Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

1091. spurningaþraut: Jarðfræði, skordýrafræði, rokkmúsík og ljós!

1091. spurningaþraut: Jarðfræði, skordýrafræði, rokkmúsík og ljós!

Fyrri aukaspurning:

Hvað má sjá á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Hvað heitir sú bergtegund sem verður til við gos undir jökli (eða vatni þar sem gosopið er nálægt eða rétt undir yfirborðinu)?

2.  Egg, lirfa og fullvaxið skordýr. Hvað vantar í þessa upptalningu — og hvar?

3.  Hvað fékkst Högna Sigurðardóttir við í lífinu?

4.  Hvers konar næringarefni má helst fá úr kjöti, eggjum og fiski?

5.  Sú var tíð að með óreglulegu millibili voru haldnar svokallaðar „heimssýningar“ þar sem þjóðir sýndu helstu afrek sín, ekki síst í vísindum og tækni ýmiss konar. Mikill metnaður var einatt lagður í þessar heimssýningar en að þeim loknum stóð þó einatt fátt eftir. Sú var þó ekki raunin um heimssýninguna 1889. Eftir hana stendur svolítið sem enn minnir rækilega á sig. Hvað er það?

6.  Bandaríkjamennirnir Robbie Krieger, John Densmore og Ray Manzarek voru allir í vinsælli rokkhljómsveit á hippatímanum. Með þeim í hljómsveitinni var söngvari og textahöfundur og megintöffari í leðurbuxum sem var sannkallað andlit hljómsveitarinnar, þótt hann væri lítt spilandi á hljóðfæri. Eftir að söngvarinn drakk sig í hel 27 ára gamall reyndu þeir félagar að halda áfram að gefa út plötur en það gekk ekki án hans. Hvað hét þessi hljómsveit?

7.  En hvað hét söngvarinn skammlífi? 

8.  Hvað þýðir orðið mólekúl í sinni einföldustu mynd?

9.  Hvar er eldfjallið Mauna Kea?

10.  Hvers konar eindir mynda ljós?

***

Seinni aukaspurning:

Þessi mynd prýddi umslag plötu sem út kom í vetrarbyrjun og vakti lof. Hvað kallar hún sig, listakonan sem þarna sést?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Móberg.

2.  Egg, lirfa, PÚPA og fullvaxið skordýr.

3.  Arkitektúr.

4.  Prótein.

5.  Eiffel-turninn í París.

6.  Doors.

7.  Morrison, Jim.

8.  Sameind, samband tveggja eða fleiri atóma.

9.  Á Havaí.

10.  Ljóseindir, á erlendum málum photons.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Hadríanusarmúrinn á Bretlandi.

Á neðri myndinn er Gugusar.

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Lifum á tímum mikilla upplýsinga en aldrei verið óupplýstari
4
ViðtalGrunnstoðir heilsu

Lif­um á tím­um mik­illa upp­lýs­inga en aldrei ver­ið óupp­lýst­ari

Geir Gunn­ar Markús­son nær­ing­ar­fræð­ing­ur seg­ir að auk­in tíðni lífs­stíls­sjúk­dóma kalli á heil­næm­ara fæði, meiri hreyf­ingu, næg­an svefn og streitu­minni lífs­stíl. Hann tel­ur að fæða okk­ar í dag sé að mörgu leyti verri en fyr­ir um 30 ár­um og að við höf­um flækt mataræð­ið. Þrátt fyr­ir mik­ið magn upp­lýs­inga þá gæti mik­ill­ar upp­lýs­inga­óreiðu þeg­ar kem­ur að nær­ingu. Geir Gunn­ar vill að fólk borði morg­un­mat til að stuðla að jafn­ari blóð­sykri og orku út dag­inn en morg­un­mat­ur­inn er á veru­legu und­an­haldi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
3
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár