Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Stjórn dómstólasýslunnar klofin í afstöðu til sameiningar dómstóla

Tveir af fimm stjórn­ar­mönn­um dóm­stóla­sýsl­unn­ar eru á þeirri skoð­un að fyr­ir­hug­uð sam­ein­ing hér­aðs­dóm­stól­anna muni leiða til þess að sjálf­stæði dóm­stóla veikist. Frum­varp dóms­mála­ráð­herra sé ekki til þess fall­ið að styrkja dóm­stóla lands­ins.

Stjórn dómstólasýslunnar klofin í afstöðu til sameiningar dómstóla
Dómsmál Frumvarp dómsmálaráðherra miðar að því að sameina alla héraðsdómstóla landsins í einn. Mynd úr safni. Mynd: Bára Huld Beck

Tveir stjórnarmenn í dómstólasýslunni, Hervör Þorvaldsdóttir forseti Landsréttar og Halldór Björnsson dómari við Héraðsdóm Vestfjarða, leggjast gegn frumvarpi dómsmálaráðherra um sameiningu allra héraðsdómstóla landsins í einn héraðsdómstól.

Þetta kemur fram í stuttri athugasemd sem þau Hervör og Halldór hafa sent inn til Alþingis, en þar segir að afstaða þeirra tveggja sé að þær breytingar sem gert sé ráð fyrir í frumvarpinu og lúta að sameiningu dómstólanna séu ekki til þess fallnar að styrkja dómstóla landsins eins og markmið frumvarpsins hljóti að vera.

„Þvert á móti teljum við að frumvarpið muni leiða til þess að draga úr sjálfstæði þeirra. Við leyfum okkur að vísa til athugasemda dómstjóra á landsbyggðinni og jafnframt að taka undir þau sjónarmið sem þar koma fram,“ segir í umsögn þeirra Halldórs og Hervarar.

Þrír á móti tveimur

Dómstólasýslan lætur þess getið í sinni umsögn um þingmálið að innan fimm manna stjórnar dómstólasýslunnar séu skiptar skoðanir um frumvarpið, en að meirihlutinn sé þó sammála efnislegri útfærslu frumvarpsins um sameiningu dómstólanna og styðji breytingarnar sem í því felast.

Auk þeirra Halldórs og Hervarar sitja þau Sigurður Tómas Magnússon hæstaréttardómari, Lilja Björk Sigurjónsson gæðastjóri og Lúðvík Örn Steinarsson lögmaður í stjórn dómstólasýslunnar.

Þau þrjú eru þannig sammála því að sameina dómstólanna með þeim hætti sem boðað er í frumvarpi dómsmálaráðherra, en Hervör og Halldór ekki.

Sameiningin feli í sér varanlega hækkun kostnaðar

Í umsögn dómstólasýslunnar um frumvarpið segir að öðru leyti að stofnunin sé ósammála því mati ráðuneytisins að kostnaður vegna frumvarpsins rúmist innan ramma gildandi fjárlaga.

Dómstólasýslan telur að fjárfestingar- og rekstrarkostnaður vegna sameiningarinnar muni nema um 220 milljónum króna á fjögurra ára tímabili og áætlar einnig að varanleg hækkun kostnaðar komi til með að nema um 21 milljón króna á ári.

„Dómstólasýslan hefur gert grein fyrir aukinni útgjaldaþörf á málefnasviði dómstóla við undirbúning fjármálaáætlunar fyrir tímabilið 2023-2027 og á ný fyrir tímabilið 2024-2028. Útgjaldaþörfin tengist m.a. þróun á innri kerfum dómstólanna vegna stafrænna umbóta hjá dómstólunum og þörf fyrir tækniþjónustu og tækniþekkingu hjá dómstólasýslunni og dómstólunum. Þessar umbætur eru nauðsynleg forsenda þess að ná fram áðurnefndum ávinningi af sameiningu héraðsdómstólanna. Með hliðsjón af framansögðu varar dómstólasýslan við því að ráðist verði í sameiningu héraðsdómstólanna á þeirri forsendu að sameiningin verði að fullu fjármögnuð innan ramma gildandi fjárlaga,“ segir í umsögn dómstólasýslunnar.

Stofnunin setur einnig fyrirvara við að lögin taki gildi 1. ágúst 2024 og segir afar hæpið að hægt verði að ljúka þeim mikla og vandaða undirbúningi sem þurfi að fara fram við sameiningu dómstólanna fyrir þann tíma. Dómstólasýslan leggur því til að tímasetningin verði færð aftur um eitt ár, og dómstólarnir átta verði sameinaðir í einn frá 1. ágúst 2025. 

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Gjöfin frá Ásgeiri: „Þetta var hans draumur“
2
Vettvangur

Gjöf­in frá Ás­geiri: „Þetta var hans draum­ur“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son lést nótt­ina fyr­ir við­burð­inn sem hann hafði var­ið síð­ustu dög­um lífs­ins við að skipu­leggja ásamt vin­um sín­um og ætt­ingj­um. Nið­ur­stað­an var að það væri í anda Ás­geirs að halda við­burð­inn. „Þetta var ótrú­leg stund og mik­il gjöf sem hann færði okk­ur sem eft­ir stóð­um, að fá að vera þarna sam­an á þess­ari stundu,“ seg­ir Jón Bjarki Mag­ús­son, einn af hans nán­ustu vin­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Vanefndir og riftanir í tveimur leikskólaverkefnum sama verktaka
5
Fréttir

Vanefnd­ir og rift­an­ir í tveim­ur leik­skóla­verk­efn­um sama verk­taka

Und­ir­verk­tak­ar sem kom­ið hafa að leik­skó­la­upp­bygg­ingu í Reykja­nes­bæ og Hvera­gerði sitja eft­ir með sárt enn­ið vegna vanefnda verk­taka­fyr­ir­tæk­is­ins Hrafn­hóls. Ein­inga­hús­næði sem fé­lag­ið hef­ur flutt inn er­lend­is frá hef­ur bók­staf­lega ekki hald­ið vatni. Á báð­um stöð­um hef­ur samn­ingi um upp­bygg­ing­una ver­ið rift.
Sigríður segir orð Áslaugar til marks um skriffinnskublæti
6
Fréttir

Sig­ríð­ur seg­ir orð Áslaug­ar til marks um skriffinnsku­blæti

Sig­ríð­ur Á. And­er­sen, þing­mað­ur Mið­flokks­ins, gagn­rýn­ir Áslaugu Örnu Sig­ur­björns­dótt­ur, for­manns­efni Sjálf­stæð­is­flokks­ins, fyr­ir að segja Flokk fólks­ins ekki vera stjórn­mála­flokk. „Að halda því fram að flokk­ur sem sit­ur á Al­þingi sé ekki „stjórn­mála­flokk­ur“ af því að eyðu­blaði hef­ur ekki ver­ið skil­að til rík­is­ins lýs­ir miklu blæti til skriffinnsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár