Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Stjórn dómstólasýslunnar klofin í afstöðu til sameiningar dómstóla

Tveir af fimm stjórn­ar­mönn­um dóm­stóla­sýsl­unn­ar eru á þeirri skoð­un að fyr­ir­hug­uð sam­ein­ing hér­aðs­dóm­stól­anna muni leiða til þess að sjálf­stæði dóm­stóla veikist. Frum­varp dóms­mála­ráð­herra sé ekki til þess fall­ið að styrkja dóm­stóla lands­ins.

Stjórn dómstólasýslunnar klofin í afstöðu til sameiningar dómstóla
Dómsmál Frumvarp dómsmálaráðherra miðar að því að sameina alla héraðsdómstóla landsins í einn. Mynd úr safni. Mynd: Bára Huld Beck

Tveir stjórnarmenn í dómstólasýslunni, Hervör Þorvaldsdóttir forseti Landsréttar og Halldór Björnsson dómari við Héraðsdóm Vestfjarða, leggjast gegn frumvarpi dómsmálaráðherra um sameiningu allra héraðsdómstóla landsins í einn héraðsdómstól.

Þetta kemur fram í stuttri athugasemd sem þau Hervör og Halldór hafa sent inn til Alþingis, en þar segir að afstaða þeirra tveggja sé að þær breytingar sem gert sé ráð fyrir í frumvarpinu og lúta að sameiningu dómstólanna séu ekki til þess fallnar að styrkja dómstóla landsins eins og markmið frumvarpsins hljóti að vera.

„Þvert á móti teljum við að frumvarpið muni leiða til þess að draga úr sjálfstæði þeirra. Við leyfum okkur að vísa til athugasemda dómstjóra á landsbyggðinni og jafnframt að taka undir þau sjónarmið sem þar koma fram,“ segir í umsögn þeirra Halldórs og Hervarar.

Þrír á móti tveimur

Dómstólasýslan lætur þess getið í sinni umsögn um þingmálið að innan fimm manna stjórnar dómstólasýslunnar séu skiptar skoðanir um frumvarpið, en að meirihlutinn sé þó sammála efnislegri útfærslu frumvarpsins um sameiningu dómstólanna og styðji breytingarnar sem í því felast.

Auk þeirra Halldórs og Hervarar sitja þau Sigurður Tómas Magnússon hæstaréttardómari, Lilja Björk Sigurjónsson gæðastjóri og Lúðvík Örn Steinarsson lögmaður í stjórn dómstólasýslunnar.

Þau þrjú eru þannig sammála því að sameina dómstólanna með þeim hætti sem boðað er í frumvarpi dómsmálaráðherra, en Hervör og Halldór ekki.

Sameiningin feli í sér varanlega hækkun kostnaðar

Í umsögn dómstólasýslunnar um frumvarpið segir að öðru leyti að stofnunin sé ósammála því mati ráðuneytisins að kostnaður vegna frumvarpsins rúmist innan ramma gildandi fjárlaga.

Dómstólasýslan telur að fjárfestingar- og rekstrarkostnaður vegna sameiningarinnar muni nema um 220 milljónum króna á fjögurra ára tímabili og áætlar einnig að varanleg hækkun kostnaðar komi til með að nema um 21 milljón króna á ári.

„Dómstólasýslan hefur gert grein fyrir aukinni útgjaldaþörf á málefnasviði dómstóla við undirbúning fjármálaáætlunar fyrir tímabilið 2023-2027 og á ný fyrir tímabilið 2024-2028. Útgjaldaþörfin tengist m.a. þróun á innri kerfum dómstólanna vegna stafrænna umbóta hjá dómstólunum og þörf fyrir tækniþjónustu og tækniþekkingu hjá dómstólasýslunni og dómstólunum. Þessar umbætur eru nauðsynleg forsenda þess að ná fram áðurnefndum ávinningi af sameiningu héraðsdómstólanna. Með hliðsjón af framansögðu varar dómstólasýslan við því að ráðist verði í sameiningu héraðsdómstólanna á þeirri forsendu að sameiningin verði að fullu fjármögnuð innan ramma gildandi fjárlaga,“ segir í umsögn dómstólasýslunnar.

Stofnunin setur einnig fyrirvara við að lögin taki gildi 1. ágúst 2024 og segir afar hæpið að hægt verði að ljúka þeim mikla og vandaða undirbúningi sem þurfi að fara fram við sameiningu dómstólanna fyrir þann tíma. Dómstólasýslan leggur því til að tímasetningin verði færð aftur um eitt ár, og dómstólarnir átta verði sameinaðir í einn frá 1. ágúst 2025. 

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
2
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
3
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
5
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár