Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

1093. spurningaþraut: Hvar er sportbíllinn Mada 9 framleiddur?

1093. spurningaþraut: Hvar er sportbíllinn Mada 9 framleiddur?

Fyrri aukaspurning:

Á skjáskotinu hér að ofan má sjá leikkonu fara með hlutverk í sjónvarpsþætti. Hvað heitir annaðhvort leikkonan eða persónan? Í tilfelli persónunnar dugar fornafn hennar.

***

Aðalspurningar:

1.  Hvernig dýr er Sonic?

2.  Hvaða kunni íslenski rithöfundur fæddist á þessum degi árið 1902?

3.  Hvað heitir prinsessan í myndunum um Shrek?

4.   Árið 1535 var franski landkönnuðurinn Jacques Cartier á ferð á mjög fjarlægum slóðum. Hann hitti tvo unga menn af ættum frumbyggja og bað þá að vísa sér veg. Þeir bentu honum þá á leiðina til [XXX] og orðið sem þeir nefndu þýddi einfaldlega „þorp“. Cartier og menn hans héldu hins vegar að ungu mennirnir ættu við nafn alls landsins. Landið hefur síðan verið kallað þessu nafni, og heitir ... hvað?

5.   Hvar er bandaríska herstöðin sem fyrrum var kölluð Thule?

6.  Í hvaða landi er tískuhúsið Prada upprunnið?

7.  Hverjir voru Ásbirningar?

8.  Hversu gömul er Jörðin talin vera?  14,5 milljarða ára? — 10,5 milljarða ára? — 4,5 milljarða ára? — 1,5 milljarða ára? — 6.500 ára?

9.  Hver samdi og söng hið vinsæla dægurlag Don't Try to Fool me?

10.  Á hvaða hljóðfæri spilaði Bítillinn George Harrison fyrst og fremst?

***

Seinni aukaspurning:

Á myndinni hér að neðan má sjá Mada 9, tilraunaeintak af rándýrum sportbíl sem hugsanlega verður settur í fjöldaframleiðslu á næstunni. Bíllinn er búinn japanskri vél en er að öðru leyti framleiddur í landi sem er ekki beint þekkt fyrir bílaframleiðslu, og allra síst fyrir framleiðslu á lúxussportbílum. Þó ekki væri annað, þá er vegakerfi þessa hrjáða lands varla sniðið fyrir lága lúxusbíla. Hvaða land framleiðir Mada 9?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Broddgöltur.

2.  Halldór Laxness.

3.  Fíóna.

4.  Kanada.

5.  Á Grænlandi.

6.  Ítalíu.

7.  Höfðingjaætt á Sturlungaöld. Nákvæmara þarf svarið ekki að vera.

8.  4,5 milljarða ára.

9.  Jóhann G. Jóhannsson.

10.  Gítar.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Lisa Kudrow að leika persónuna Phoebe í sjónvarpsþáttunum Friends.

Sportbíllinn á neðri myndinni er framleiddur í Afganistan.

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu