Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Linde og Landsvirkjun stefna að því að gegna lykilhlutverki í orkuskiptum á Íslandi“

Lands­virkj­un hef­ur skrif­að und­ir sam­starfs­samn­ing um að vinna að þró­un á ra­feldsneyti hér­lend­is. Slík þró­un er lyk­il­breyta í orku­skipt­um fyr­ir þunga­flutn­inga og skipa­flot­ann hér­lend­is. End­an­legt hlut­verk Lands­virkj­un­ar, sem í dag er fyrst og síð­ast fram­leið­andi orku, í fram­leiðsl­unni ligg­ur ekki fyr­ir sem stend­ur.

„Linde og Landsvirkjun stefna að því að gegna lykilhlutverki í orkuskiptum á Íslandi“
Samstarf handsalað Fulltrúar Landsvirkjunar og Linde að lokinni undirritun samstarfssamnings fyrirtækjanna. Frá vinstri: Egill Tómasson, Sigurður Ólafsson, Daniel Mateos, Ríkarður Ríkarðsson, Robin Olofsson, Haraldur Hallgrímsson, Freyja Björk Dagbjartsdóttir og Sveinbjörn Finnsson. Mynd: Landsvirkjun

Landsvirkjun hefur skrifað undir samstarfssamning við alþjóðlega stórfyrirtækið Linde, sem er leiðandi alþjóðlegt gas- og verkfræðifyrirtæki með starfsemi í yfir 100 löndum, um að vinna að þróun grænna vetnis- og rafeldsneytisverkefna hérlendis. Þróun á slíku eldsneyti, sérstaklega vetni fyrir þungaflutninga og metanól fyrir skipaflotann, er lykilatriði í orkuskiptum á Íslandi.

Haraldur Hallgrímsson, forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Landsvirkjun, segir í samtali við Heimildina að samstarfið muni ganga út á að skilja hvað framleiðsla á rafeldsneyti muni kosta, hvar hún geti verið sett upp, hvort hún sé tæknilega fýsileg og hverjir þurfi að koma að verkefninu ef það eigi að raungerast. 

Endanlegt hlutverk Landsvirkjunar annars vegar og Linde hins vegar við framleiðslu á rafeldsneyti er þó ekki endanlega ákveðin í samstarfssamningnum sem nú hefur verið undirritaður. „Við áttuðum okkur á því fyrir nokkru síðan að rafeldsneyti er nauðsynlegt til að ná fram orkuskiptum innanlands. Fyrstu verkefnin við uppbyggingu slíkrar framleiðslu verða bæði fjárhagslega og tæknilega erfið. Það mun þurfa til öflug fyrirtæki og opinberan stuðning.“

Hann segir að nauðsynlegt að fá fyrirtæki að þróuninni sem séu með mikla reynslu og á þeim forsendum hafi Landsvirkjun rætt við nokkur slík. Á grundvelli þeirra samtala hafi verið ákveðið að fara í samstarf við Linde

Í tilkynningu frá Landsvirkjun vegna undirritunar samningsins er haft eftir Daniel Mateos, yfirmanni viðskiptaþróunar hjá Linde í Norður-Evrópu, að það sé mikil tilhlökkun hjá fyrirtækinu að vinna með Landsvirkjum að því að hjálpa Íslandi að ná metnaðarfullum áformum sínum í loftlagsmálum. „Linde og Landsvirkjun stefna að því að gegna lykilhlutverki í orkuskiptum á Íslandi. Samanlagður styrkur og sérfræðiþekking beggja fyrirtækja í gegnum alla virðiskeðjuna, allt frá endurnýjanlegri orku til hreins eldsneytis, mun leggja grunn að öruggu og áreiðanlegu framboði á hreinu vetni og rafeldsneyti.“

Stefnt að því að hætta að nota jarðefnaeldsneyti 2040

Orkuskipti þýða á einföldu máli að skipta út notkun jarðefnaeldsneytis á Íslandi fyrir aðra orkugjafa. Til að ná fullum orkuskiptum þarf því að grípa til aðgerða sem láta alla bíla, alla þungaflutninga, öll skip, allar flugvélar, ganga fyrir öðrum orkugjöfum en olíu og vörum unnum úr henni. 

Ísland framleiðir nú þegar gríðarlegt magn af grænni orku, eða um það bil 20 terrawattsstundir á ári. Meginþorri þeirrar orku er framleiddur af vatnsafls- eða jarðvarmavirkjunum. Yfir 80 prósent af þessari orku er seld til stórnotenda, aðallega alþjóðlegra stórfyrirtækja sem reka þrjú álver á Íslandi. 

Orkuskipti voru tískuorð síðustu þingkosninga á Íslandi. Nær allir flokkar notuðu þetta hugtak ítrekað til að lýsa stefnu sinni í loftslagsmálum. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar  sem kynntur var seint á árinu 2021 var fyrra markmiði um jarðefnaeldsneytislaust Ísland flýtt frá 2050 til 2040. Hraða átti orkuskiptaferlinu gríðarlega. Til að ná þessum metnaðarfullu loftslagsmarkmiðum þarf ýmislegt til. Það þarf að bæta orkunýtni og auka orkusparnað. En fyrst og síðast þarf, að óbreyttu, að auka afl núverandi virkjana og byggja nýjar.

Með öðrum orðum þarf að virkja meira ef það á að ná orkuskiptum í gegn, og samt halda áfram að selja álverum þorra þeirrar orku sem við framleiðum líkt og langtímasamningar við þau gera ráð fyrir. Verði af þeim áformum er ljóst að mikil eftirspurn verður eftir þeirri nýju orku

Þungaflutningar, skip og flugvélar eftir

Ísland hefur forskot á aðrar þjóðir þar sem nánast öll rafmagnsframleiðsla og húshitun kemur úr endurnýjanlegum orkugjöfum. Þannig hefur málum verið háttað í áratugi eftir uppbyggingu opinberra orkufyrirtækja á síðustu öld. 

Sem stendur eru orkuskipti bíla komin eitthvað á veg og ýmsir efnahagslegir hvatar hafa gert það að verkum að mun fleiri rafbílar seljast nú en þeir sem eru drifnir áfram af jarðefnaeldsneyti. Í lok árs 2022 voru bílar í eigu heimila sem gengu eingöngu fyrir rafmagni eða voru með raftengi orðnir 24.302 talsins. Þeim fjölgaði um 59 prósent milli ára og eru 26 sinnum fleiri en þeir voru 2016. Þótt bensínbílum á götunum hafi fækkað lítillega á síðustu árum hefur bílum sem ganga fyrir dísil eða öðru eldsneyti fjölgaði. Alls voru jarðefnaeldsneytisbílarnir á íslenskum heimilum enn 213.869 talsins í lok árs 2022. Til viðbótar við þá koma svo allir bílarnir, stórir og smáir, sem notaðir eru í atvinnuskyni á Íslandi. Þeir eru að uppistöðu enn drifnir áfram af jarðefnaeldsneyti. 

Orkuskipti í skipum, þungaflutningum og flugi er hins vegar vart hafin hérlendis. 

Til að ná þeim mun þurfa mikla orku til að framleiða svokallað rafeldsneyti. Það er samheiti á nothæfu eldsneyti sem búið er til úr vetni við rafgreiningu á vatni. Dæmi um slíkt eldsneyti er metanól, sem er eldsneytisvökvi sem þegar er framleiddur hérlendis hjá Carbon Recycling í Svartsengi. Í frétt RÚV frá því í janúar í fyrra var haft eftir framkvæmdastjóra viðskiptaþróunar hjá Carbon Recycling að verksmiðja fyrirtækisins gæti framleitt umhverfisvænt eldsneyti fyrir allan fiskiskipaflotann en að það vantaði einfaldlega áhuga á að fara í þau orkuskipti. 

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sigríður Hrund greiddi fyrir viðtal á NBC – Verðið trúnaðarmál
1
FréttirForsetakosningar 2024

Sig­ríð­ur Hrund greiddi fyr­ir við­tal á NBC – Verð­ið trún­að­ar­mál

Sig­ríð­ur Hrund Pét­urs­dótt­ur for­setafram­bjóð­andi greiddi ásamt nokkr­um öðr­um kon­um fyr­ir birt­ingu við­tals við hana hjá banda­ríska fjöl­miðl­in­um NBC en verð­ið er trún­að­ar­mál. Hún seg­ist hafa vilj­að grípa tæki­fær­ið til þess að benda á það hve op­ið fram­boðs­ferl­ið er á Ís­landi og til þess að sýna að venju­leg kona gæti boð­ið sig fram til for­seta.
Kaup Kviku á Ortus: Kjartan hagnaðist um nærri 200 milljónir sama ár
3
Fréttir

Kaup Kviku á Ort­us: Kjart­an hagn­að­ist um nærri 200 millj­ón­ir sama ár

Einn af þeim al­menn­ings­hluta­fé­lag­ið Kvika keypti hluta­bréf í breska veð­lána­fyr­ir­tæk­inu Ort­us af ár­ið 2022 var fé­lag í eigu fjár­fest­is­ins Kjart­ans Gunn­ars­son­ar, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóra Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hann og Ár­mann Þor­valds­son, þá­ver­andi að­stoð­ar­for­stjóri Kviku og nú­ver­andi for­stjóri, eru við­skipta­fé­lag­ar og áttu með­al ann­ars báð­ir hluta­bréf í Ort­us á sama tíma.
„Hætta á misferli“ – Alvarlegar athugasemdir KPMG við fjárreiður Blaðamannafélagsins
7
Fréttir

„Hætta á mis­ferli“ – Al­var­leg­ar at­huga­semd­ir KP­MG við fjár­reið­ur Blaða­manna­fé­lags­ins

Fyrr­ver­andi formað­ur og fram­kvæmda­stjóri Blaða­manna­fé­lags Ís­lands milli­færði end­ur­tek­ið á sig fyr­ir­fram­greidd laun sem hann end­ur­greiddi vaxta­laust allt að hálfu ári síð­ar, keypti tíu tölv­ur fyr­ir sig á níu ár­um og greiddi út styrki án sam­þykk­is stjórn­ar. KP­MG ger­ir at­huga­semd­ir við þetta í nýrri skýrslu sem unn­in var að beiðni stjórna BÍ. Hjálm­ar Jóns­son, sem sagt var upp hjá fé­lag­inu í árs­byrj­un, seg­ir þetta allt eiga sér eðli­leg­ar skýr­ing­ar.
Kostnaður við árshátíð fram úr skattfrelsi: „Ekki einhver trylltur glamúr“
9
Viðskipti

Kostn­að­ur við árs­há­tíð fram úr skatt­frelsi: „Ekki ein­hver tryllt­ur glamúr“

Kostn­að­ur á hvern starfs­mann við árs­há­tíð Lands­virkj­un­ar fór fram úr skatt­frjáls­um kostn­aði um 34 til 230 þús­und á mann, eft­ir því hvernig á það er lit­ið, og gæti starfs­fólk­ið því þurft að greiða skatt af þeim krón­um. Lands­virkj­un ætl­ar, að sögn upp­lýs­inga­full­trúa, að fara að lög­um og regl­um um skatt­skil en gef­ur ekki uppi hvernig upp­gjör­inu er hátt­að gagn­vart starfs­fólk­inu.
Þórður Snær Júlíusson
10
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Hand­bók um leið­ir til að þykj­ast sið­leg­ur ráð­herra

Á Ís­landi er við lýði reglu­verk sem á að koma í veg fyr­ir spill­ingu ráð­herra og auka traust á stjórn­sýslu. Ný­lega var gef­in út hand­bók með út­skýr­ing­um á regl­un­um með raun­hæf­um dæm­um. Raun­veru­leik­inn sýn­ir hins veg­ar að ráð­herr­ar láta þetta ekki hafa áhrif á hegð­un sína. Regl­urn­ar gilda bara þeg­ar það reyn­ir ekki á þær.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Verðmætin okkar felast líka í að nýta náttúruna“
6
FólkForsetakosningar 2024

„Verð­mæt­in okk­ar fel­ast líka í að nýta nátt­úr­una“

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hafa sömu vök­ulu augu sem hún hef­ur haft sem orku­mála­stjóri og nýta þau, og rödd sína, með sterk­ari hætti í embætti for­seta. Halla Hrund er með stórt nátt­úru­hjarta en verð­mæt­in fel­ast líka í að nýta nátt­úr­una. „Fyr­ir mér felst þetta í jafn­vægi og virð­ingu í sam­skipt­um, við þurf­um ekki að deila svona mik­ið.“
Sakar nýjan matvælaráðherra um lygar
7
Fréttir

Sak­ar nýj­an mat­væla­ráð­herra um lyg­ar

Ólaf­ur Stephen­sen, Fram­kvæmda­stjóri Fé­lags at­vinnu­rek­anda, seg­ir að ný­skip­að­ur mat­væla­ráð­herra hafi sagt ósátt þeg­ar hún sagði að all­ir um­sagnar­að­il­ar hafi ver­ið kall­að­ir á fund at­vinnu­vega­nefnd­ar til að ræða frum­varp til breyt­ing­ar á bú­vöru­lög­um. Ólaf­ur seg­ir að Fé­lag at­vinnu­rek­anda hafi ekki feng­ið boð á fund áð­ur en um­deild­ar breyt­ing­ar á lög­un­um voru sam­þykkt­ar.
Jón Gnarr segir að ísraelskir landnemar í Palestínu þurfi að hypja sig
9
FréttirForsetakosningar 2024

Jón Gn­arr seg­ir að ísra­elsk­ir land­nem­ar í Palestínu þurfi að hypja sig

Jón Gn­arr lýs­ir yf­ir harðri and­stöðu við stríð­ið í Palestínu í ný­legu við­tali í hlað­varp­inu Vakt­inn. Hann vill taf­ar­laust vopna­hlé, póli­tíska end­ur­nýj­un í Ísra­el og að land­töku­byggð­ir Ísra­els í Palestínu verði lagð­ar nið­ur. „Það þarf bara að jafna þetta við jörðu og segja þessu liði að hypja sig.“
Það er búið að einkavæða hafið og færa örfáum á silfurfati
10
Allt af létta

Það er bú­ið að einka­væða haf­ið og færa ör­fá­um á silf­urfati

Kjart­an Páll Sveins­son, formað­ur Strand­veiði­fé­lags­ins, elsk­ar haf­ið út af líf­inu, eins og hann orð­ar það, og vill ekki að það sé tek­ið af hon­um eða öðr­um Ís­lend­ing­um. Hann seg­ir haf­ið hafa ver­ið tek­ið af þjóð­inni, einka­vætt og fært ör­fá­um á silf­urfati. Hann vill að strand­veiði fái stærri hluta úr pott­in­um og pott­ur­inn fyr­ir aðra en kvótakónga stækki.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
3
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
Nýjar ógnir blasa við Íslendingum
4
Úttekt

Nýj­ar ógn­ir blasa við Ís­lend­ing­um

Ís­land get­ur orð­ið skot­mark í styrj­öld sem veik­asti hlekk­ur­inn í varn­ar­keðju Vest­ur­landa. Don­ald Trump hafn­ar skuld­bind­ingu Banda­ríkj­anna til að verja NATO-ríki sem borga ekki sinn skerf, en Ís­land er lengst frá því af öll­um. Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráð­herra, seg­ir varn­ar­samn­ing­inn við Banda­rík­in hafa „af­skap­lega tak­mark­að gildi“.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
8
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.
Halla nú ósammála mörgu sem hún beitti sér fyrir sem framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs
10
FréttirForsetakosningar 2024

Halla nú ósam­mála mörgu sem hún beitti sér fyr­ir sem fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs

Ár­ið 2007 mælti Halla Tóm­as­dótt­ir, sem þá var fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs, fyr­ir breyt­ing­um til þess að Ís­land gæti orð­ið „best í heimi.“ Þar á með­al var að setja á flata og lága skatta, einka­væða há­skóla og heil­brigðis­kerfi, einka­væða nátt­úru­auð­lind­ir og stór­auka ensku­kennslu. Heim­ild­in kann­aði hver við­horf Höllu væru til mála­flokk­anna í dag.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu