk einsöngslög á átta tónleikum af  33 söngvurum og 11 píanóleikurum.

Jónas Ingimundarson á mikinn heiður skilið fyrir þá alúð sem hann hefur á starfsævi sinni lagt í að safna og flytja íslensk einsöngslög og fyrir einhverjum árum færði hann Tónlistarsafni Íslands yfir 3.000 lög, sem hann og Ágústa Hauksdóttir, eiginkona hans, höfðu safnað. Mörg þessara laga tók Jón Kristinn Cortes að sér og útgáfufyrirtæki hans, Ísalög, hefur gefið út. Frábært og þakkarvert framtak sem seint verður fullmetið. Það er ástæða til að óska öllum flytjendum og aðstandendum tónleikaraðarinnar til hamingju með vel unnið og þarft verk. 

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu