Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

1093. spurningaþraut: Hvar er sportbíllinn Mada 9 framleiddur?

1093. spurningaþraut: Hvar er sportbíllinn Mada 9 framleiddur?

Fyrri aukaspurning:

Á skjáskotinu hér að ofan má sjá leikkonu fara með hlutverk í sjónvarpsþætti. Hvað heitir annaðhvort leikkonan eða persónan? Í tilfelli persónunnar dugar fornafn hennar.

***

Aðalspurningar:

1.  Hvernig dýr er Sonic?

2.  Hvaða kunni íslenski rithöfundur fæddist á þessum degi árið 1902?

3.  Hvað heitir prinsessan í myndunum um Shrek?

4.   Árið 1535 var franski landkönnuðurinn Jacques Cartier á ferð á mjög fjarlægum slóðum. Hann hitti tvo unga menn af ættum frumbyggja og bað þá að vísa sér veg. Þeir bentu honum þá á leiðina til [XXX] og orðið sem þeir nefndu þýddi einfaldlega „þorp“. Cartier og menn hans héldu hins vegar að ungu mennirnir ættu við nafn alls landsins. Landið hefur síðan verið kallað þessu nafni, og heitir ... hvað?

5.   Hvar er bandaríska herstöðin sem fyrrum var kölluð Thule?

6.  Í hvaða landi er tískuhúsið Prada upprunnið?

7.  Hverjir voru Ásbirningar?

8.  Hversu gömul er Jörðin talin vera?  14,5 milljarða ára? — 10,5 milljarða ára? — 4,5 milljarða ára? — 1,5 milljarða ára? — 6.500 ára?

9.  Hver samdi og söng hið vinsæla dægurlag Don't Try to Fool me?

10.  Á hvaða hljóðfæri spilaði Bítillinn George Harrison fyrst og fremst?

***

Seinni aukaspurning:

Á myndinni hér að neðan má sjá Mada 9, tilraunaeintak af rándýrum sportbíl sem hugsanlega verður settur í fjöldaframleiðslu á næstunni. Bíllinn er búinn japanskri vél en er að öðru leyti framleiddur í landi sem er ekki beint þekkt fyrir bílaframleiðslu, og allra síst fyrir framleiðslu á lúxussportbílum. Þó ekki væri annað, þá er vegakerfi þessa hrjáða lands varla sniðið fyrir lága lúxusbíla. Hvaða land framleiðir Mada 9?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Broddgöltur.

2.  Halldór Laxness.

3.  Fíóna.

4.  Kanada.

5.  Á Grænlandi.

6.  Ítalíu.

7.  Höfðingjaætt á Sturlungaöld. Nákvæmara þarf svarið ekki að vera.

8.  4,5 milljarða ára.

9.  Jóhann G. Jóhannsson.

10.  Gítar.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Lisa Kudrow að leika persónuna Phoebe í sjónvarpsþáttunum Friends.

Sportbíllinn á neðri myndinni er framleiddur í Afganistan.

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
5
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Innflytjendur á Íslandi
Samtal við samfélagið#15

Inn­flytj­end­ur á Ís­landi

Ís­land hef­ur tek­ið um­tals­verð­um breyt­ing­um und­an­farna ára­tugi. Eft­ir að hafa löng­um ver­ið eitt eins­leit­asta sam­fé­lag í heimi er nú svo kom­ið að nær fimmti hver lands­mað­ur er af er­lendu bergi brot­inn. Inn­flytj­end­ur hafa auðg­að ís­lenskt sam­fé­lag á marg­vís­leg­an hátt og mik­il­vægt er að búa þannig um hnút­ana að all­ir sem hing­að flytja geti ver­ið virk­ir þátt­tak­end­ur á öll­um svið­um mann­lífs­ins. Til að fræð­ast nán­ar um inn­flytj­enda hér­lend­is er í þess­um þætti rætt við Dr. Löru Wil­helm­ine Hoff­mann, nýdoktor við Menntavís­inda­svið Há­skóla Ís­lands, þar sem hún tek­ur þátt í verk­efn­inu “Sam­an eða sundr­uð? Mennt­un og fé­lags­leg þátt­taka flótta­barna og -ung­menna á Ís­landi.” Hún starfar einnig sem stunda­kenn­ari við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og Há­skól­ann á Bif­röst. Sjálf er Lara þýsk en rann­sókn­ir henn­ar hverf­ast um fólks­flutn­inga, dreif­býli, tungu­mál og list­ir en hún varði doktors­rit­gerð sína í fé­lags­vís­ind­um við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri ár­ið 2022. Tit­ill doktors­rit­gerð­ar­inn­ar er „Að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi: Hug­læg­ar vís­bend­ing­ar um að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi byggð­ar á tungu­máli, fjöl­miðla­notk­un og skap­andi iðk­un.“ Guð­mund­ur Odds­son pró­fess­or í fé­lags­fræði við HA ræddi við Löru en í spjalli þeirra var kom­ið inn á upp­lif­un inn­flytj­enda af inn­gild­ingu, hlut­verk tungu­máls­ins, stærð mál­sam­fé­laga, sam­an­burð á Ís­landi og Fær­eyj­um og börn flótta­fólks.

Mest lesið undanfarið ár