Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

1107. spurningaþraut: Lönd kennd við höfuðáttir

1107. spurningaþraut:  Lönd kennd við höfuðáttir

Fyrri aukaspurning:

Hér er vörumerki nýlegs fyrirtækis. Það var stofnað 2003 og er nú hið verðmætasta í heimi á sínu sviði. Hvaða fyrirtæki er hér um að ræða?

***

Aðalspurningar:

1.  Hvaða starfi er talið að Úlfljótur nokkur hafi gegnt fyrstur allra á Íslandi?

2.  Í hvaða bæ hefur íþróttafélagið Afturelding aðsetur?

3.  Hvað þýðir orðið afturelding?

4.  Í hvaða landi eru Bafta-verðlaunin veitt?

5.  Þungarokksplata frá 1980 er sennilega næstsöluhæsta plata allra tíma. Hún er sögð hafa selst í 50 milljónum eintaka. Hvaða þungarokkshljómsveit var þetta?

6.  En hvað hét platan?

7.  Gísli Snær Erlingsson var nýlega skipaður yfirmaður tiltekinnar stofnunar hér á landi. Hvaða stofnunar?

8.  Sjö sjálfstæð þjóðríki hafa augljós nöfn höfuðáttanna (norður-vestur-suður-austur) í nöfnum sínum. Til að fá stig þurfiði að nefna sex þessara ríkja. Ef þið náið öllum sjö fáiði lárviðarstig!

9.  Hvað hét, samkvæmt kirkjulegri hefð, fyrsti páfinn í Róm?

10.  Æ síðan hefur páfinn setið í Róm. En númer hvað er núverandi páfi? Er hann númer 266 — 466 —  566 — eða janvel númer 666?

***

Seinni aukaspurning:

Hvað heitir eyjan fyrir miðri mynd?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Lögsögumaður.

2.  Mosfellsbæ.

3.  Dögun.  

4.  Bretlandi.

5.  AC/DC.

6.  Back in Black.

7.  Kvikmyndastofnunar.

8.  Austurríki, Norður Kórea, Suður Kórea, Norður Makedónía, Suður Súdan, Suður Afríka, Austur-Tímor. - Hvorki Ástralía né Noregur teljast með!

9.  Pétur.

10.  Hann er númer 266.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er vörumerki Teslu.

Á neðri myndinni er gríska eyjan Ródos.

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég var lifandi dauð“
4
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Ungu fólki í blóma lífsins er allt í einu kippt út úr samfélaginu
5
ÚttektME-faraldur

Ungu fólki í blóma lífs­ins er allt í einu kippt út úr sam­fé­lag­inu

Þó svo að ME-sjúk­dóm­ur­inn hafi senni­lega ver­ið til í ald­ir hef­ur hann lengi far­ið hljótt og ver­ið lítt við­ur­kennd­ur. Ástæða þess er vænt­an­lega sú að þar til nú hef­ur ver­ið erfitt að skilja mein­gerð sjúk­dóms­ins. Þrátt fyr­ir að mjög skert lífs­gæði og að byrði sjúk­dóms­ins sé meiri en hjá sjúk­ling­um með aðra al­var­lega sjúk­dóma er þjón­usta við þá mun minni en aðra sjúk­linga­hópa.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
6
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár