Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

1103. spurningaþraut: Hvar er lengsta girðing í heimi?

1103. spurningaþraut: Hvar er lengsta girðing í heimi?

Fyrri aukaspurning:

Úr hvaða kvikmynd er þetta skjáskot?

***

Aðalspurningar:

1.  „W Szczebrzeszynie chrząszcz brzmi w trzcinie.“ Þetta mun vera fræg framburðarþraut í tungumáli einu, ekki ósvipað og „Stebbi stóð á ströndu, var að troða strý ...“ á íslensku. En í hvaða tungumáli?

2.  Í hvaða hafi eru Fiji-eyjar?

3.  Hvað kallast barómeter á vandaðri íslensku?

4.  Í hvernig formi er vatn þéttast: sem ís, vökvi eða gufa?

5.  Á milli hvaða svæða á landinu er Brattabrekka?

6.  Hver lék Michael Corleone í myndunum um Guðföðurinn?

7.  Í Mesópótamíu voru nokkur helstu og elstu menningarríki fornaldar. Mesópótamía samsvarar nokkurn veginn hvaða nútímaríki?

8.  En hvað þýðir orðið Mesópótamía?

9.  Í hvaða landi er lengsta samfellda girðing í heimi, 5.816 kílómetra löng?

10.  Hver er fjölmennasta borgin á Indlandi?

***

Seinni aukaspurning:

Hver er karl þessi?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Pólsku.

2.  Kyrrahafi.

3.  Loftvog.

4.  Vökvi.

5.  Borgarfjarðar og Dalanna.

6.  Al Pacino.

7.  Írak.

8.  Landið milli ánna.

9.  Í Ástralíu. Hún á að halda villihundum, dingóum, frá suðausturhluta landsins.

10.  Mumbaí, áður Bombay.

***

Svör við aukaspurningum:

Efra skjáskotið er úr Vertigo eftir Hitchcock.

Neðri myndin er af Magnusi Carlsen stórmeistara í skák.

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár