Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Stærsta fjárfesting ríkisins í Íslandsögunni – 210 milljarðar í uppbyggingu nýs Landspítala

For­sæt­is­ráð­herra, heil­brigð­is­ráð­herra og fjár­mála­ráð­herra kynntu í dag áætl­un um upp­bygg­ingu inn­viða heil­brigðis­kerf­is­ins til árs­ins 2030. Í því felst með­al ann­ars að verja 210 millj­örð­um króna í upp­bygg­ingu nýs Land­spít­ala. Verk­efn­ið er að fullu fjár­magn­að. Ljóst er að geð­sviði spít­al­ans verð­ur fund­ið nýtt hús­næði.

Stærsta fjárfesting ríkisins í Íslandsögunni – 210 milljarðar í uppbyggingu nýs Landspítala
Landspítali Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra á kynningarfundinum á Landspítala í dag. Mynd: Heiða Helgadóttir

„Ég er svolítið spenntur,“ sagði Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, á svölum Landspítalans við Hringbraut fyrr í dag þar sem gott útsýni var yfir þær nýju byggingar nýs Landspítala sem eru að rísa.

„Maður leyfir sér að vera svolítið bjartsýnn og spenntur að sjá þetta rísa. Þetta er auðvitað mikilvæg framkvæmd, mikilvægt verkefni fyrir heilbrigðiskerfið og fólkið í landinu til framtíðar,“ sagði hann. 

MeðferðarkjarniFramkvæmdir við nýjan meðferðarkjarna Landspítalans við Hringbraut eru í fullum gangi þessa dagana.

Willum Þór, ásamt Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og Bjarna Benediktssyni efnahags- og fjármálaráðherra kynntu í dag áætlun um uppbyggingu innviða heilbrigðiskerfisins sem felst meðal annars í því að verja 210 milljörðum í uppbyggingu nýs Landspítala. Verkefnið er að fullu fjármagnað í þeirri fjármálaáætlun sem er nú til umfjöllunar á Alþingi og gildir út árið 2028.

Í fjármálaáætlun til næstu fimm ára er lögð rík áhersla á að halda áfram fjármagnaðri innviðauppbyggingu heilbrigðiskerfisins. Frá árinu 2010 hefur verið fjárfest í uppbyggingu Landspítala fyrir 28,7 milljarða króna, þar af fyrir 10,3 milljarða króna árið 2022. Á þessu ári er áætlað að fjárfestingin ríflega tvöfaldist á milli ára og nemi 21,5 milljörðum króna.

Heildaráætlun NLSH um framkvæmdir við Landspítala hljóðar upp á um 210 milljarða króna


Bjarni segir um mikil tímamót að ræða. „Tímamótin felast í því að við erum í fyrsta sinn að lýsa sýn okkar á það hvernig við getum klárað, ekki bara þennan fyrsta áfanga heldur líka annan áfangann sömuleiðis sem gæti þá verið í beinu framhaldi af þessari fjármálaáætlun sem nær til ársins 2027. Núna í ár erum við að fara í framkvæmdir sem eru að umfangi jafn miklar og við höfum náð að framkvæma síðustu tíu árin. Þetta sýnir þessi miklu tímamót sem eru að verða í verkefninu og strax á næsta ári erum við farin að gera ráð fyrir 25 milljarða framkvæmdum sem eru gríðarmiklar framkvæmdir í öllu sögulegu samhengi, og ekki nóg með að það verði á næsta ári heldur næstu þrjú árin erum við að gera ráð fyrir slíku umfangi sem er bara til vitnis um það að við erum núna í miðri stærstu fjárfestingu ríkisins í sögunni. En í heild sinni þegar við tökum annan áfangann með þá erum við að horfa á um 210 milljarða heildarumfangi,“ segir Bjarni. 

Settur var á fót stýrihópur um nýjan Landspítala árið 2020 sem ber ábyrgð á samhæfingu og stjórn meginþátta verkefnisins. Hópnum er ætlað að tryggja skýra forgangsröðun og góða nýtingu fjármuna. Hefur stýrihópurinn nú birt fyrstu áfangaskýrslu sína sem byggir á upplýsingum frá NLSH ohf., byggingaraðila nýbygginga í Landspítalaþorpinu við Hringbraut, um heildaráætlun verkefnisins á tímabilinu 2010-2030. 

Fjárheimildir umfram framkvæmdir

Nýjar ákvarðanir liggja fyrir vegna næsta áfanga verkefnisins, meðal annars um flutning á geðþjónustu í nýja einingu, nýja og bætta aðstöðu vegna krabbameinsþjónustu og öldrunarþjónustu auk umfangsmikillar fjárfestingar í tækjum, búnaði og stoðþjónustu. Willum segir ekki liggja fyrir hvar ný geðdeildarbygging muni rísa. 

KynningFrá blaðamannafundinum á Landspítalanum í dag.

Spurður hvort þessi uppbygging sem kynnt var í dag hefði ekki þurft að eiga sér stað mun fyrr segir Bjarni: „Þetta hefur auðvitað átt sér gríðarlega langan aðdraganda og skóflustungan að fyrstu mannvirkjunum sem hafa risið hér á landspítalasvæðinu var tekin 2015. Við höfum fullfjármagnað öll verkefni frá þeim tíma. Það lýsir sér meðal annars í því að Alþingi hefur veitt fjárheimildir umfram það sem hefur verið hægt að framkvæma fyrir. Oft er því haldið fram að það fáist ekki fjárheimildir og þess vegna sé ekki eitthvað framkvæmt en því hefur alveg verið öfugt farið hér, en sum verkefni eru bara af þeim toga að hönnunartíminn og undirbúningstíminn er jafn mikilvægur og framkvæmdatíminn, og þegar menn loksins komast á framkvæmdastigið sem við erum að gera núna af fullum þunga þá gerast hlutirnir hratt.“

Langtíma hugsun

Willum segir að uppbyggingin hefði alveg örugglega mátt gerast fyrr: „Stundum erum við kannski að hugsa til of skamms tíma en hreyfum okkur hægt. Hér erum við að reyna að hugsa til lengri tíma, horfa á samfélagsþróunina, horfa á fólksfjölgunina, horfa á breytta aldurssamsetningu þjóðarinnar, horfum á fjölgun ferðamanna, horfum á nýjar áskoranir í geðheilbrigðismálum, meira áreiti, aukningu þegar kemur að lífsstílstengdum sjúkdómum. Við erum að passa upp á að efnahagsaðstæður hverju sinni hindri okkur ekki í að byggja upp heilbrigðiskerfi,“ segir hann. 

Áætlað er að fyrsta fasa uppbyggingarinnar ljúki að mestu leyti innan tímaramma nýrrar fjármálaáætlunar. Nýtt sjúkrahótel var fyrsta verkefnið sem lokið var við en það var tekið í notkun vorið 2019. Öðrum verkefnum miðar vel áfram og nýjar lykilbyggingar Landspítala rísa hratt. Þar má helst nefna svokallaðan meðferðarkjarna og rannsóknahús sem munu gjörbylta aðstöðu Landspítala til hins betra. Fyrsti áfangi felur einnig í sér nýbyggingu við endurhæfingardeildina við Grensás og umfangsmikla fjárfestingu í margs konar tækjum, búnaði og stoðþjónustu. 

Forgangsraðað í þágu heilbrigðisþjónstu

Annar áfangi verkefnisins felur í sér uppbyggingu dag- og göngudeilda, legudeilda og annarra mikilvægra þjónustueininga og innviða, sem munu nýtast öllu heilbrigðiskerfinu. Einnig er unnið að því að meta nýtingu eldri bygginga og þörf á nýjum byggingum. Við þá vinnu verður horft til þarfa samfélagsins, starfsfólks og framtíðarhlutverks Landspítala. Þá er jafnframt unnið að skipulagi á fjölmörgum mikilvægum þjónustueiningum, meðal annars geð-, krabbameins- og öldrunarþjónustu. Nú þegar hefur verkefnahópur á vegum heilbrigðisráðuneytisins skilað af sér skýrslu um framtíðarsýn húsnæðis fyrir geðþjónustu Landspítala. Á grunni hennar hefur verið tekin ákvörðun um uppbyggingu nýrrar geðheilbrigðiseiningar sem mun koma í stað núverandi húsnæðis geðþjónustu. Kostnaður við þessa uppbyggingu er áætlaður um 13 milljarða króna. 

Katrín segir aðal tíðindi dagsins séu þau að þrátt fyrir að ríkisstjórnin hafi frestað ýmsum framkvæmdum vegna stöðunnar í hagkerfinu þá forgangsraði hún fjárfestingum í heilbrigðisþjónustu. „Við sendum líka þau skýru skilaboð að efnahagssveiflurnar hafi ekki áhrif á okkar áætlanir í því. Við erum alltaf að hugsa út frá þessum velsældaráherslum,“ segir hún. 

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • JAT
    Jon Arvid Tynes skrifaði
    Ég get ekki séð að nokkuð hafi verið sagt um hvernig á að manna spítalann og hvernig á að stöðva atgerfisflótta frá Landspítalanum. Það er tiltölulega auðvelt að byggja, en mun erfiðara að reka starfsemina.
    3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
4
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár