Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

1093. spurningaþraut: Hvar er sportbíllinn Mada 9 framleiddur?

1093. spurningaþraut: Hvar er sportbíllinn Mada 9 framleiddur?

Fyrri aukaspurning:

Á skjáskotinu hér að ofan má sjá leikkonu fara með hlutverk í sjónvarpsþætti. Hvað heitir annaðhvort leikkonan eða persónan? Í tilfelli persónunnar dugar fornafn hennar.

***

Aðalspurningar:

1.  Hvernig dýr er Sonic?

2.  Hvaða kunni íslenski rithöfundur fæddist á þessum degi árið 1902?

3.  Hvað heitir prinsessan í myndunum um Shrek?

4.   Árið 1535 var franski landkönnuðurinn Jacques Cartier á ferð á mjög fjarlægum slóðum. Hann hitti tvo unga menn af ættum frumbyggja og bað þá að vísa sér veg. Þeir bentu honum þá á leiðina til [XXX] og orðið sem þeir nefndu þýddi einfaldlega „þorp“. Cartier og menn hans héldu hins vegar að ungu mennirnir ættu við nafn alls landsins. Landið hefur síðan verið kallað þessu nafni, og heitir ... hvað?

5.   Hvar er bandaríska herstöðin sem fyrrum var kölluð Thule?

6.  Í hvaða landi er tískuhúsið Prada upprunnið?

7.  Hverjir voru Ásbirningar?

8.  Hversu gömul er Jörðin talin vera?  14,5 milljarða ára? — 10,5 milljarða ára? — 4,5 milljarða ára? — 1,5 milljarða ára? — 6.500 ára?

9.  Hver samdi og söng hið vinsæla dægurlag Don't Try to Fool me?

10.  Á hvaða hljóðfæri spilaði Bítillinn George Harrison fyrst og fremst?

***

Seinni aukaspurning:

Á myndinni hér að neðan má sjá Mada 9, tilraunaeintak af rándýrum sportbíl sem hugsanlega verður settur í fjöldaframleiðslu á næstunni. Bíllinn er búinn japanskri vél en er að öðru leyti framleiddur í landi sem er ekki beint þekkt fyrir bílaframleiðslu, og allra síst fyrir framleiðslu á lúxussportbílum. Þó ekki væri annað, þá er vegakerfi þessa hrjáða lands varla sniðið fyrir lága lúxusbíla. Hvaða land framleiðir Mada 9?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Broddgöltur.

2.  Halldór Laxness.

3.  Fíóna.

4.  Kanada.

5.  Á Grænlandi.

6.  Ítalíu.

7.  Höfðingjaætt á Sturlungaöld. Nákvæmara þarf svarið ekki að vera.

8.  4,5 milljarða ára.

9.  Jóhann G. Jóhannsson.

10.  Gítar.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Lisa Kudrow að leika persónuna Phoebe í sjónvarpsþáttunum Friends.

Sportbíllinn á neðri myndinni er framleiddur í Afganistan.

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Meira undir en vilji til að slá eign sinni á herbergi
5
Allt af létta

Meira und­ir en vilji til að slá eign sinni á her­bergi

Hild­ur Sverr­is­dótt­ir, þing­flokks­formað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, sagði ein­hug inn­an þing­flokks Sjálf­stæð­is­flokks­ins um setu­verk­fall hefði þeim ver­ið gert að skipta um þing­flokks­her­bergi. Sam­fylk­ing­in ósk­aði eft­ir því að fá stærsta þing­flokks­her­berg­ið sem Sjálf­stæð­is­menn hafa haft til um­ráða frá ár­inu 1941 en fékk það ekki.
Gjöfin frá Ásgeiri: „Þetta var hans draumur“
6
Vettvangur

Gjöf­in frá Ás­geiri: „Þetta var hans draum­ur“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son lést nótt­ina fyr­ir við­burð­inn sem hann hafði var­ið síð­ustu dög­um lífs­ins við að skipu­leggja ásamt vin­um sín­um og ætt­ingj­um. Nið­ur­stað­an var að það væri í anda Ás­geirs að halda við­burð­inn. „Þetta var ótrú­leg stund og mik­il gjöf sem hann færði okk­ur sem eft­ir stóð­um, að fá að vera þarna sam­an á þess­ari stundu,“ seg­ir Jón Bjarki Mag­ús­son, einn af hans nán­ustu vin­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Orrustan um Hafnarfjörð
5
ÚttektCarbfix-málið

Orr­ust­an um Hafn­ar­fjörð

Íbú­ar í Hafnar­firði lýsa áhyggj­um af áætl­un­um Car­bfix vegna Coda Term­inal-verk­efn­is­ins, þar sem áætl­að er að dæla nið­ur kol­díoxí­óði í næsta ná­grenni við íbúa­byggð. Fyrstu kynn­ing­ar Car­bfix hafi ver­ið allt aðr­ar en síð­ar kom í ljós. Þá eru skipt­ar skoð­an­ir á verk­efn­inu inn­an bæj­ar­stjórn­ar en odd­viti VG furð­ar sig á með­vit­und­ar­leysi borg­ar­full­trúa í Reykja­vík.
Vanefndir og riftanir í tveimur leikskólaverkefnum sama verktaka
6
Fréttir

Vanefnd­ir og rift­an­ir í tveim­ur leik­skóla­verk­efn­um sama verk­taka

Und­ir­verk­tak­ar sem kom­ið hafa að leik­skó­la­upp­bygg­ingu í Reykja­nes­bæ og Hvera­gerði sitja eft­ir með sárt enn­ið vegna vanefnda verk­taka­fyr­ir­tæk­is­ins Hrafn­hóls. Ein­inga­hús­næði sem fé­lag­ið hef­ur flutt inn er­lend­is frá hef­ur bók­staf­lega ekki hald­ið vatni. Á báð­um stöð­um hef­ur samn­ingi um upp­bygg­ing­una ver­ið rift.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár