Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Borga sig frá refsingu

Dæmi eru um að reynt sé að múta þo­lend­um of­beld­is­brota til að falla frá kæru. Þarna mynd­ast kerfi ut­an kerf­is­ins þar sem þol­andi er jafn­vel und­ir þrýst­ingi að und­ir­gang­ast þessa leið. Sáttamiðl­un með að­komu lög­reglu er vannýtt úr­ræði þar sem ger­andi og þol­andi ná sátt­um og lýk­ur mál­um þá jafn­vel með greiðslu miska­bóta án þess að mál­ið fari á saka­skrá ger­anda. For­senda sáttamiðl­un­ar er háð því að há­marks refs­ing fyr­ir brot sé minni en sex mán­aða fang­elsi.

Borga sig frá refsingu

Réttarríki utan réttarríkisins skapast þegar gerandi í brotamáli greiðir þolanda sínum peningaupphæð fyrir að leggja ekki fram kæru eða draga kæru til baka. Blaðamaður Heimildarinnar ræddi við þolanda líkamsárásar sem boðin var fégreiðsla og beittur þrýstingi, frá aðila með sterk tengsl í undirheimum, fyrir að draga kæru til baka. Einnig fékkst staðfest hjá Stígamótum að dæmi eru um að reynt sé að múta þolendum kynferðisofbeldis sem þangað hafa leitað til að fá þá til að hætta við að leggja fram kæru eða falla frá kæru. 

Grímur Grímssonyfirlögregluþjónn

Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segist hafa heyrt af því að stundum sé verið að klára mál án aðkomu lögreglu, til að mynda í undirheimum. „Það er áhyggjuefni í hvert skipti en ég hef ekki þá tilfinningu að þetta sé algengt,“ segir hann en ítrekar að þetta sé aðeins tilfinning.

„Ég hef þá skoðun að …

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ingibjörg Ottesen skrifaði
    Getur lögregla verið milligöngumaður í sáttamiðlun rangra sakargifta?
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Guðfaðir plokksins: „Þú brennir meira með því að plokka en skokka“
6
Fréttir

Guð­fað­ir plokks­ins: „Þú brenn­ir meira með því að plokka en skokka“

„Þetta er ekki rusl­ið þitt en þetta er plán­et­an okk­ar,“ seg­ir Erik Ahlström, guð­fað­ir plokks­ins. Ekki bara felst heilsu­bót í plokk­inu held­ur seg­ir Erik það líka gott fyr­ir um­hverf­ið og kom­andi kyn­slóð­ir. Hann tel­ur mik­il­vægt fyr­ir sjáv­ar­þjóð eins og Ís­land að koma í veg fyr­ir að rusl fari í sjó­inn en 85 pró­sent þess kem­ur frá landi. Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar fylgdi Erik út að plokka.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
5
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár