Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Skýrsla Boston Consulting Group „mikilvægur grundvöllur“ stefnumótunar stjórnvalda

Mat­væla­ráð­herra seg­ist hafa kynnt sér þær 22 um­sagn­ir sem borist hafa við skýrslu Bost­on Consulting Group um stöðu og fram­tíð lagar­eld­is á Ís­landi. Hún seg­ir að skýrsl­an sé mik­il­væg­ur grund­völl­ur stefnu­mót­un­ar stjórn­valda í þess­um mála­flokki en sé þó ekki stefnu­mót­un stjórn­valda.

Skýrsla Boston Consulting Group „mikilvægur grundvöllur“ stefnumótunar stjórnvalda
Umhverfissjónarmið munu vega þungt Matvælaráðherra gerir ráð fyrir því að leggja fram drög að nýrri stefnu er varðar fiskeldi nú á haustdögum. „Þau stefnudrög munu rata á samráðsgátt stjórnvalda rétt eins og önnur skref í þessari vinnu allri saman og vil ég fullvissa háttvirtan þingmann um það að umhverfissjónarmið munu vega þungt í þeim efnum.“ Mynd: Pressphotos

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra svaraði spurningum í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag sem meðal annars sneru að skýrslu ráðgjafarfyrirtækisins Boston Consulting Group um stöðu og framtíð lagareldis á Íslandi en hún hefur verið harðlega gagnrýnd. 

Ráðherrann segir að í skýrslunni komi fram ýmis atriði sem séu ekki endilega tillögur heldur frekar grundvöllur að tillögum eða stefnumótun. „Þar er meðal annars, svo maður láti skýrsluna algerlega njóta sannmælis, mjög víða talað um að það þurfi að efla vísindarannsóknir á öllum þeim sviðum sem liggja þarna til grundvallar. Það er lögð er áhersla á eftirlit og að efla stjórnsýslulega innviði til þess að geta síðan aukið verðmætasköpun. Þarna eru auðvitað heilmiklar áskoranir á ferðinni, ekki síst þegar atvinnugreinin er komin á fullt skrið.“

Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður Samfylkingarinnar benti á í fyrirspurn sinni að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefði haft til umfjöllunar skýrslu Ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi, lagaframkvæmd, stjórnsýslu og eftirlit. „Þar eru gerðar tugir athugasemda við framkvæmd laga um fiskeldi, brotakennda stjórnsýslu og tilfinnanlegan skort á eftirliti. Í umfjöllun nefndarinnar hafa einnig komið fram fjölmargar ábendingar frá hagaðilum sem rata munu í álit nefndarinnar áður en langt um líður. Enginn vafi leikur á því að úttekt Ríkisendurskoðunar leggur góðan grunn að rækilegri endurskoðun lagarammans, regluverksins og stjórnsýslunnar í kringum sjókvíaeldi við strendur Íslands.“

Beindi hún sjónum sínum að því að matvælaráðherra hefði fengið ráðgjafarfyrirtækið Boston Consulting Group til að vinna skýrslu um stöðu og framtíð lagareldis á Íslandi. „Landvernd hefur sett fram rökstudda gagnrýni á innihald og útleggingar þeirrar skýrslu og kynnt hana opinberlega. Meðal þeirra atriða sem Landvernd gagnrýnir eru ofuráherslan á efnahagslegan ávinning eldisfyrirtækjanna, óraunhæfar sviðsmyndir um framtíð lagareldis, að grunnreglur umhverfisréttar séu að engu hafðar, að skortur sé á sannfærandi umfjöllun um áhrif fiskeldis á losun gróðurhúsalofttegunda og að umfjöllun um áhrif á villta laxastofna og aðrar atvinnugreinar sé ófullnægjandi í skýrslu ráðgjafarfyrirtækisins,“ sagði hún. 

Ástæða til að leggja við hlustirÞórunn telur að full ástæða sé til að leggja við hlustir þegar Landvernd segir skýrsluna endurspegla „draumóra fiskeldisiðnaðarins“ og að meira sé gert úr efnahagsáhrifum en umhverfisáhrifum.

Landvernd segir skýrsluna vera „draumóra fiskeldisiðnaðarins“

Auður Önnu Magnúsdóttir framkvæmdastjóri Landverndar segir meðal annars í umsögn samtakanna að stjórnin telji skýrsluna vera „draumóra fiskeldisiðnaðarins“ og í raun gagnlítið plagg. „Mjög alvarlegt er hversu miklum fjármunum af almannafé hefur verið varið til þessarar skýrslugerðar sem er bæði efnislega og að forminu til mjög rýr,“ segir í umsögn Landverndar. 

Telur Þórunn að full ástæða sé til að leggja við hlustir þegar Landvernd segir skýrsluna endurspegla „draumóra fiskeldisiðnaðarins“ og að meira sé gert úr efnahagsáhrifum en umhverfisáhrifum. 

Þórunn spurði Svandísi hvort hún hefði kynnt sér athugasemdir Landverndar og myndað sér skoðun á þeim. Einnig spurði hún hvernig ráðherra hygðist nýta ráðgjöf Boston Consulting Group í vinnunni framundan.

Drög að nýrri stefnu lögð fram á haustdögum

Svandís svaraði og sagði að það væri rétt sem kom fram í máli Þórunnar að nú lægi fyrir mjög mikilvægur grunnur fyrir stefnumótun í fiskeldi. „Við gerum ráð fyrir því að við höfum stöðu til að leggja fram drög að slíkri stefnu nú á haustdögum. Þau stefnudrög munu rata á samráðsgátt stjórnvalda rétt eins og önnur skref í þessari vinnu allri saman og vil ég fullvissa háttvirtan þingmann um það að umhverfissjónarmið munu vega þungt í þeim efnum.

Já, ég hef kynnt mér þær umsagnir sem hafa borist við skýrslu Boston Consulting Group sem eru allt í allt 22 og ekki síst þær athugasemdir sem komu fram hjá Landvernd sem fjalla annars vegar um forsendur sviðsmyndanna en jafnframt um tiltekin mál sem lúta að umhverfissjónarmiðum eins og sambúð sjókvíaeldis og líffræðilegrar fjölbreytni, um losun gróðurhúsalofttegunda, um meginreglur umhverfisréttarins og þetta eru allt saman þættir sem ég vil fullvissa háttvirtan þingmann um að eru alltaf á mínu borði og ekki síst í þeim undirbúningi sem þarna liggur fyrir,“ sagði hún. 

Svandís sagði jafnframt að skýrsla Boston Consulting Group væri mikilvægur grundvöllur stefnumótunar stjórnvalda í þessum málaflokki en væri ekki stefnumótun stjórnvalda.

Umhverfissjónarmiðin skulu njóta sannmælis

Þórunn kom aftur í pontu og sagði að það væri einmitt vegna þess að skýrslan hefði verið kynnt sem grunnur stefnumótunarferlisins sem hún hygði að mjög brýnt væri að ráðuneytið og ráðherra tækju mið af þeim ábendingum sem meðal annars hefðu komið frá Landvernd og fleiri hagaðilum um þessi efni þegar kemur að langtímastefnumótun. 

„Ég held að það sé gríðarlega mikilvægt að nota þetta tilefni til þess að láta umhverfissjónarmiðin njóta sannmælis í þessari atvinnugrein og svo þannig að atvinnugreinin byggist á faglegum, umhverfislegum sjónarmiðum.“

Hún benti á að taka þyrfti gjöld af fyrirtækjum svo hægt væri að sinna opinberu lögbundnu eftirliti. „En hvað hefur ráðherrann hugsað sér um gjald fyrir aðgang að auðlindinni?“ spurði hún.  

Heilmiklar áskoranir á ferðinni

Svandís svaraði í annað sinn og sagði að í skýrslunni kæmu fram ýmis atriði sem væru ekki endilega tillögur heldur frekar grundvöllur að tillögum eða stefnumótun. „Þar er meðal annars, svo maður láti skýrsluna algerlega njóta sannmælis, mjög víða talað um að það þurfi að efla vísindarannsóknir á öllum þeim sviðum sem liggja þarna til grundvallar. Það er lögð áhersla á eftirlit og að efla stjórnsýslulega innviði til þess að geta síðan aukið verðmætasköpun. Þarna eru auðvitað heilmiklar áskoranir á ferðinni, ekki síst þegar atvinnugreinin er komin á fullt skrið.“

Varðandi fiskeldisgjaldið þá sagði ráðherra að núna væri í gildi löggjöf sem var samþykkt 2019. „Í henni er áskilið að fram fari endurskoðun á löggjöfinni fyrir 2024 og ríkisendurskoðandi hefur jafnframt lagt á það áherslu. Í tillögu um fjármálaáætlun, sem liggur núna fyrir þinginu og verður rædd áfram í dag og á morgun, er fjallað sérstaklega um tekjuöflun af greininni.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Hlynur Jörundsson skrifaði
    Líkt og kolefnisjöfnun er þetta dæmi um að "spítalinn sé fjárhagslega vel rekinn ...verst að allir sjúklingarnir séu dauðir"
    0
  • Hlynur Jörundsson skrifaði
    Það má kaupa álit og Boston Consulting Group er keypt álit og þarfnast verulegrar lagfæringa.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Hvað gerðist í Suður-Mjódd?
2
Úttekt

Hvað gerð­ist í Suð­ur-Mjódd?

Hvernig get­ur það kom­ið kjörn­um full­trú­um Reykja­vík­ur­borg­ar á óvart að stærð­ar­inn­ar at­vinnu­hús­næði rísi næst­um inni í stofu hjá íbú­um í Breið­holti? Svar­ið ligg­ur ekki í aug­um uppi, en Dóra Björt Guð­jóns­dótt­ir, formað­ur um­hverf­is- og skipu­lags­ráðs borg­ar­inn­ar, seg­ir mál­ið frem­ur frá­vik frá stefnu borg­ar­stjórn­ar­meiri­hlut­ans um þétta bland­aða byggð frem­ur en af­leið­inga henn­ar.
Arnar Þór Ingólfsson
4
PistillSnertilausar greiðslur í Strætó

Arnar Þór Ingólfsson

Loks­ins, eitt­hvað sem bara virk­ar

Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar tók Strætó í vinn­una í morg­un og greiddi fyr­ir far­mið­ann á sek­úndu­broti með greiðslu­korti í sím­an­um. Í neyt­enda­gagn­rýni á snerti­laus­ar greiðsl­ur í Strætó seg­ir að það sé hress­andi til­breyt­ing að Strætó kynni til leiks nýj­ung sem virð­ist vera til mik­ill bóta fyr­ir not­end­ur al­menn­ings­sam­gangna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.
Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
6
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
3
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár