Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Hátt í 70 prósent landsmanna segja umbóta helst þörf í heilbrigðiskerfinu

Í nýrri skoð­ana­könn­un frá Fé­lags­vís­inda­stofn­un voru svar­end­ur beðn­ir um að raða mála­flokk­um í talnaröð eft­ir því í hvaða kerf­um hins op­in­bera væri mest þörf á um­bót­um. Nærri 7 af hverj­um 10 settu heil­brigðis­kerf­ið í efsta sæt­ið.

Hátt í 70 prósent landsmanna segja umbóta helst þörf í heilbrigðiskerfinu
Heilbrigðisráðherrar Frá lyklaskiptum í heilbrigðisráðuneytinu í desember 2021. Fyrrverandi heilbrigðisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, stýrir nú matvælaráðuneytinu sem lét vinna skoðanakönnun um afstöðu almennings til sjávarútvegsmála. Í henni kom í ljós að heilbrigðiskerfið, sem nú heyrir undir Willum Þór Þórsson, er það kerfi þar sem landsmenn telja mesta þörf á umbótum. Mynd: Heiða Helgadóttir

Tæplega 67 prósent landsmanna telja að mest þörf sé á umbótum í heilbrigðiskerfinu hér á landi, samkvæmt niðurstöðum nýlegrar skoðanakönnunar frá Félagsvísindastofnun.

Þegar svarendur í könnunnni, sem framkvæmd var dagana 7.-26. mars, voru beðnir um að svara því í hvaða kerfi þeim þætti mest þörf á umbótum sögðu 66,8 prósent svarenda, alls 746 af þeim 1.117 sem svöruðu spurningunni, að heilbrigðiskerfið væri þar efst á lista.

Næstflestir svarendur, eða 9,6 prósent, sögðu mestra umbóta þörf í sjávarútvegsmálum og 9,4 prósent svarenda nefndu samgöngukerfið. Aðrir valkostir voru velferðarkerfið, menntakerfið og landbúnaðarkerfið.

AfgerandiNiðurstöðurnar í könnun Félagsvísindastofnunar eru afgerandi hvað þetta varðar.

Umrædd könnun var framkvæmd fyrir matvælaráðuneytið, sem liður í þeirri stefnumótunarvinnu sem nú á sér stað í málaflokki sjávarútvegsmála undir heitinu Auðlindin okkar.

Kjósendur allra flokka á sama máli

Í niðurstöðum könnunarinnar eru svör við öllum spurningum hennar brotin niður eftir bakgrunnsbreytum. Meirihluti væntra kjósenda allra stjórnmálaflokka sem eiga sæti á Alþingi settu umbætur í heilbrigðiskerfinu efst á lista og var hlutfallið frá rúmum 53 prósentum hjá kjósendum Vinstri grænna og upp í 75 prósent hjá kjósendum Flokks fólksins.

Til viðbótar við þau tæpu 67 prósent sem settu heilbrigðiskerfið efst á blað í könnun Félagsvísindastofnunar settur 20,3 prósent svarenda í könnuninni heilbrigðiskerfið í annað sæti. Í heildina voru því ríflega 88 prósent svarenda með heilbrigðiskerfið efst eða næst efst á lista yfir þau kerfi, eða málaflokka, þar sem mest þörf er á umbótum.

Félagsvísindastofnun vann samantekt um niðurstöðurnar úr þessum spurningum og gaf málaflokkunum heildarvægi eftir því hve oft þeir voru nefndir í efstu þremur sætunum.

Heildarvægið var reiknað þannig að það atriði sem var valið í fyrsta sæti fékk þrefalt vægi, það sem var í öðru sæti fékk tvöfalt vægi og það sem var sett í þriðja sæti á listum svarenda fékk einfalt vægi. 

Þegar þetta var allt reiknað saman fengu heilbrigðismálin rúmlega 41 prósent heildarvægi, þar á eftir kom velferðarkerfið með 16,5 prósent vægi og svo menntakerfið og samgöngukerfið með um 14 prósent vægi. Neðst voru svo sjávarútvegsmál með 9,6 prósent vægi og landbúnaðarkerfið með 4,6 prósent heildarvægi.

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár