Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Móðir mannsins sem lést eftir stunguárás: „Ég dæmi ekki foreldra þeirra því ég er sjálf móðir“

Móð­ir manns­ins sem lést á fimmtu­dag eft­ir að hafa ver­ið stung­inn á bíla­stæði Fjarð­ar­kaupa í Hafnar­firði seg­ist vera með djúpt sár í hjart­anu. Son­ur henn­ar hafi átt dótt­ur í Póllandi en hafi ver­ið hér til að sjá fyr­ir fjöl­skyldu sinni. Hún er að bug­ast af sorg en reikn­ar þó með að mesta sjokk­ið sé eft­ir.

Móðir mannsins sem lést eftir stunguárás: „Ég dæmi ekki foreldra þeirra því ég er sjálf móðir“
Frá bænastundinni í Landakotskirkju í dag. Mynd: Erla Hlynsdóttir

Haldin var bænastund í Landakotskirkju í dag til stuðnings fjölskyldu, vinum  og kunningjum Pólverjans sem lést eftir árás á bílastæði Fjarðarkaupa í Hafnarfirði á fimmtudag. 

Maðurinn var 27 ára og var þessi tilfinningaríka bænastund sérstaklega hugsuð til stuðnings móður hans sem var viðstödd bænastundina. 

Mesta sjokkið eftir

Fjórir voru í gær úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna andláts mannsins. Hann hafði verið stunginn oftar en einu sinni með hnífi og úrskurðaður látinn skömmu síðar. 

Móðir hans var að bugast af sorg en sagði að mesta sjokkið væri kannski ekki enn komið því það væri svo erfitt fyrir hana að fá upplýsingar um málið. 

„Öll samskipti fara í gegn um túlk og það er alltaf nýr og nýr túlkur,“ segir móðir mannsins í samtali við Heimildina. 

Á dóttur í Póllandi

Hún segir son sinn heitinn eiga dóttur í Póllandi sem fæddist í …

Kjósa
18
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár