Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Hvað gerðist eiginlega í Elon Musk viðtalinu?

Elon Musk ræddi við frétta­mann BBC í tæpa klukku­stund nú á dög­un­um. Við­tal­ið hef­ur far­ið eins og eldsveip­ur um net­heima. Heim­ild­in tók sam­an meg­in at­riði við­tals­ins.

Hvað gerðist eiginlega í Elon Musk viðtalinu?

Elon Musk tjáði sig um kaupin á Twitter og framtíðaráhorfur fyrirtækisins í nýlegu viðtali við fréttamiðilinn BBC á dögunum. Viðtalið er tæpur klukkutími í heild sinni og lætur Elon ófá orð falla um stöðu miðilsins hálfu ári eftir að hann festi kaup á fyrirtækinu. 

James Clayton fréttamaður BBC segist hafa fengið tuttugu mínútur til að undirbúa sig fyrir viðtalið og hefur hann sætt þónokkurri gagnrýni meðal netverja fyrir að halda ekki í við óheflaðan persónuleika Musk. Rétt áður en viðtalið byrjaði tilkynnti Musk Clayton að viðtalinu yrði streymt í beinni á Twitter. Undir lok viðtalsins sagði Musk að tæplega 700 þúsund manns hefðu fylgst með framvindu þess. 

Þvingaður til að kaupa

Kaupin á Twitter ullu miklum usla á síðasta ári. Musk viðurkenndi að hafa endað á að kaupa fyrirtækið til þess að koma sér hjá málaferlum. Musk seldi töluvert af hlutabréfum sínum í Teslu til að fjármagna kaupin, sér til mikils ama. Eftir söluna féll Tesla í virði og Musk harmar það að almenningur hafi haldið að hann hefði misst trúna á rafbílafyrirtækinu.

„Þetta hefur ekki verið leiðinlegt, heldur rússíbanareið,“ segir Musk í viðtalinu um síðustu sex mánuði í starfi hjá Twitter. Hann heldur því fastlega fram að eftir kaup hans hafi notkun miðilsins aukist. 

Svarar gagnrýni

Clayton spyr Musk út í þá gagnrýni sem hann hefur sætt fyrir að reka 80% starfsmanna fyrirtækisins. Musk færir þá rök fyrir því að fyrirtækið hafi verið rekið með svo miklu tapi að það hefði aðeins getað verið starfrækt í fjóra mánuði í viðbót án breytinga. 

Twitter hagnast ekki á starfsemi sinni sem stendur en Musk segir reksturinn nánast koma út á jöfnu. Musk myndi íhuga að selja Twitter fyrir 44 milljarða bandaríkjadala ef kaupandinn væri einhver sem hann treysti. Enn sem komið er hefur hann ekki fundið erfingja sinn.

25% skemmt

Musk leggur tvisvar fram myndlíkingu. Hann segir það að kaupa Twitter hafi verið eins og að kaupa vöruhús þar sem kaupanda er sagt að minna en 5% af vörunum séu skemmdar. Þegar kaupandinn mætir síðan á staðinn sér hann að um 25% allra vara í vöruhúsinu eru skemmdar og krefst þess þar af leiðandi að fá að kaupa vöruhúsið á lægra verði. Það var hans upplifun af Twitter kaupunum á síðasta ári.

Síðar í viðtalinu segir ríkasti maður í heimi að það sé að detta úr tísku að eyða pening.

„Ég kaus Biden ekki Trump“

Eftir að Musk tók við Twitter veitti hann þeim sem áður höfðu verið bannaðir á miðlinum aðgengi á ný á grundvelli málfrelsis. Þeirra á meðal er fyrrum Bandaríkjaforseti Donald Trump. Musk tekur þó fram að hann hafi kosið Biden. „Ég kaus Biden ekki Trump.“ Enn hefur Trump ekki tíst neinu enda á hann sinn eigin miðil, Truth Social sem er rekinn af Trump Media & Technology Group. 

Að mati Musk á Twitter ekki að vera flokkspólitískur miðill heldur vettvangur fyrir fólk til þess að ræða saman sem jafningjar. Clayton veitir þessum rökum viðspyrnu og spyr hvort að Musk telji þá hatursorðræðu og upplýsingaóreiðu í lagi á miðlinum. Eigandinn gefur því lítinn gaum enda segist hann ekki vita hver búi yfir þeim rétti til að vera dómbær á hvað teljist til hatursorðræðu. Ef fólk er ósátt við þetta á það að fara í gegnum þingið og fá í gegn lagabreytingu. „Rangupplýsingar eins eru upplýsingar annars,“ segir hann. 

„Ég er líka að taka viðtal við þig“

Á þessum tímapunkti viðtalsins tók Musk stjórnina og spurði fréttamanninn spjörunum úr. Hvort að Musk var búinn að undirbúa sig fyrir viðtalið með það að markmiði að koma Clayton í vandræði er ekki ljóst. En ágengni hans í garð Clayton og BBC var skýr.

Hann biður Clayton um dæmi um  persónulega notkun fréttamannsins á Twitter. Þegar fjölmiðlamaðurinn getur ekki nefnt dæmi notar Musk það til að grafa undan gagnrýninni á hatursorðræðu á miðlinum. Hann segir svo við fréttamanninn „þú veist ekki um hvað þú ert að tala,“ og bætir síðar við „þú varst að ljúga.“

Þegar Clayton nær að snúa umræðuefninu að upplýsingamiðlun og COVID-19 snýr Musk því til baka og spyr hvort BBC ætli að axla ábyrgð fyrir misvísandi upplýsingar. „Ég er líka að taka viðtal við þig,“ segir Musk og bætir glottandi við, „ég er viss um að þú bjóst ekki við því.“

Hundur Musk er forstjóri Twitter

Það hlakkar í Musk þegar hann talar um að hundur hans Flóki sé orðinn forstjóri Twitter. Musk segir Flóka ábyrgan hund og erfitt sé að koma hlutum fram hjá honum. 

Eins og notendum Twitter er kunnugt um ákváðu margir af stærstu auglýsendum á Twitter að fjarlægja auglýsingar sínar eftir kaup Musk á samfélagsmiðlinum. Nú segir Musk hins vegar að flestir séu komnir til baka. Hann telur auglýsingar Disney og Apple gefa góða vísbendingu um þær framfarir sem miðilinn sé nú að taka. 

Heimildin fjallaði nýverið um tillögu forseta Bandaríkjanna Joe Biden um að banna TikTok þar lendis verði það ekki selt úr höndum Kínverja. Um það hefur Musk fátt að segja en tekur þó afstöðu gegn því að hlutir séu bannaðir. Hann notar ekki TikTok sjálfur en segir að margir hafi sagt honum að fólk upplifi gjarnan eftirsjá yfir þeim tíma sem það eyddi á TikTok. Það vill hann ekki að gerist með Twitter.

Reyndist honum erfitt persónulega

Musk viðurkennir að ferlið sé búið að reynast honum erfitt þrátt fyrir að hann telji það mikilvægt að fá gagnrýni. Samband hans við fjölmiðla er furðulegt að eigin sögn. Hann telur það þó mikilvægt að fjölmiðlar geti sagt „vonda“ hluti við valdamikið fólk. 

Háværar umræður meðal notenda um auðkennismerkingu Twitter (bláa merkið sem hluti notenda Twitter, aðallega opinberar persónur eða fjölmiðlar, gátu fengið fyrir aftan nafnið sitt) hafa ekki farið framhjá Musk. Ákveðin óreiða skapaðist eftir að Musk ákvað að hægt yrði að kaupa sér auðkenningu. Fjölmiðlar á borð við New York Times sem ekki greiddu upphæðina misstu sína auðkennismerkingu. Musk segist hafa haft lúmskt gaman að því að svipta New York Times merkinu. 

Hann snýr gagnrýninni við í viðtalinu og segir fjölmiðla ákveða fyrir fólk hvað það hugsi. Að hans mati á fólk að eiga þar sterkari þátt. Það er lykillinn að langlífi Twitter, að fólkið fái rödd og geti talað sig saman. 

Musk endar viðtalið á að opna síma sinn og taka við spurningum frá áhorfendum sem beinast að BBC á meðan Clayton reynir að taka stjórn á aðstæðunum á ný, en án árangurs.

Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Armando Garcia
5
Aðsent

Armando Garcia

Sjón­arspil úti­lok­un­ar: Al­ræð­is­leg til­hneig­ing og grótesk­an

„Við hvað er­uð þið svona hrædd?“ spyr Arm­ando Garcia, fræði­mað­ur við Há­skóla Ís­lands, þau sem tóku þátt í pall­borði á mál­þing­inu Áskor­an­ir fyr­ir Ís­land og önn­ur smáríki í mál­efn­um flótta­fólks. Hann seg­ir sam­kom­una hafa ver­ið æf­ingu í val­kvæðri fá­fræði og til­raun til að end­ur­skapa hvíta yf­ir­burði sem um­hyggju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
3
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Þakklátur fyrir að vera á lífi
5
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
6
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár