Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

1097. spurningaþraut: Dánargríma sögufrægs kóngs — eða hvað?

1097. spurningaþraut: Dánargríma sögufrægs kóngs — eða hvað?

Fyrri aukaspurning:

Hér er forn dánargríma sem grafin var úr jörð á ákveðnum stað. Gríman hefur (með réttu eða röngu) verið kölluð eftir ákveðnum kóngi sem sagður er hafa ríkt á þeim slóðum fyrir löngu. Í hvaða landi fannst þessi dánargríma — og svo er lárviðarstig fyrir að þekkja nafnið á kónginum.

***

Aðalspurningar:

1.  Tarja Halonen var í tólf ár — 2000-2012 – forseti hvaða ríkis?

2.  Hver er nyrsta höfuðborg í heimi — og hér er aðeins um sjálfstæð ríki að ræða?

3.  En hver skyldi vera næst-nyrst?

4.  Hvaða taflmaður er eftirsóknarverðastur í samkvæmum?

5.  Hvaða hljómsveit gaf út plötuna Rubber Soul árið 1965?

6.  Hvað er kossageit?

7.  Hvað hét maðurinn sem á að hafa fengið epli í hausinn og fengið við það snjalla hugmynd?

8.  Hvaða himinhnöttur í sólkerfinu okkar hefur fimm tungl: Charon, Styx, Nix, Kerberos og Hydru?

9.  Engilbert Jensen var söngvari en spilaði líka á hljóðfæri. Hvað var eftirlætis hljóðfæri hans?

10.  Frá 1996 hefur það aðeins tvívegis gerst að Úrvalsdeildina í karlafótboltanum á Bretlandi hafi unnið lið sem ekki kemur frá London eða Manchester. Hvaða tvö eru það? Nefna þarf bæði.

***

Seinni aukaspurning:

Hvaða dýr er þetta? Hér þarf að gæta ákveðinnar

nákvæmni.

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Finnlands.

2.  Reykjavík.

3.  Helsinki.

4.  Hrókur alls fagnaðar.

5.  Bítlarnir.

6.  Sýking með smáum blöðrum, oftast í andliti.

7.  Newton.

8.  Plútó.

9.  Trommur.

10.  Liverpool og Leicester.

***

Svör við aukaspurningum:

Efri myndin sýnir dánargrímu sem grafin var upp í Grikklandi og hefur verið nefnd eftir Agamemnon konungi — þótt mjög vafasamt sé að hún hafi tilheyrt honum.

Á neðri myndinni er smokkfiskur. Athugið að þetta er EKKI kolkrabbi, þótt kolkrabbar og smokkfiskar séu vissulega nokkuð skyldir.

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Það er eitthvað í samfélaginu sem ýtir undir kulnun
5
Viðtal

Það er eitt­hvað í sam­fé­lag­inu sem ýt­ir und­ir kuln­un

Streita er vax­andi vandi í nú­tíma­sam­fé­lagi og ekki óal­gengt að fólk fari í kuln­un. Dr. Ólaf­ur Þór Æv­ars­son er sjálf­stætt starf­andi geð­lækn­ir og stofn­andi Streitu­skól­ans sem er hluti af heild­stæðri vel­ferð­ar­þjón­ustu Heilsu­vernd­ar. Hann seg­ir að for­varn­ir og fræðsla séu mik­il­væg­ir þætt­ir til að fólk verði bet­ur með­vit­að um eig­in heilsu og geti tek­ið ábyrgð og sporn­að við streitu en hún get­ur haft víð­tæk áhrif á fólk bæði lík­am­lega og and­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Læknir á Landspítalanum lenti aldrei í sama vanda í Noregi
5
Á vettvangi

Lækn­ir á Land­spít­al­an­um lenti aldrei í sama vanda í Nor­egi

Frá­flæðis­vandi Land­spít­al­ans náði nýj­um hæð­um á síð­asta ári, segja flæð­is­stjór­ar. Elf­ar Andri Heim­is­son er lækn­ir á Land­spít­al­an­um sem hef­ur unn­ið bæði hér og í Nor­egi. Þar þyk­ir al­var­legt ef sjúk­ling­ur er leng­ur en fjóra tíma á bráða­mót­töku: „Ég lenti aldrei í því að við gæt­um ekki út­skrif­að sjúk­ling.“
Helmingi dýrari matarkarfa eina ráðið við sjúkdómnum
6
Skýring

Helm­ingi dýr­ari mat­arkarfa eina ráð­ið við sjúk­dómn­um

„Við höf­um oft íhug­að mjög al­var­lega að flytja bara út af þessu,“ seg­ir Anna Gunn­dís Guð­munds­dótt­ir um þær hindr­an­ir sem fólk með selí­ak mæt­ir hér á landi. Dótt­ir henn­ar, Mía, er með sjúk­dóm­inn sem er ein­ung­is hægt að með­höndla með glút­en­lausu fæði. Mat­arkarfa fjöl­skyld­unn­ar hækk­aði veru­lega í verði eft­ir að Mía greind­ist. Þá er það þraut­in þyngri fyr­ir fólk með selí­ak að kom­ast út að borða, panta mat og mæta í mann­fögn­uði.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár