Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

1107. spurningaþraut: Lönd kennd við höfuðáttir

1107. spurningaþraut:  Lönd kennd við höfuðáttir

Fyrri aukaspurning:

Hér er vörumerki nýlegs fyrirtækis. Það var stofnað 2003 og er nú hið verðmætasta í heimi á sínu sviði. Hvaða fyrirtæki er hér um að ræða?

***

Aðalspurningar:

1.  Hvaða starfi er talið að Úlfljótur nokkur hafi gegnt fyrstur allra á Íslandi?

2.  Í hvaða bæ hefur íþróttafélagið Afturelding aðsetur?

3.  Hvað þýðir orðið afturelding?

4.  Í hvaða landi eru Bafta-verðlaunin veitt?

5.  Þungarokksplata frá 1980 er sennilega næstsöluhæsta plata allra tíma. Hún er sögð hafa selst í 50 milljónum eintaka. Hvaða þungarokkshljómsveit var þetta?

6.  En hvað hét platan?

7.  Gísli Snær Erlingsson var nýlega skipaður yfirmaður tiltekinnar stofnunar hér á landi. Hvaða stofnunar?

8.  Sjö sjálfstæð þjóðríki hafa augljós nöfn höfuðáttanna (norður-vestur-suður-austur) í nöfnum sínum. Til að fá stig þurfiði að nefna sex þessara ríkja. Ef þið náið öllum sjö fáiði lárviðarstig!

9.  Hvað hét, samkvæmt kirkjulegri hefð, fyrsti páfinn í Róm?

10.  Æ síðan hefur páfinn setið í Róm. En númer hvað er núverandi páfi? Er hann númer 266 — 466 —  566 — eða janvel númer 666?

***

Seinni aukaspurning:

Hvað heitir eyjan fyrir miðri mynd?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Lögsögumaður.

2.  Mosfellsbæ.

3.  Dögun.  

4.  Bretlandi.

5.  AC/DC.

6.  Back in Black.

7.  Kvikmyndastofnunar.

8.  Austurríki, Norður Kórea, Suður Kórea, Norður Makedónía, Suður Súdan, Suður Afríka, Austur-Tímor. - Hvorki Ástralía né Noregur teljast með!

9.  Pétur.

10.  Hann er númer 266.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er vörumerki Teslu.

Á neðri myndinni er gríska eyjan Ródos.

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár