Fyrri aukaspurning:
Hér er forn dánargríma sem grafin var úr jörð á ákveðnum stað. Gríman hefur (með réttu eða röngu) verið kölluð eftir ákveðnum kóngi sem sagður er hafa ríkt á þeim slóðum fyrir löngu. Í hvaða landi fannst þessi dánargríma — og svo er lárviðarstig fyrir að þekkja nafnið á kónginum.
***
Aðalspurningar:
1. Tarja Halonen var í tólf ár — 2000-2012 – forseti hvaða ríkis?
2. Hver er nyrsta höfuðborg í heimi — og hér er aðeins um sjálfstæð ríki að ræða?
3. En hver skyldi vera næst-nyrst?
4. Hvaða taflmaður er eftirsóknarverðastur í samkvæmum?
5. Hvaða hljómsveit gaf út plötuna Rubber Soul árið 1965?
6. Hvað er kossageit?
7. Hvað hét maðurinn sem á að hafa fengið epli í hausinn og fengið við það snjalla hugmynd?
8. Hvaða himinhnöttur í sólkerfinu okkar hefur fimm tungl: Charon, Styx, Nix, Kerberos og Hydru?
9. Engilbert Jensen var söngvari en spilaði líka á hljóðfæri. Hvað var eftirlætis hljóðfæri hans?
10. Frá 1996 hefur það aðeins tvívegis gerst að Úrvalsdeildina í karlafótboltanum á Bretlandi hafi unnið lið sem ekki kemur frá London eða Manchester. Hvaða tvö eru það? Nefna þarf bæði.
***
Seinni aukaspurning:
Hvaða dýr er þetta? Hér þarf að gæta ákveðinnar
nákvæmni.
***
Svör við aðalspurningum:
1. Finnlands.
2. Reykjavík.
3. Helsinki.
4. Hrókur alls fagnaðar.
5. Bítlarnir.
6. Sýking með smáum blöðrum, oftast í andliti.
7. Newton.
8. Plútó.
9. Trommur.
10. Liverpool og Leicester.
***
Svör við aukaspurningum:
Efri myndin sýnir dánargrímu sem grafin var upp í Grikklandi og hefur verið nefnd eftir Agamemnon konungi — þótt mjög vafasamt sé að hún hafi tilheyrt honum.
Á neðri myndinni er smokkfiskur. Athugið að þetta er EKKI kolkrabbi, þótt kolkrabbar og smokkfiskar séu vissulega nokkuð skyldir.
Athugasemdir