Fyrri aukaspurning:
Hér er vörumerki nýlegs fyrirtækis. Það var stofnað 2003 og er nú hið verðmætasta í heimi á sínu sviði. Hvaða fyrirtæki er hér um að ræða?
***
Aðalspurningar:
1. Hvaða starfi er talið að Úlfljótur nokkur hafi gegnt fyrstur allra á Íslandi?
2. Í hvaða bæ hefur íþróttafélagið Afturelding aðsetur?
3. Hvað þýðir orðið afturelding?
4. Í hvaða landi eru Bafta-verðlaunin veitt?
5. Þungarokksplata frá 1980 er sennilega næstsöluhæsta plata allra tíma. Hún er sögð hafa selst í 50 milljónum eintaka. Hvaða þungarokkshljómsveit var þetta?
6. En hvað hét platan?
7. Gísli Snær Erlingsson var nýlega skipaður yfirmaður tiltekinnar stofnunar hér á landi. Hvaða stofnunar?
8. Sjö sjálfstæð þjóðríki hafa augljós nöfn höfuðáttanna (norður-vestur-suður-austur) í nöfnum sínum. Til að fá stig þurfiði að nefna sex þessara ríkja. Ef þið náið öllum sjö fáiði lárviðarstig!
9. Hvað hét, samkvæmt kirkjulegri hefð, fyrsti páfinn í Róm?
10. Æ síðan hefur páfinn setið í Róm. En númer hvað er núverandi páfi? Er hann númer 266 — 466 — 566 — eða janvel númer 666?
***
Seinni aukaspurning:
Hvað heitir eyjan fyrir miðri mynd?
***
Svör við aðalspurningum:
1. Lögsögumaður.
2. Mosfellsbæ.
3. Dögun.
4. Bretlandi.
5. AC/DC.
6. Back in Black.
7. Kvikmyndastofnunar.
8. Austurríki, Norður Kórea, Suður Kórea, Norður Makedónía, Suður Súdan, Suður Afríka, Austur-Tímor. - Hvorki Ástralía né Noregur teljast með!
9. Pétur.
10. Hann er númer 266.
***
Svör við aukaspurningum:
Á efri myndinni er vörumerki Teslu.
Á neðri myndinni er gríska eyjan Ródos.
Athugasemdir