Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Segir seljendur gera það oft verulega torvelt að hætta við kaup á þjónustu

Þing­mað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hef­ur sent Neyt­enda­stofu fyr­ir­spurn um það hvernig nú­ver­andi lög og regl­ur hér á landi ná ut­an um neyt­enda­vernd en hann grun­ar að úr­ræði skorti. „Hver hef­ur ekki lent í vand­ræð­um við að segja upp þjón­ustu eða jafn­vel skráð sig í þjón­ustu fyr­ir mis­tök sem erfitt er að segja upp?“

Segir seljendur gera það oft verulega torvelt að hætta við kaup á þjónustu
Oft erfitt fyrir þá sem skrá sig óvart í prufuáskrift Jóhann Friðrik segir að ýmis dæmi séu til þar sem seljendur þjónustu hanni og markaðssetji ókeypis prufuáskriftir og endurteknar áskriftir en reynist svo stundum erfiðar þegar komi að upplýsingagjöf til þeirra sem lenda í því að skrá sig óviljandi. Mynd: Bára Huld Beck

Jóhann Friðrik Friðriksson þingmaður Framsóknarflokksins fjallaði um neytendavernd undir liðnum störf þingsins á Alþingi í vikunni. 

Hann benti á að bandaríska neytendastofnunin hefði lagt fram svokallað „smelltu til að segja upp“-ákvæði sem krefst þess að seljendum sé gert það jafn auðvelt að koma upplýsingum til leiðar til neytenda og neytendum að neyta þjónustu eða skrá sig úr henni. 

„Hver hefur ekki lent í vandræðum við að segja upp þjónustu eða jafnvel skráð sig í þjónustu fyrir mistök sem erfitt er að segja upp?“ spurði þingmaðurinn. 

Fólk fast í endurteknum greiðslum

Jóhann Friðrik sagði að ýmis dæmi væru til þar sem seljendur þjónustu hönnuðu og markaðssettu oft ókeypis prufuáskriftir og endurteknar áskriftir en reyndust svo stundum erfiðar þegar kæmi að upplýsingagjöf til þeirra sem lenda í því að skrá sig óviljandi. 

„Í einhverjum tilvikum gefa seljendur takmarkaðar upplýsingar um aukagjöld og því miður fær fólk stundum reikninga eða rukkanir á greiðslukort sín sem neytendur hafa ekki samþykkt eða kannast illa við. Seljendur gera það oft verulega torvelt eða jafnvel ómögulegt að hætta við kaup á þjónustu, sér í lagi á internetinu.“

Hann sagði jafnframt að rannsóknir vestan hafs hefðu leitt í ljós að vinnubrögð sem þessi hefðu skaðað neytendur í áratugi. Þar í landi hefði fólk verið fast í endurteknum greiðslum fyrir hluti sem það vildi aldrei eða vildi ekki halda áfram að fá og lög og reglur hefðu náð illa utan um. 

„Ég hef sent Neytendastofu fyrirspurn um það hvernig núverandi lög og reglur hér á landi ná utan um vandamálið en mig grunar að okkur skorti úrræði. Það þarf ekkert að velkjast í vafa um mikilvægi þess að banna rangfærslur, að gefa fólki mikilvægar upplýsingar á skýran hátt, ganga úr skugga um að fólk viti hvað það er að samþykkja og leyfa fólki að hætta við á einfaldan og auðveldan hátt,“ sagði hann og tók dæmi: „Ef aðili er með hnapp á sinni sölusíðu sem skráður er „skráðu þig í þjónustu“ á að vera hnappur á sömu síðu sem merktur er til að skrá sig úr þeirri sömu þjónustu.“

Kjósa
21
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
2
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár