Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

207 milljónir fyrir öryggisvistun eins manns undir stjórn Guðmundar Sævars

Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neyt­ið greið­ir einka­reknu fyr­ir­tæki 207 millj­ón­ir á þessu ári vegna ör­yggis­vist­un­ar eins manns. For­stöðu­mað­ur á heim­ili manns­ins Guð­mund­ur Sæv­ar Sæv­ars­son, sem fór í ótíma­bund­ið leyfi frá störf­um sín­um sem deild­ar­stjóri á ör­ygg­is- og rétt­ar­geð­deild­um eft­ir að Geð­hjálp birti svarta skýrslu um starf­sem­ina.

207 milljónir fyrir öryggisvistun eins manns undir stjórn Guðmundar Sævars
Guðmundur Sævar Sævarsson var deildarstjóri á öryggis- og réttargeðdeildum Landspítalans. Hann er nú yfir öryggisvistun á Reynimelnum. Mynd: Heimildin

Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið er með samning við einkafyrirtækið Mannvirðingu ehf. „um öryggisgæslu og þjónustu við einstakling, sem er með fjölþætta og sértæka stuðningsþörf“. Guðmundur Sævar Sævarsson, fyrrverandi deildarstjóri réttar- og öryggisdeilda Landspítalans, hefur undanfarna mánuði starfað sem forstöðumaður öryggisvistunarinnar sem er til húsa á Reynimel.

Samkvæmt samningnum tekur Mannvirðing að sér að veita umsamda þjónustu við einstakling „á grundvelli dóms Héraðsdóms Reykjavíkur … þar sem kveðið er á um að hann skuli sæta öryggisgæslu“. 

Tveir til þrír starfsmenn eru á vakt allan sólarhringinn á Reynimelnum, allan ársins hring, vegna þeirrar þjónustu sem veitt er samkvæmt gildandi samningi. Eins og staðan er í dag starfa þar samtals 14 starfsmenn í 11,9 stöðugildum. Samkvæmt gildandi samningi greiðir ráðuneytið Mannvirðingu 207 milljónir króna vegna öryggisvistunarinnar á þessu ári.

Af allt öðrum toga

Félagið Mannvirðing var stofnað síðla árs 2018 af Kristínu O. Sigurðardóttur í þeim tilgangi að taka við rekstri Vistheimilisins Bjargs sem …

Kjósa
25
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Þórdís Ólafsdóttir skrifaði
    Maður sem ræður ekki við sitt eigið lif settur yfir aðra.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
3
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár