Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

1097. spurningaþraut: Dánargríma sögufrægs kóngs — eða hvað?

1097. spurningaþraut: Dánargríma sögufrægs kóngs — eða hvað?

Fyrri aukaspurning:

Hér er forn dánargríma sem grafin var úr jörð á ákveðnum stað. Gríman hefur (með réttu eða röngu) verið kölluð eftir ákveðnum kóngi sem sagður er hafa ríkt á þeim slóðum fyrir löngu. Í hvaða landi fannst þessi dánargríma — og svo er lárviðarstig fyrir að þekkja nafnið á kónginum.

***

Aðalspurningar:

1.  Tarja Halonen var í tólf ár — 2000-2012 – forseti hvaða ríkis?

2.  Hver er nyrsta höfuðborg í heimi — og hér er aðeins um sjálfstæð ríki að ræða?

3.  En hver skyldi vera næst-nyrst?

4.  Hvaða taflmaður er eftirsóknarverðastur í samkvæmum?

5.  Hvaða hljómsveit gaf út plötuna Rubber Soul árið 1965?

6.  Hvað er kossageit?

7.  Hvað hét maðurinn sem á að hafa fengið epli í hausinn og fengið við það snjalla hugmynd?

8.  Hvaða himinhnöttur í sólkerfinu okkar hefur fimm tungl: Charon, Styx, Nix, Kerberos og Hydru?

9.  Engilbert Jensen var söngvari en spilaði líka á hljóðfæri. Hvað var eftirlætis hljóðfæri hans?

10.  Frá 1996 hefur það aðeins tvívegis gerst að Úrvalsdeildina í karlafótboltanum á Bretlandi hafi unnið lið sem ekki kemur frá London eða Manchester. Hvaða tvö eru það? Nefna þarf bæði.

***

Seinni aukaspurning:

Hvaða dýr er þetta? Hér þarf að gæta ákveðinnar

nákvæmni.

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Finnlands.

2.  Reykjavík.

3.  Helsinki.

4.  Hrókur alls fagnaðar.

5.  Bítlarnir.

6.  Sýking með smáum blöðrum, oftast í andliti.

7.  Newton.

8.  Plútó.

9.  Trommur.

10.  Liverpool og Leicester.

***

Svör við aukaspurningum:

Efri myndin sýnir dánargrímu sem grafin var upp í Grikklandi og hefur verið nefnd eftir Agamemnon konungi — þótt mjög vafasamt sé að hún hafi tilheyrt honum.

Á neðri myndinni er smokkfiskur. Athugið að þetta er EKKI kolkrabbi, þótt kolkrabbar og smokkfiskar séu vissulega nokkuð skyldir.

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
4
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár