Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Heimili og atvinnufyrirtæki minnkað stöðu sína í verðbréfasjóðum um tugi milljarða

Á 14 mán­aða tíma­bili voru inn­lausn­ir úr ís­lensk­um verð­bréfa­sjóð­um 122 millj­örð­um krón­ur um­fram það sem fjár­fest­ar keyptu í sjóð­un­um. All­ir hluta­bréfa­sjóð­ir eru með veru­lega nei­kvæða ávöxt­un síð­ast­lið­ið ár.

Heimili og atvinnufyrirtæki minnkað stöðu sína í verðbréfasjóðum um tugi milljarða
Erfiðir tímar Hlutabréf í mörgum félögum féllu nokkuð skarpt í virði á síðasta ári. Á sama tíma hefur fjármagn orðið dýrara vegna hækkunar vaxta. Mynd: Pexel

Í fyrra keyptu fjárfestar hlutdeildarskírteini í íslenskum verðbréfasjóðum, bæði þeim sem fjárfesta í skuldabréfum og hlutabréfum, fyrir um 470 milljarða króna. Slíkir leystu hins vegar 566 milljarða króna út úr sjóðunum á sama tíma. Á árinu 2022 voru innlausnir því 94 milljörðum krónum meiri en sala á hlutdeildarskírteinum. 

Það sem af er þessu ári hefur þessi þróun haldið áfram. Í janúar og febrúar voru seld hlutdeildarskírteini í íslenskum verðbréfasjóðum fyrir rúma 56 milljarða króna, en 82 milljarðar króna teknir út úr þeim. Á 14 mánuðum hafa því innlausnir verið 122 milljörðum krónum umfram það sem keypt í sjóðunum. 

Þetta má lesa út úr hagtölum sem birtar voru nýverið á vef Seðlabanka Íslands.

Neikvæð afkoma hjá hlutabréfasjóðum

Í kjölfar þess að kórónuveirufaraldurinn skall á gripu stjórnvöld á Íslandi, og víðar um heim, til ýmissa aðgerða til að örva eignamarkaði. Hlutabréf ruku upp í virði í kjölfarið og í mörgum löndum, meðal annars á Íslandi, varð til bóla á íbúðamarkaði. Afleiðingin varð meðal annars sú að hlutabréf í öllum félögunum sem skráð voru á aðalmarkað Kauphallar Íslands hækkuðu á árinu 2021. Alls hækkaði heildarvísitala hlutabréfanna um 40,2 prósent. 

Í fyrra versnuðu aðstæður, verðbólga fór að láta á sér kræla og fjármagn út um allan heim varð dýrara. Alls hækk­uðu bréf í níu félögum sem skráð eru á Aðal­markað en lækk­uðu í 14 félög­um. Heildarvísitalan lækkaði um 17 prósent. 

Þessi kúvending hafði áhrif á áhuga fjárfesta á því að eiga í innlendum hlutabréfasjóðum. Frá miðju ári 2020 og fram í janúar í fyrra höfðu fjárfestar keypt hlutdeildarskírteini í slíkum sjóðum fyrir tæplega 82 milljarða króna, en innlausnir á sama tímabili voru einungis um 38 milljarðar króna. Því voru seld hlutdeildarskírteini fyrir 44 milljörðum krónum meira en það sem tekið var út úr sjóðunum á þessu tímabili. 

Síðastliðið ár hefur þessi staða snúist algjörlega við. Á vef Keld­unnar má sjá 12 mán­aða ávöxtun 16 íslenskra hluta­bréfa­sjóða. Þar kemur fram að þeir hafi allir skilað neikvæðri afkomu síðastliðið ár, á bilinu -8,23 til -16,51 prósent. 

Þeir sem eiga í sjóð­unum þurfa samt sem áður að greiða þókn­anir til þeirra, sem í flestum til­fellum eru hlut­falls­lega hærri en gengur og ger­ist alþjóð­lega. Frá byrjun febrúar 2022 og til loka febrúar síðastliðins voru seld hlutdeildarskírteini fyrir rúmlega 22 milljarða króna. Á sama tíma seldu fjárfestar hlutdeildarskírteini í sjóðunum fyrir 34 milljarða króna. 

Heimili og atvinnufyrirtæki minnka stöðu sína

Þegar eig­endur hlut­deild­ar­skír­teina í öllum sjóð­um, jafnt skulda­bréfa- og hluta­bréfa­sjóð­um, eru skoð­aðir þá kemur í ljós að það eru tveir hópar eig­enda sem hafa bætt við sig hlut­deild­ar­skír­teinum og hluta­bréfum í verð­bréfa­sjóðum umfram aðra hópa frá byrjun síðasta árs. 

Þar ber fyrst að nefna fjár­mála­geirann sem átti rúmlega 537 millj­arða króna í íslenskum verð­bréfa­sjóðum í lok febrúar. Það er um 22 millj­örðum krónum meira en þeir áttu í lok jan­ú­ar 2022, en bankar eru eig­endur stærstu sjóðstýringafyrirtækja lands­ins. Líf­eyr­is­sjóðir hafa hlut­falls­lega bætt mestu við sig og áttu hlutdeildarskírteini í íslenskum sjóðum fyrir 295 millj­arða króna í lok febrúar. Það er 28 millj­örðum krónum meira en þeir áttu í jan­ú­ar 2022. 

Á sama tíma hafa atvinnu­fyr­ir­tæki og heim­ili lands­ins minnkað eignir sínar í sjóð­un­um. Atvinnufyrirtækin áttu fyrir 138 milljarða króna í sjóðum í lok febrúar sem er 28 milljörðum krónum minna en rúmu ári áður. Heimilin áttu hlutdeildarskírteini up á 308 milljarða króna í febrúar 2023 sem er 28 milljörðum króna minna en þau áttu þrettán mánuðum fyrr. 

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Gjöfin frá Ásgeiri: „Þetta var hans draumur“
1
Vettvangur

Gjöf­in frá Ás­geiri: „Þetta var hans draum­ur“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son lést nótt­ina fyr­ir við­burð­inn sem hann hafði var­ið síð­ustu dög­um lífs­ins við að skipu­leggja ásamt vin­um sín­um og ætt­ingj­um. Nið­ur­stað­an var að það væri í anda Ás­geirs að halda við­burð­inn. „Þetta var ótrú­leg stund og mik­il gjöf sem hann færði okk­ur sem eft­ir stóð­um, að fá að vera þarna sam­an á þess­ari stundu,“ seg­ir Jón Bjarki Mag­ús­son, einn af hans nán­ustu vin­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Vanefndir og riftanir í tveimur leikskólaverkefnum sama verktaka
5
Fréttir

Vanefnd­ir og rift­an­ir í tveim­ur leik­skóla­verk­efn­um sama verk­taka

Und­ir­verk­tak­ar sem kom­ið hafa að leik­skó­la­upp­bygg­ingu í Reykja­nes­bæ og Hvera­gerði sitja eft­ir með sárt enn­ið vegna vanefnda verk­taka­fyr­ir­tæk­is­ins Hrafn­hóls. Ein­inga­hús­næði sem fé­lag­ið hef­ur flutt inn er­lend­is frá hef­ur bók­staf­lega ekki hald­ið vatni. Á báð­um stöð­um hef­ur samn­ingi um upp­bygg­ing­una ver­ið rift.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár