Formaður Rithöfundasambands Íslands segir það óásættanlegt að alþjóðlegt fyrirtæki eins og Storytel sé í markaðsráðandi stöðu á hljóðbókamarkaði og kallar eftir því að stjórnvöld setji Storytel stólinn fyrir dyrnar. „Ég sé enga aðra stöðu, það vill enginn semja við okkur,“ segir Margrét Tryggvadóttir, starfandi formaður Rithöfundasambandsins.

Greiðslur til rithöfunda sem eiga skáldverk á Storytel eru byggðar á áskrifendafjölda og hversu miklum tíma notendur verja á streymisveitunni. „Samningar okkar eru þannig uppbyggðir að við deilum aukningu á tekjum okkar í krónum með útgefendum,“ segir Lísa Björk Óskarsdóttir, landstjóri Storytel á Íslandi.
Fimm ár eru síðan Storytel hóf að bjóða íslenskar hljóðbækur í áskriftarstreymi. Rithöfundasambandið taldi slíkt óheimilt án þess að …
Athugasemdir