Menningarsíðurnar í nýjasta tölublaði Heimildarinnar eru nú helgaðar Bókmenntahátíð þar sem sjá má mósaík stuttra samtala þar sem hinir og þessir pennar tala við höfunda. Eins gefur að líta dagskrá Bókmenntahátíðarinnar sem lesendur geta stungið á sig. En þó að viðtölin virðist mörg, þá eru þau aðeins við nokkra af stórstjörnunum sem koma á hátíðina. Þetta er bara smakk!
Hér er riðið á vaðið með brot úr mósaíkinu en ég mælti mér mót við einn höfundinn í gegnum Facetime og varð um leið hugsað til þess hversu nútímamenning er í rauninni fáránleg. Að kona geti setið heima í stofu og bjallað í höfund sem hún hefur dýrkað á annan áratug.
Það er saga á bak við fyrstu bókina sem ég las eftir Kirsten Hammann. Árið 2008, í miðju hruninu, var ég sjálf í viðtali hjá danska dagblaðinu Politiken, í bókablaðinu, þar sem ég var að gefa út mína aðra bók, …
Athugasemdir