Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Samfylking mælist sjö prósentustigum stærri en Sjálfstæðisflokkur í nýrri könnun

Ný könn­un Maskínu sýn­ir töl­fræði­lega mark­tæk­an mun á fylgi Sam­fylk­ing­ar og Sjálf­stæð­is­flokks. Bæði Pírat­ar og Við­reisn mæl­ast stærri en Fram­sókn, sem dal­ar allra flokka mest á milli mán­aða.

Samfylking mælist sjö prósentustigum stærri en Sjálfstæðisflokkur í nýrri könnun
Samfylkingin Kristrún Frostadóttir er formaður Samfylkingarinnar. Mynd: Baldur Kristjánsson

Fylgi Samfylkingarinnar mælist 25,7 prósent í nýrri skoðanakönnun frá Maskínu, en fylgi Sjálfstæðisflokksins einungis 18,7 prósent. Það mælist því tæplega sjö prósentustiga munur á fylgi flokkanna tveggja og er munurinn nú tölfræðilega marktækur.

Könnun MaskínuVinstri græn eru sá flokkur sem bætir mestu við sig í könnun Maskínu, eða rúmum tveimur prósentustigum.

Það hafði munurinn ekki verið í þeim þremur könnunum Maskínu undanfarna þrjá mánuði sem mældu Samfylkinguna stærri en Sjálfstæðisflokk. Fylgi Samfylkingar eykst um 1,3 prósentustig á milli mánaða en fylgi Sjálfstæðisflokksins dalar um 1,5 prósentustig.

Í kjölfar Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks koma Píratar, Viðreisn og Framsókn með svipað mikið mælt fylgi. Píratar mælast með 11,4 prósent sem er aukning um rúmt prósentustig frá því í mars, Viðreisn mælist með 10,6 prósent sem er aukning um nærri tvö prósentustig frá síðustu könnun Maskínu, en á sama tíma dalar fylgi Framsóknarflokksins um rúm 3 prósent frá fyrri mánuði. Flokkurinn mælist nú með 10,2 prósent fylgi, sem er ríflega sjö prósentustigum minna en flokkurinn fékk í kosningum 2021.

Stuðningur við ríkisstjórnarflokkana dalar

Vinstri græn eru eini stjórnarflokkurinn sem hressist á milli mælinga Maskína, en fylgi við flokkinn mælist 8,2 prósent, sem er 2,2 prósentustigum meira en í marsmánuði.

Það breytir því þó ekki að fylgið við ríkisstjórnarflokkana þrjá í heild mælist slétt 37 prósent, sem er rúmum tveimur prósentustigum minna en í mars og það minnsta sem ríkisstjórnarflokkarnir hafa samanlagt mælst með á kjörtímabilinu. 

Flokkarnir þrír sem sitja í ríkisstjórn fengu alls 54,4 prósent atkvæða er kosið var til þings í september 2021.

Fylgi Miðflokksins mælist 6 prósent, Sósíalistaflokksins 4,9 prósent og fylgi Flokks fólksins 4,4 prósent í þessari könnun Maskínu, sem framkvæmd var dagana 13. til 19. apríl. Alls tóku 852 svarendur afstöðu til flokks.

Kjósa
23
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Sævar Helgason skrifaði
    Ef hugsað er 30 ár aftur í tímann-þegar R-listinn yfirtók stjórn Reykjavíkur og hefur veitt Borginni forystu síðan-þá eru bæði efnislega og stjórnmálalega líkindin til að sömu öfl yfirtaki stjórnun landsmálanna-núna. Er stöðugt stjórnarfar í farvatninu á Íslandi til næstu 30 ára ? Sennilega.
    0
  • PB
    Páll Bragason skrifaði
    Fari fram sem horfir stefnir í að Samfó, Píratar og Viðreisn geti myndað meirihlutastjórn. Og 6-9% atkvæða geti fallið dauð. Athyglisverð þróun.
    0
  • OÖM
    Oddur Örvar Magnússon skrifaði
    Ríkisstjórnin er í ruslflokki.
    Og býður förgunar.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Gjöfin frá Ásgeiri: „Þetta var hans draumur“
3
Vettvangur

Gjöf­in frá Ás­geiri: „Þetta var hans draum­ur“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son lést nótt­ina fyr­ir við­burð­inn sem hann hafði var­ið síð­ustu dög­um lífs­ins við að skipu­leggja ásamt vin­um sín­um og ætt­ingj­um. Nið­ur­stað­an var að það væri í anda Ás­geirs að halda við­burð­inn. „Þetta var ótrú­leg stund og mik­il gjöf sem hann færði okk­ur sem eft­ir stóð­um, að fá að vera þarna sam­an á þess­ari stundu,“ seg­ir Jón Bjarki Mag­ús­son, einn af hans nán­ustu vin­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Vanefndir og riftanir í tveimur leikskólaverkefnum sama verktaka
4
Fréttir

Vanefnd­ir og rift­an­ir í tveim­ur leik­skóla­verk­efn­um sama verk­taka

Und­ir­verk­tak­ar sem kom­ið hafa að leik­skó­la­upp­bygg­ingu í Reykja­nes­bæ og Hvera­gerði sitja eft­ir með sárt enn­ið vegna vanefnda verk­taka­fyr­ir­tæk­is­ins Hrafn­hóls. Ein­inga­hús­næði sem fé­lag­ið hef­ur flutt inn er­lend­is frá hef­ur bók­staf­lega ekki hald­ið vatni. Á báð­um stöð­um hef­ur samn­ingi um upp­bygg­ing­una ver­ið rift.
Sigríður segir orð Áslaugar til marks um skriffinnskublæti
6
Fréttir

Sig­ríð­ur seg­ir orð Áslaug­ar til marks um skriffinnsku­blæti

Sig­ríð­ur Á. And­er­sen, þing­mað­ur Mið­flokks­ins, gagn­rýn­ir Áslaugu Örnu Sig­ur­björns­dótt­ur, for­manns­efni Sjálf­stæð­is­flokks­ins, fyr­ir að segja Flokk fólks­ins ekki vera stjórn­mála­flokk. „Að halda því fram að flokk­ur sem sit­ur á Al­þingi sé ekki „stjórn­mála­flokk­ur“ af því að eyðu­blaði hef­ur ekki ver­ið skil­að til rík­is­ins lýs­ir miklu blæti til skriffinnsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár