Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Alvotech hrynur í verði í fyrstu viðskiptum – Markaðsvirðið niður um tugi milljarða

Synj­un banda­ríska lyfja­eft­ir­lits­ins á mark­aðs­leyfi fyr­ir AVT02 líf­tækni­hlið­stæð­una í Banda­ríkj­un­um sem Al­votech ætl­aði að hefja mark­aðs­setn­ingu á fyr­ir mitt ár hef­ur orskað­að verð­hrun á bréf­um í fé­lag­inu.

Alvotech hrynur í verði í fyrstu viðskiptum – Markaðsvirðið niður um tugi milljarða
Forstjóri Róbert Wessman hringir inn viðskipti með bréf í Alvotech í desember síðastliðnum, eftir að félagið færði sig yfir á Aðalmarkað Kauphallar Íslands. Virðið hefur rokið upp síðan þá, og Alvotech orðið verðmætasta félagið á markaðnum. Mynd: Nasdaq Iceland

Gengi bréfa í Alvotech lækkaði um tæplega 22 prósent frá því að íslenska kauphöllin opnaði í morgun. Í lok dags í gær var markaðsvirði félagsins 528 milljarðar króna en var komið niður í 414 milljarða króna um klukkan tíu í morgun. Það hafði þá lækkað um 114 milljarða króna í fyrstu viðskiptum dagsins. Staðan hefur aðeins skánað síðan þá, en hlutabréfin í Alvotech hafa samt sem áður lækkað um 15,9 prósent það sem af er degi. Það þýðir að þau hafa misst vel yfir 80 milljarða króna af markaðsvirði sínu síðan í gær.

Ástæðan er einföld: skömmu eftir miðnætti í nótt greindi Alvotech frá því að matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (FDA) hefði tilkynnt félaginu að eftirlitið geti ekki veitt félagið markaðsleyfi fyrir AVT02, sem líftæknilyfjahliðstæðu við Humira. Humira er sölu­hæsta lyf heims, en langstærsti hluti sölunnar fer fram á Bandaríkjamarkaði, eða um 85 prósent. Þar selst lyfið fyrir um 17 millj­arða dala á ári, eða um 2.300 milljarða króna. 

Í tilkynningu sem Alvotech sendi frá sér 22. desember í fyrra, þar sem greint var frá því að banda­ríska lyfja­eft­ir­litið hefði stað­fest að fram­lögð gögn hefði sýnt að kröfur um útskipti­leika AVT02 væru upp­fyllt­ar var boðað að ákvörðun um veitingu markaðsleyfis myndi liggja fyrir 13. apríl 2023. Þann dag hækkuðu hlutabréf í Alvotech um 30 prósent. 

Ætluðu að skila hagnaði á síðari hluta ársins

Alvotech, sem tapaði um 70 milljörðum króna á síðasta ári, hefur stefnt að því að skila hagnaði á seinni hluta þessa árs. Þau áform tóku mið af því að félagið gæti hafið markaðssetningu á AVT02 1. júlí næstkomandi. Eftir tíðindi næturinnar eru þau áform í uppnámi. 

Í ársreikningi Alvotech vegna ársins 2022 segir að í lok síðasta árs hafi félagið átt 66,4 milljónir dala, um 9,5 milljarða króna miðað við árslokagengi Bandaríkjadals, í lausu fé. Án frekari fjármögnunar hefði Alvotech því ekki átt aðgengilega fjármuni til að starfa lengi á árinu 2023. Félagið hefur hins vegar verið duglegt að sækja sér slíka fjármuni á undanförnum mánuðum, á grundvelli áforma um að skila hagnaði á síðari hluta yfirstandandi árs.

Á meðal þeirra sem hafa fjárfest í félaginu eru hópur innlendra fjárfesta sem keypti hlutabréf í Alvotech fyrir 19,5 milljarða króna í janúar. Íslenskir lífeyrissjóðir keyptu um þriðjung þeirra bréfa sem seld voru. Það þýðir að þeir hafi keypt bréf fyrir yfir sex milljarða króna. 

Bréf allra félaga sem skráð eru á Aðalmarkað Kauphallar Íslands sem búið er að eiga viðskipti með í dag hafa lækkað í virði, að Nova undanskildu sem hefur hækkað um 1,72 prósent. Kauphöllin opnaði því eldrauð í morgunsárið. Ástæða þess að virði bréfa í Nova hefur hækkað er sú að stærsti einstaki hluthafinn í félaginu, Nova Acquisition Holding ehf., sem átti 11,1 prósent hlut, seldi hann allan fyrir rúmlega tvo milljarða króna. Félagið er í eigu Pt. Capital frá Alaska, en framkvæmdastjóri þess, Hugh Short, var felldur úr stjórn Nova á síðasta aðalfundi félagsins. Hann hafði verið stjórnarformaður og sóttist eftir endurkjöri. 

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
2
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
„Hann sagðist ekki geta meir“
6
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár