Hún er loks komin út. Skýrslan frá starfshópnum er ráðherra umhverfis- og orkumála skipaði í fyrrasumar „til að gera tillögur um nýtingu vindorku, meðal annars um lagaumhverfi hennar og hvernig verði tekið á ýmsum álitamálum“.
280 dögum eftir að hópurinn var skipaður og 77 dögum eftir að hann átti að skila sínum niðurstöðum er afurðin loks komin fram.
Nema að í henni er ekki að finna neinar tillögur. Og ekki er heldur tekið á, að minnsta kosti fast, neinum álitamálum þótt fjölmörg slík séu dregin saman „og settir fram valkostir um hvaða leiðir eru færar“, líkt og það er orðað.
Því í kjölfar á áttunda tug umsagna og um 50 funda hópsins, sem á komu um 100 gestir, var niðurstaðan nefnilega sú að bíða með tillögur. Bíða með að taka á álitaefnum. Það væri ekki tímabært. Þess í stað að skila skýrslu sem fæli í sér „greiningu og mat“ …
Athugasemdir (2)