Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Skýrsla Boston Consulting Group „mikilvægur grundvöllur“ stefnumótunar stjórnvalda

Mat­væla­ráð­herra seg­ist hafa kynnt sér þær 22 um­sagn­ir sem borist hafa við skýrslu Bost­on Consulting Group um stöðu og fram­tíð lagar­eld­is á Ís­landi. Hún seg­ir að skýrsl­an sé mik­il­væg­ur grund­völl­ur stefnu­mót­un­ar stjórn­valda í þess­um mála­flokki en sé þó ekki stefnu­mót­un stjórn­valda.

Skýrsla Boston Consulting Group „mikilvægur grundvöllur“ stefnumótunar stjórnvalda
Umhverfissjónarmið munu vega þungt Matvælaráðherra gerir ráð fyrir því að leggja fram drög að nýrri stefnu er varðar fiskeldi nú á haustdögum. „Þau stefnudrög munu rata á samráðsgátt stjórnvalda rétt eins og önnur skref í þessari vinnu allri saman og vil ég fullvissa háttvirtan þingmann um það að umhverfissjónarmið munu vega þungt í þeim efnum.“ Mynd: Pressphotos

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra svaraði spurningum í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag sem meðal annars sneru að skýrslu ráðgjafarfyrirtækisins Boston Consulting Group um stöðu og framtíð lagareldis á Íslandi en hún hefur verið harðlega gagnrýnd. 

Ráðherrann segir að í skýrslunni komi fram ýmis atriði sem séu ekki endilega tillögur heldur frekar grundvöllur að tillögum eða stefnumótun. „Þar er meðal annars, svo maður láti skýrsluna algerlega njóta sannmælis, mjög víða talað um að það þurfi að efla vísindarannsóknir á öllum þeim sviðum sem liggja þarna til grundvallar. Það er lögð er áhersla á eftirlit og að efla stjórnsýslulega innviði til þess að geta síðan aukið verðmætasköpun. Þarna eru auðvitað heilmiklar áskoranir á ferðinni, ekki síst þegar atvinnugreinin er komin á fullt skrið.“

Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður Samfylkingarinnar benti á í fyrirspurn sinni að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefði haft til umfjöllunar skýrslu Ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi, lagaframkvæmd, stjórnsýslu og eftirlit. „Þar eru gerðar tugir athugasemda við framkvæmd laga um fiskeldi, brotakennda stjórnsýslu og tilfinnanlegan skort á eftirliti. Í umfjöllun nefndarinnar hafa einnig komið fram fjölmargar ábendingar frá hagaðilum sem rata munu í álit nefndarinnar áður en langt um líður. Enginn vafi leikur á því að úttekt Ríkisendurskoðunar leggur góðan grunn að rækilegri endurskoðun lagarammans, regluverksins og stjórnsýslunnar í kringum sjókvíaeldi við strendur Íslands.“

Beindi hún sjónum sínum að því að matvælaráðherra hefði fengið ráðgjafarfyrirtækið Boston Consulting Group til að vinna skýrslu um stöðu og framtíð lagareldis á Íslandi. „Landvernd hefur sett fram rökstudda gagnrýni á innihald og útleggingar þeirrar skýrslu og kynnt hana opinberlega. Meðal þeirra atriða sem Landvernd gagnrýnir eru ofuráherslan á efnahagslegan ávinning eldisfyrirtækjanna, óraunhæfar sviðsmyndir um framtíð lagareldis, að grunnreglur umhverfisréttar séu að engu hafðar, að skortur sé á sannfærandi umfjöllun um áhrif fiskeldis á losun gróðurhúsalofttegunda og að umfjöllun um áhrif á villta laxastofna og aðrar atvinnugreinar sé ófullnægjandi í skýrslu ráðgjafarfyrirtækisins,“ sagði hún. 

Ástæða til að leggja við hlustirÞórunn telur að full ástæða sé til að leggja við hlustir þegar Landvernd segir skýrsluna endurspegla „draumóra fiskeldisiðnaðarins“ og að meira sé gert úr efnahagsáhrifum en umhverfisáhrifum.

Landvernd segir skýrsluna vera „draumóra fiskeldisiðnaðarins“

Auður Önnu Magnúsdóttir framkvæmdastjóri Landverndar segir meðal annars í umsögn samtakanna að stjórnin telji skýrsluna vera „draumóra fiskeldisiðnaðarins“ og í raun gagnlítið plagg. „Mjög alvarlegt er hversu miklum fjármunum af almannafé hefur verið varið til þessarar skýrslugerðar sem er bæði efnislega og að forminu til mjög rýr,“ segir í umsögn Landverndar. 

Telur Þórunn að full ástæða sé til að leggja við hlustir þegar Landvernd segir skýrsluna endurspegla „draumóra fiskeldisiðnaðarins“ og að meira sé gert úr efnahagsáhrifum en umhverfisáhrifum. 

Þórunn spurði Svandísi hvort hún hefði kynnt sér athugasemdir Landverndar og myndað sér skoðun á þeim. Einnig spurði hún hvernig ráðherra hygðist nýta ráðgjöf Boston Consulting Group í vinnunni framundan.

Drög að nýrri stefnu lögð fram á haustdögum

Svandís svaraði og sagði að það væri rétt sem kom fram í máli Þórunnar að nú lægi fyrir mjög mikilvægur grunnur fyrir stefnumótun í fiskeldi. „Við gerum ráð fyrir því að við höfum stöðu til að leggja fram drög að slíkri stefnu nú á haustdögum. Þau stefnudrög munu rata á samráðsgátt stjórnvalda rétt eins og önnur skref í þessari vinnu allri saman og vil ég fullvissa háttvirtan þingmann um það að umhverfissjónarmið munu vega þungt í þeim efnum.

Já, ég hef kynnt mér þær umsagnir sem hafa borist við skýrslu Boston Consulting Group sem eru allt í allt 22 og ekki síst þær athugasemdir sem komu fram hjá Landvernd sem fjalla annars vegar um forsendur sviðsmyndanna en jafnframt um tiltekin mál sem lúta að umhverfissjónarmiðum eins og sambúð sjókvíaeldis og líffræðilegrar fjölbreytni, um losun gróðurhúsalofttegunda, um meginreglur umhverfisréttarins og þetta eru allt saman þættir sem ég vil fullvissa háttvirtan þingmann um að eru alltaf á mínu borði og ekki síst í þeim undirbúningi sem þarna liggur fyrir,“ sagði hún. 

Svandís sagði jafnframt að skýrsla Boston Consulting Group væri mikilvægur grundvöllur stefnumótunar stjórnvalda í þessum málaflokki en væri ekki stefnumótun stjórnvalda.

Umhverfissjónarmiðin skulu njóta sannmælis

Þórunn kom aftur í pontu og sagði að það væri einmitt vegna þess að skýrslan hefði verið kynnt sem grunnur stefnumótunarferlisins sem hún hygði að mjög brýnt væri að ráðuneytið og ráðherra tækju mið af þeim ábendingum sem meðal annars hefðu komið frá Landvernd og fleiri hagaðilum um þessi efni þegar kemur að langtímastefnumótun. 

„Ég held að það sé gríðarlega mikilvægt að nota þetta tilefni til þess að láta umhverfissjónarmiðin njóta sannmælis í þessari atvinnugrein og svo þannig að atvinnugreinin byggist á faglegum, umhverfislegum sjónarmiðum.“

Hún benti á að taka þyrfti gjöld af fyrirtækjum svo hægt væri að sinna opinberu lögbundnu eftirliti. „En hvað hefur ráðherrann hugsað sér um gjald fyrir aðgang að auðlindinni?“ spurði hún.  

Heilmiklar áskoranir á ferðinni

Svandís svaraði í annað sinn og sagði að í skýrslunni kæmu fram ýmis atriði sem væru ekki endilega tillögur heldur frekar grundvöllur að tillögum eða stefnumótun. „Þar er meðal annars, svo maður láti skýrsluna algerlega njóta sannmælis, mjög víða talað um að það þurfi að efla vísindarannsóknir á öllum þeim sviðum sem liggja þarna til grundvallar. Það er lögð áhersla á eftirlit og að efla stjórnsýslulega innviði til þess að geta síðan aukið verðmætasköpun. Þarna eru auðvitað heilmiklar áskoranir á ferðinni, ekki síst þegar atvinnugreinin er komin á fullt skrið.“

Varðandi fiskeldisgjaldið þá sagði ráðherra að núna væri í gildi löggjöf sem var samþykkt 2019. „Í henni er áskilið að fram fari endurskoðun á löggjöfinni fyrir 2024 og ríkisendurskoðandi hefur jafnframt lagt á það áherslu. Í tillögu um fjármálaáætlun, sem liggur núna fyrir þinginu og verður rædd áfram í dag og á morgun, er fjallað sérstaklega um tekjuöflun af greininni.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Hlynur Jörundsson skrifaði
    Líkt og kolefnisjöfnun er þetta dæmi um að "spítalinn sé fjárhagslega vel rekinn ...verst að allir sjúklingarnir séu dauðir"
    0
  • Hlynur Jörundsson skrifaði
    Það má kaupa álit og Boston Consulting Group er keypt álit og þarfnast verulegrar lagfæringa.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
1
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
3
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
4
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Sólveig Anna sendi bréf á móðurfélög Subway og Hard Rock Cafe
6
Fréttir

Sól­veig Anna sendi bréf á móð­ur­fé­lög Su­bway og Hard Rock Ca­fe

Fé­lög­in sem reka Su­bway og Hard Rock Ca­fé á Ís­landi eru að­il­ar að SVEIT, sem Efl­ing seg­ir að stað­ið hafi fyr­ir stofn­un gervistétt­ar­fé­lags til að rýra kjör starfs­manna í veit­inga­geir­an­um. Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir formað­ur fé­lags­ins hef­ur nú skrif­að bréf út til al­þjóð­legra móð­ur­fé­laga þess­ara tveggja veit­inga­staða­keðja og beð­ið þau um að rann­saka starfs­hætti sér­leyf­is­haf­ana hér­lend­is.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
5
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár