Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Losun eykst frá íslenska hagkerfinu

Veru­lega dró úr los­un gróð­ur­húsaloft­teg­unda á Covid-19 tíma­bil­inu en síð­an hef­ur hún auk­ist tölu­vert. Los­un­in í fyrra var á pari við ár­ið 2019. Mikla aukn­ingu í los­un frá sjáv­ar­út­vegi má rekja til stórr­ar loðnu­ver­tíð­ar og skorts á raf­orku til fiski­mjöls­verk­smiðja

Losun eykst frá íslenska hagkerfinu
Loðna, bræðslur og akstur Stór loðnuvertíð hafði þau áhrif að losun jókst verulega í sjávarútvegi á síðasta ári. Þá hefur mengun frá akstri Íslendinga aldrei verið meiri. Mynd: Heimildin / Davíð Þór

Losun á gróðurhúsalofttegundum frá hagkerfi Íslands jókst verulega á síðasta ári miðað við árið á undan og var sambærileg og losunin árið 2019. Verulega dró úr losun það ár og hið næsta, og hélst sá samdráttur að mestu árið 2021. Skýringar þar á má fyrst og fremst rekja til Covid-19 faraldursins.

Þetta má sjá úr tölum sem Hagstofan hefur birt. Heildarlosun frá hagkerfinu nam, samkvæmt áætlun, 6.650 kílótonnum koltvíefnis ígilda, á síðasta ári. Árið 2021 var losunin aftur á móti tæp 5.500 kílótonn.

Gögn Hagstofunnar ná aftur til ársins 1995 og má sjá að stígandi hefur verið í losun gróðurhúsalofttegunda allt frá því ári og til ársins 2018. Árið 1995 var losunin tæp 4.000 kílótonn en fór hæst í 7.500 kílótonn árið 2018. Frá árinu 2019 má sjá fall í losun og fór hún lægst árið 2020, í 5.300 kílótonn. Ástæðan er eins og fyrr segir Covid-19 faraldurinn og samdráttur í efnahagslífinu sem fylgdi. Svipað mynstur má sjá eftir efnahagshrunið 2008. Árið 2008 nam losun frá hagkerfinu tæpum 6.000 kílótonnum og hafði þá aldrei verið meiri. Næstu þrjú ár, í eftirleik fjármálahrunsins, dró úr losun og árið 2011 var hún 5.300 kílótonn en fór svo vaxandi á nýjan leik.

Loðna og akstur skýra aukningu

Í tölum Hagstofunnar má meðal annars sjá að losun vegna aksturs einkabíla var árið 2022 606 kílótonn. Er það mesta losun í þeim flokki frá árinu 1995. Því virðist ekki sem síaukið hlutfall rafbíla eða nýorkubíla af nýjum bílum seldum á landinu dugi til að draga úr losun frá akstri. Á síðasta ári voru um 16.700 fólksbílar nýskráðir hér á landi og af þeim voru um 5.600 rafmagnsbílar.

„Það er hægt að sjá í mánaðargögnum hvernig losun eykst gríðarlega á meðan á loðnuverðtíðinni stóð“
Þorsteinn Aðalsteinsson
sérfræðingur hjá Hagstofu Íslands

Þá sést líka að mikil aukning varð í losun á gróðurhúsalofttegundum frá útgerð og fiskvinnslu á síðasta ári miðað við árið 2021. Á síðasta ári er áætlað að losunin hafi numið 746 kílótonnum samanborið við 542 kílótonn árið 2021. Á þessu er einföld skýring, aukin loðnuveiði á síðasta ári og vöntun á raforku, sem aftur olli því að keyra þurfti fiskimjölsverksmiðjur með olíu.

„Það varð gríðarleg aukning á löndun á loðnu og loðnuskip, þó þau séu uppsjávarskip, eru orkufrek. Það er hægt að sjá í mánaðargögnum hvernig losun eykst gríðarlega á meðan á loðnuverðtíðinni stóð. Á sama tíma var skortur á raforku fyrir bræðslurnar til þess að þær losuðu miklu meira en annars hefði verið,“ segir Þorsteinn Aðalsteinsson, sérfræðingur hjá Hagstofunni.

Hagstofan byggir sína tölfræði á gögnum frá Umhverfisstofnun en safnar einnig gögnum sjálf. Um mismunandi útreikninga er að ræða hjá stofnununum tveimur, þó báðir séu réttir. Umhverfisstofnun tekur saman losun frá íslensku landsvæði en Hagstofan frá íslensku hagkerfi. Það þýðir, í síðarnefnda tilvikinu, að Hagstofan tekur saman tölur um losun frá Íslendingum og íslenskum fyrirtækjum, hvar sem er í heiminum. Þannig tekur bókhald Hagstofunnar til íslenskra ferðamanna erlendis, til starfsemi íslenskra fyrirtækja erlendis, til losunar fiskiskipa og farskipa í alþjóðasiglingum og til losunar íslenskra flugfélaga. Hins vegar tekur Umhverfisstofnun saman losun sem verður á Íslandi eða í íslenskri lögsögu, hvort sem það eru Íslendingar eða útlendingar sem eru ábyrgir fyrir henni.

Bókhald Umhverfisstofnunar tekur til þeirra þátta sem Ísland ber ábyrgð á samkvæmt alþjóðlegum skuldbindingum sínum, auk þess sem stofnunin færir einnig til bókar losun sem verður vegna landnotkunar, breytinga á landnotkun og skógrækt. Síðastnefndu þættirnir koma ekki fram í tölum Hagstofunnar þar eð land sem slíkt telst ekki hluti hagkerfisins. Sömuleiðis kemur losun sem á sér stað þegar erlendir ferðamenn aka um landið eða þegar erlend fiskiskip veiða í íslenskri lögsögu ekki fram í bókhaldi Hagstofunnar. Hagstofan skilar sínu bókhaldi til Eurostat og hefur Evrópuþingið tekið mið af þeim útreikningum við lagasetningar, á meðan að Umhverfisstofnun skilar sínu bókhaldi til Sameinuðu þjóðanna.

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Gjöfin frá Ásgeiri: „Þetta var hans draumur“
2
Vettvangur

Gjöf­in frá Ás­geiri: „Þetta var hans draum­ur“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son lést nótt­ina fyr­ir við­burð­inn sem hann hafði var­ið síð­ustu dög­um lífs­ins við að skipu­leggja ásamt vin­um sín­um og ætt­ingj­um. Nið­ur­stað­an var að það væri í anda Ás­geirs að halda við­burð­inn. „Þetta var ótrú­leg stund og mik­il gjöf sem hann færði okk­ur sem eft­ir stóð­um, að fá að vera þarna sam­an á þess­ari stundu,“ seg­ir Jón Bjarki Mag­ús­son, einn af hans nán­ustu vin­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Vanefndir og riftanir í tveimur leikskólaverkefnum sama verktaka
5
Fréttir

Vanefnd­ir og rift­an­ir í tveim­ur leik­skóla­verk­efn­um sama verk­taka

Und­ir­verk­tak­ar sem kom­ið hafa að leik­skó­la­upp­bygg­ingu í Reykja­nes­bæ og Hvera­gerði sitja eft­ir með sárt enn­ið vegna vanefnda verk­taka­fyr­ir­tæk­is­ins Hrafn­hóls. Ein­inga­hús­næði sem fé­lag­ið hef­ur flutt inn er­lend­is frá hef­ur bók­staf­lega ekki hald­ið vatni. Á báð­um stöð­um hef­ur samn­ingi um upp­bygg­ing­una ver­ið rift.
Sigríður segir orð Áslaugar til marks um skriffinnskublæti
6
Fréttir

Sig­ríð­ur seg­ir orð Áslaug­ar til marks um skriffinnsku­blæti

Sig­ríð­ur Á. And­er­sen, þing­mað­ur Mið­flokks­ins, gagn­rýn­ir Áslaugu Örnu Sig­ur­björns­dótt­ur, for­manns­efni Sjálf­stæð­is­flokks­ins, fyr­ir að segja Flokk fólks­ins ekki vera stjórn­mála­flokk. „Að halda því fram að flokk­ur sem sit­ur á Al­þingi sé ekki „stjórn­mála­flokk­ur“ af því að eyðu­blaði hef­ur ekki ver­ið skil­að til rík­is­ins lýs­ir miklu blæti til skriffinnsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár