Haldin var bænastund í Landakotskirkju í dag til stuðnings fjölskyldu, vinum og kunningjum Pólverjans sem lést eftir árás á bílastæði Fjarðarkaupa í Hafnarfirði á fimmtudag.
Maðurinn var 27 ára og var þessi tilfinningaríka bænastund sérstaklega hugsuð til stuðnings móður hans sem var viðstödd bænastundina.
Mesta sjokkið eftir
Fjórir voru í gær úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna andláts mannsins. Hann hafði verið stunginn oftar en einu sinni með hnífi og úrskurðaður látinn skömmu síðar.
Móðir hans var að bugast af sorg en sagði að mesta sjokkið væri kannski ekki enn komið því það væri svo erfitt fyrir hana að fá upplýsingar um málið.
„Öll samskipti fara í gegn um túlk og það er alltaf nýr og nýr túlkur,“ segir móðir mannsins í samtali við Heimildina.
Á dóttur í Póllandi
Hún segir son sinn heitinn eiga dóttur í Póllandi sem fæddist í …
Athugasemdir (1)