Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Rannsókn á kæru Vítalíu á hendur Hreggviði, Ara og Þórði hætt

Eft­ir að skýrslu­taka dróst á síð­asta ári í máli Vítal­íu Laz­areva gegn þrem­ur áhrifa­mikl­um mönn­um í sam­fé­lag­inu, þeim Þórði Má Jó­hann­es­syni, Ara Edwald og Hreggviði Jóns­syni, hef­ur embætti hér­aðssak­sókn­ara nú hætt rann­sókn. Hreggvið­ur sendi frá sér yf­ir­lýs­ingu í dag vegna máls­ins.

Rannsókn á kæru Vítalíu á hendur Hreggviði, Ara og Þórði hætt
Þórður Már Jóhannesson, Hreggviður Jónsson og Ari Edwald.

Embætti héraðssaksóknara hefur hætt rannsókn vegna kæru fyrir kynferðisbrot sem Vítalía Lazareva lagði fram á hendur þeim Hreggviði Jónssyni, Ara Edwald og Þórði Má Jóhannessyni.

RÚV greinir frá og hefur þetta eftir Kolbrúnu Garðarsdóttur, réttargæslumanni Vítalíu. Hún segir þar að ákvörðunin verði kærð til ríkissaksóknara.

Lögmaður Hreggviðs sendi svo yfirlýsingu fyrir hans hönd síðdegis í dag þar sem Hreggviður staðfestir að embætti héraðssaksóknara hafi tekið ákvörðun um að hætta rannsókn vegna kærunnar. „Sú niðurstaða kemur mér ekki á óvart enda hef ég frá upphafi sagt að ég hafi ekki gerst brotlegur við lög. Ég mun ætíð sjá eftir því að hafa ekki stigið út úr umræddum aðstæðum en líkt og fram hefur komið þá var frumkvæðið þeirra tveggja, Arnars Grants og Vitaliu.

Atburðarás síðustu mánaða hefur verið erfið og á köflum fjarstæðukennd. Afleiðingarnar af þessu máli hafa verið miklar, ekki síður fyrir þau sjálf, en einnig marga aðra. Þetta mál hefur tekið mikið á mig og fjölskyldu mína og það er því léttir að því sé lokið.“

Málið á sér töluverðan aðdraganda en Kjarn­inn fjall­aði meðal annars um það í byrjun jan­úar á síðasta ári en Vítalía steig fram og greindi frá meintu ofbeldi í við­tali hjá Eddu Falak í Eigin konum.

Opnaði sig á Instagram

Seint í októ­ber 2021 birti Vítalía frá­­­­­sögn á sam­­­fé­lags­mið­l­inum Instagram. Frá­­­­­sögnin var af kyn­­­ferð­is­of­beldi sem hún sagði sig hafa orðið fyrir af hendi þriggja manna. Í frá­­­­­sögn­inni lýsti hún því ofbeldi sem hún sagði menn­ina hafa beitt sig í heitum potti og í sum­­­­­ar­­­bú­­­stað, aðdrag­anda þess að hún hefði endað með þeim þennan dag og í lok hennar nefndi hún þá alla þrjá með nafni, þá Ara Edwald, þáver­andi for­­stjóra Ísey Skyr, Hregg­við Jóns­­son, þáver­andi stjórn­­­ar­­for­­mann og aðal­­eig­anda Veritas, og Þórð Má Jóhann­es­­son, þáver­andi stjórn­­­ar­­for­­mann Festi.

Auk þess nefndi hún á nafn giftan mann, einka­­­þjálf­­­ar­ann Arnar Grant, sem hún átti í ást­­­ar­­­sam­­­bandi við og fékk hana til að koma á þann stað sem meint brot fóru fram.

Færslan var síðar tekin niður af Instagram en hluti hennar er enn aðgeng­i­­­legur á Twitt­er-­­­síðu Vítal­­­íu. Þar voru nöfn mann­anna hins vegar ekki birt. Þar segir meðal ann­­­ars að henni hafi verið ráðið frá „því að segja frá og leita lengra vegna þess að aðilar þessir eru valda­­­miklir í sam­­­fé­lag­inu og allir fjöl­­­skyld­u­­­menn“.

Vildu engu svara

Skjá­­­skot af frá­­­­­sögn Vítalíu fóru víða um íslenskt sam­­­fé­lag. Í stórum hópum var fátt annað rætt í margar vikur á eftir en hvar þetta mál stæði. Ekk­ert var hins vegar fjallað um málið í fjöl­mið­l­um, þrátt haft hafi verið sam­­­band við menn­ina fjóra, meðal ann­­­ars frá blaða­­­manni Kjarn­ans. Við­brögðin voru eng­in. Þeir svör­uðu ekki.

Málið tók á sig nýja mynd þegar Vítalía steig fram hjá Eddu og greindi frá meintu ofbeldi.

Allir þrír stigu til hliðar úr ábyrgð­­ar­­stöðum eftir að fjöl­miðlaum­­fjöllun um málið birt­ist. Eini sem hefur tjáð sig opin­ber­­lega er Hregg­viður Jóns­­son en hann sagði í yfir­­lýs­ingu sinni: „Ég harma að hafa ekki stigið út úr aðstæðum sem ung kona hefur skýrt frá og fjallað hefur verið um í sumum fjöl­mið­l­­­­um. Það er afar þung­­­­bært að heyra um hennar reynslu.“

Hregg­viður sagð­ist jafn­­framt líta þetta mál alvar­­­­legum augum og þrátt fyrir að hann hefði „ekki gerst brot­­­­legur við lög“ þá myndi hann stíga til hliðar úr stjórn Ver­­­itas og stjórnum tengdra fyr­ir­tækja „til að raska ekki þeirra mik­il­vægu starf­­­­sem­i“.

Hræðsla og óör­yggi ekki í boði

Vítalía fór síðan í byrjun júlí á síðast ári í skýrslu­töku hjá lög­regl­unni á Vest­ur­landi vegna kyn­ferð­is­brota­kæru á hendur þremenningunum en hún hafði birt mynd á Twitt­er-­síðu sinni í mars þar sem sjá mátti beiðni um tíma hjá kæru­mót­töku lög­regl­unn­ar. Hún sagði í sam­tali við Kjarn­ann á sínum tíma að hún ætl­aði ekki skilja málin eftir í lausu lofti og þetta hefði verið stórt og mik­il­vægt skref í rétta átt fyrir hana. „Hræðsla og óör­yggi er ekki í boði fyrir mig og ég kem til með að standa upp­­rétt og ein­beita mér að rétt­læt­in­u.“

Hún skrif­aði jafn­­framt í opinni færslu á Instagram að það hefði tekið tíma „að safna sér saman í næstu skref“ en hún væri til­bú­in.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • JA
    Jón Arnarson skrifaði
    Er okkar dómskerfi treystandi?
    Fyrir skömmu var Jón Baldvin dæmdur vegna ætlaðrar rassstroku, vegna þess - að sagt er, að dómarinn hafði heyrt svo margar sögur af honum.
    Núna er að sjá augljóst mál, fellt niður – hvers vegna – vegna þess að brotaþoli hefur erlent nafn?
    Hér um árið var sýslumaður sem dæmdi mann fyrir nauðgun vegna þess að hann hafði tólin til þess.
    -2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
2
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár