Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Skjágláp ungbarna raskar heilastarfseminni

Ný rann­sókn sér­fræð­inga í Singa­púr sýn­ir að skjág­láp ung­barna hef­ur um­tals­verð nei­kvæð áhrif á heil­a­starf­sem­ina, einkum ein­beit­ing­ar­hæfi­leika og minni. Marg­ir hafa lengi haft grun um að óhóf­legt skjág­láp hafi skað­leg áhrif á þroska barna og ung­menna.

Skjágláp ungbarna raskar heilastarfseminni
Nýr veruleiki Börn standa frammi fyrir miklu fleiri valkostum í skjánotkun í dag en nokkru sinni áður í sögu mannkyns. Mynd: Pixabay

Hvað er til ráða ef barnið er órólegt á meðan mamma og pabbi sitja yfir kaffibollanum á veitingahúsi, eða er vaknað fyrir allar aldir um helgar þegar foreldrarnir vilja sofa lengur? Lausnin er iðulega að rétta barninu spjaldtölvu með einhverju skrípó eða kveikja á sjónvarpinu og finna rás þar sem sýndar eru teiknimyndir eða annað efni ætlað börnum. Og, það er eins og við manninn mælt, barnið situr hið rólegasta og gleymir sér algjörlega við að fylgjast með því sem fram fer á skjánum. Þetta þekkja allir.

Vegna þess hve vel barnið unir sér við að fylgjast með skjánum hafa þeir fullorðnu tilhneigingu til að fylgjast lítt með hvað tímanum líður og þykir kannski bara gott að „barnapían“ hafi ofan af fyrir barninu.

Fyrst var það sjónvarpið síðan tölvur og tölvuleikir

Það er kunnara en frá þurfi að segja að tilkoma sjónvarpsins olli miklum breytingum. Skyndilega voru alls kyns viðburðir, ekki síst fréttir, komnir heim í stofu í þessu undratæki. Íslendingar kynntust undratækinu tiltölulega seint miðað við margar aðrar þjóðir en voru fljótir að tileinka sér notkun þess. Þjóðin fylgdist spennt með fyrstu sjónvarpsútsendingunni 30. september 1966. Þarna birtust þeir ljóslifandi á skjánum Vilhjálmur Þ. Gíslason útvarpsstjóri, Bjarni Benediktsson forsætisráðherra, Halldór Laxness rithöfundur og Savanna-tríóið. Að ógleymdum Dýrlingnum og svo auðvitað Ásu Finnsdóttur, fyrstu sjónvarpsþulunni.

SauðalitirnirHalldór Laxness var á meðal þeirra sem birtust á sjónvarpsskjánum á sjöunda áratugnum.

Allt var þetta í „sauðalitunum“ það var ekki fyrr en löngu síðar að farið var að senda út í lit. Sjónvarpstæki voru ekki til á öllum íslenskum heimilum og þar að auki náðust útsendingar sjónvarpsins ekki um allt land fyrr en allmörgum árum síðar. Fyrst í stað var einungis sent út tvisvar í viku og eru margar sögur til af gestanauð hjá eigendum sjónvarpstækja þá daga sem sjónvarpað var. Fljótlega var farið að senda út sex daga vikunnar og sjónvarpslausir fimmtudagar urðu skyndilega vinsælir til fundahalda og ýmissa skemmtana. Íslenska sjónvarpssagan verður ekki rakin frekar hér en eins og aðrar þjóðir tóku Íslendingar sjónvarpinu fagnandi og orðið sjónvarpsfíkill skaut upp kollinum. Ýmsum þótti lítið til koma og kölluðu sjónvarpstækið gjarna imbakassa eða heimilisaltari, jafnvel heimilisfriðarspilli. Það breytti engu og sjónvarpsgláp varð staðreynd. 

Tölvur og tölvuleikir

Sjónvarpstækin voru ekki einu skjáirnir sem til urðu á síðustu öld. Tölvurnar komu fram á sjónarsviðið og það gerðu líka ýmis konar leikjatölvuspil, einföld og frumstæð í fyrstu en þróuðust hratt.

Tölvuleikjunum var í upphafi einkum ætlað að höfða til ungmenna en margir fullorðnir hrifust einnig af þessari nýjung. Sumir um of og til varð fyrirbærið tölvufíkn, orðið skýrir sig sjálft. 

Börnin og skjáirnir

Fyrir allmörgum árum fóru að birtast í íslenskum og erlendum fjölmiðlum, blöðum, útvarpi og sjónvarpi greinar og viðtöl þar sem fjallað var um sjónvarpsgláp og tölvuleikjaspil barna og unglinga. Meðal þeirra fjölmörgu sem lögðu orð í belg voru uppeldis-, hjúkrunar- og sálfræðingar. Umfjöllunin beindist ætíð að því sama: hvort og hvaða áhrif sífellt lengri tími, sem börn og unglingar verðu fyrir framan skjáinn, hefði. Flestir sem létu til sín heyra voru á einu máli um að rétt væri að takmarka sjónvarpsáhorf barna og sömuleiðis væri nauðsynlegt að hafa eftirlit með hvaða efni börnin horfðu á.

Í sænsku tímariti um heilbrigðismál frá árinu 2004 þar sem fjallað var um áhrif sjónvarpsgláps á börn komu fram sterk tengsl áhorfs eins árs barna og þriggja ára barna og einbeitingarskorts við sjö ára aldur. Margar sambærilegar rannsóknir hafa leitt til sömu niðurstöðu. Á síðustu árum hefur sjónvarpsefni sem sérstaklega er beint að ungum börnum aukist mjög og það hefur orðið til þess að börn verja æ meiri tíma fyrir framan skjáinn og við leikjatölvuna.

Bandarískar rannsóknir hafa sýnt að þar horfa þriggja ára börn á sjónvarp tvo tíma eða meira á degi hverjum. Í könnun meðal eitt þúsund bandarískra foreldra kom fram að ein helsta ástæða þess að ungum börnum er leyft að horfa svo mikið á sjónvarp er sú trú að það sé þroskandi. Rannsóknir benda hinsvegar á annað og samtök bandarískra barnalækna hafa hvatt til þess að börn undir tveggja ára aldri eigi ekki að horfa á sjónvarp, heili þeirra sé einfaldlega ekki undir það búinn. Heili barnsins verði fyrir nær stöðugu áreiti sem hann hefur ekki þroska til að vinna úr.

Rannsóknin í Singapúr 

Fyrir skömmu greindi danska dagblaðið Berlingske frá rannsókn sérfræðinga í Singapúr. Rannsóknin tók til 437 barna, 12 og 18 mánaða gamalla og síðan aftur þegar börnin höfðu náð 9 ára aldri. Fram kom að ungabörnin eyddu að jafnaði tveimur klukkustundum daglega fyrir framan skjáinn. Niðurstaða sérfræðinganna var í stuttu máli að sjónvarpsglápið hefði haft umtalsverð áhrif á börnin. Minnið, einbeitinguna og hæfileika til aðlögunar, sem sagt það sem sérfræðingarnir kölluðu vitsmunalega hæfileika. Þeir greindu frá því að fylgjast þyrfti með þessum hópi næstu árin, eða áratugi, til að meta langtímaáhrifin. Slík rannsókn hefur ekki áður verið gerð.

Albert Gjedde, prófessor við Hafnarháskóla, sagði niðurstöðu sérfræðinganna í Singapúr mjög athyglisverða. Ekki síst að eins árs gömul börn, sem varla væru farin að ganga, eyddu að jafnaði tveimur klukkustundum daglega fyrir fram skjáinn. Mjög brýnt væri að halda rannsókninni áfram. 

Börn undir tveggja ára aldri eiga ekki að horfa á sjónvarp

Norsk heilbrigðisyfirvöld mæla með að börn undir tveggja ára horfi ekki á sjónvarp en börn á aldrinum tveggja til fimm ára verji ekki meira en einum klukkutíma daglega fyrir framan skjáinn. Þetta er byggt á ráðleggingum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) frá árunum 2019 og 2020. Dönsk börn og ungmenni eru meðal þeirra sem lengstum tíma verja fyrir framan skjáinn. Samkvæmt tölum frá danska barna- og menntamálaráðuneytinu sitja danskir unglingar að jafnaði sex klukkustundir á dag við skjáinn og börn á aldrinum tveggja til sex ára um það bil tvær klukkustundir. Dönsk heilbrigðisyfirvöld hafa birt ráðleggingar um skjánotkun barna og unglinga. Þar er meðal annars lögð áhersla á nauðsyn þess að fjölskyldur setji sér ákveðnar reglur um sjónvarpsgláp, og mikilvægt sé að börn séu ekki að horfa á sjónvarp eða leika sér í tölvu þegar nær dregur háttatíma.

Á vefsíðunni heilsuvera.is er að finna upplýsingar og leiðbeiningar varðandi sjónvarpsáhorf barna og unglinga.

Kjósa
15
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Selja aðgang að bílastæðum við Laugardalshöll á 5.990 krónur
2
Fréttir

Selja að­gang að bíla­stæð­um við Laug­ar­dals­höll á 5.990 krón­ur

Bíla­stæð­in næst Laug­ar­dals­höll­inni verða frá­tek­in fyr­ir þau sem eru til­bú­in að borga hátt í 6 þús­und krón­ur fyr­ir að leggja bíl­um sín­um þar á með­an tón­leik­arn­ir Jóla­gest­ir Björg­vins fara fram á laug­ar­dags­kvöld. Hluti stæð­anna sem Sena sel­ur að­gang að standa á landi Reykja­vík­ur­borg­ar við Engja­veg, ut­an lóð­ar­marka Laug­ar­dals­hall­ar­inn­ar.
Morðingi hylltur sem alþýðuhetja:  „Viðbrögðin líkjast uppreisn“
3
Greining

Morð­ingi hyllt­ur sem al­þýðu­hetja: „Við­brögð­in líkj­ast upp­reisn“

Við­brögð al­menn­ings við svip­legu morði á for­stjóra eins stærsta sjúkra­trygg­inga­fé­lags Banda­ríkj­anna hafa kom­ið mörg­um á óvart og hrund­ið af stað mik­illi um­ræðu þar í landi. Sveinn Máni Jó­hann­es­son, nýdoktor í sagn­fræði við Há­skóla Ís­lands, seg­ir árás­ina tala inn í djúp­stæða gremju sem marg­ir Banda­ríkja­menn finna til gagn­vart heil­brigðis­kerf­inu og vinnu­brögð­um einka­rek­inna sjúkra­trygg­inga­fé­laga. Óljóst er hins veg­ar hverju þessi um­ræða muni skila.
Erfitt ár fyrir sitjandi ríkisstjórnarflokka
6
Fréttir

Erfitt ár fyr­ir sitj­andi rík­is­stjórn­ar­flokka

Eft­ir al­þing­is­kosn­ing­arn­ar bætt­ist Ís­land við á held­ur lang­an lista ríkja þar sem rík­is­stjórn­ar­flokk­ar biðu af­hroð í kosn­ing­um á einu stærsta kosn­inga­ári í manna minn­um. Sér­fræð­ing­ar og álits­gjaf­ar hafa að und­an­förnu velt vöng­um yf­ir þess­ari þró­un og telja sum­ir verð­bólgu og óánægju með efna­hags­mál í kjöl­far heims­far­ald­urs­ins hafa hrund­ið af stað þess­ari al­þjóð­legu þró­un. Stjórn­mála­fræð­ing­ur sem Heim­ild­in tók tali seg­ir ný­liðn­ar kosn­ing­ar ekki skera sig úr í sögu­legu sam­hengi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
„Ég kalla þetta svítuna“
6
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár