Marat/Sade
Þýðandi: Árni Björnsson
Leikmynd og búningar: Ingibjörg Jara Sigurðardóttir og Filippía Elísdóttir
Tónlist: Richard Peaslee
Tónlistarstjórn og hljóðmynd: Guðni Franzson
Ljósahönnun: Arnar Ingvarsson
Hljóðfæraleikarar: Reynir Jónasson og Reynir Sigurðsson
Sviðshreyfingar: Valgerður Rúnarsdóttir
Fullur titill Marat/Sade eftir Peter Weiss er þessi: „Ofsóknin og morðið á Jean-Paul Marat sýnt af vistmönnum geðveikrahælisins í Charenton undir stjórn De Sade markgreifa“. Þetta er býsna snúið verk – það tekur á stjórnmálum, heimspeki og í raun lífsvisku af hvaða tagi sem er. Verkið byggir á sannsögulegum atburði, sem er það sem titillinn segir. Vistmenn á geðveikrahælinu í Charenton settu upp verk um ofsóknina og morðið á Jean-Paul Marat undir stjórn höfundarins, sem var De Sade markgreifi. Það gerðist árið 1808, en morðið á Marat gerðist fimmtán árum fyrr, eða 1793. Marat sætti ofsóknum fyrir stjórnmálaskoðanir sínar, en hann hélt fram málstað öreiganna og átti með því drjúgan þátt í að efla stéttarvitund franskra verkamanna. Marat var meðal þeirra sem krafðist að Loðvík 16. yrði settur af og barðist fyrir lýðveldi; hann gerðist hliðhollur svonefndum Jakobínum, sem náðu völdum í kjölfar byltingarinnar og hófu ógnarstjórn sína með tilheyrandi …
Athugasemdir (1)