Kim Leine er með vinsælli höfundum á Norðurlöndum þessi árin og hann á sér fjölda íslenskra lesenda. Það eru ekki síst sögulegar skáldsögur hans um nýlendusamband Danmerkur og Grænlands sem hafa heillað Íslendinga. Bæði þegar Spámennirnir í Botnleysufirði komu út í íslenskri þýðingu Jóns Halls Stefánssonar árið 2017 og tveimur árum síðar þegar Rauður maður svartur maður kom út, flykktust íslenskir lesendur til að hitta höfundinn. Sjálfur hitti ég hann í fyrri ferðinni og tók við hann viðtal í Norræna húsinu. Það var bæði skemmtilegt og fróðlegt, Kim Leine er sagnamaður af lífi og sál og hann hikar ekki við að ræða bæði verk sín og óvenjulega ævi. Að þessu sinni hittumst við ekki á sviði Norræna hússins, heldur sátum hvor á sinni skrifstofu, ég í Háskóla Íslands en hann á heimili sínu í Kaupmannahöfn. Zoom-forritið sá um að tengja okkur saman.
Að finna taugina
Ég byrjaði á að rifja …
Athugasemdir