Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Þurfum að vera tilbúin að hafa vindorkuver „nær okkur en við vildum áður“

Vilj­ið þið vindorku­ver í byggð eða í óbyggð­um? Vilj­ið þið stór og fá ver eða lít­il og mörg? Þetta eru með­al spurn­inga sem starfs­hóp­ur um vindork­u­nýt­ingu velt­ir upp og að auki hvort nú­ver­andi kyn­slóð þurfi ekki að axla ábyrgð á lofts­lags­vand­an­um „með því að for­gangsr­aða þeim gæð­um sem tengj­ast óspilltri nátt­úru um­fram þau gæði að hafa slík mann­virki ekki í sjón­máli í dag­legu lífi”.

Þurfum að vera tilbúin að hafa vindorkuver „nær okkur en við vildum áður“
Sýnileiki Í skýrslu starfshóps um vindorkunýtingu er þessa mynd að finna. Hún á að sýna hvernig vindorkuver nærri byggð gæti litið út. Og er vindmyllum stillt upp ofan Hveravalla í Reykjahverfi. Mynd: b'dvoevnore'

Hún er loks komin út. Skýrslan frá starfshópnum er ráðherra umhverfis- og orkumála skipaði í fyrrasumar „til að gera tillögur um nýtingu vindorku, meðal annars um lagaumhverfi hennar og hvernig verði tekið á ýmsum álitamálum“.

280 dögum eftir að hópurinn var skipaður og 77 dögum eftir að hann átti að skila sínum niðurstöðum er afurðin loks komin fram

Nema að í henni er ekki að finna neinar tillögur. Og ekki er heldur tekið á, að minnsta kosti fast, neinum álitamálum þótt fjölmörg slík séu dregin saman „og settir fram valkostir um hvaða leiðir eru færar“, líkt og það er orðað.

Því í kjölfar á áttunda tug umsagna og um 50 funda hópsins, sem á komu um 100 gestir, var niðurstaðan nefnilega sú að bíða með tillögur. Bíða með að taka á álitaefnum. Það væri ekki tímabært. Þess í stað að skila skýrslu sem fæli í sér „greiningu og mat“ …

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • HR
    Hilmar Ragnarsson skrifaði
    Það er ljóst að erlendir aðilar og þá oftast með aðstoð íslenskra bakhjarla vilja komast í ódýra raforku hér á Íslandi. Nákvæmlega eins og Norðmenn komust bakdyramegin í sjókvíalaxeldið án auðlindagjalds. Látum þetta ekki gerast.
    3
  • Brynhildur Magnúsdóttir skrifaði
    Það er ekki bæði sleppt og haldið, það verður að fara að taka þetta samtal án upphrópana, hvernig við viljum búa til orkuna og hvernig við viljum nýta hana...
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár