Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Borga sig frá refsingu

Dæmi eru um að reynt sé að múta þo­lend­um of­beld­is­brota til að falla frá kæru. Þarna mynd­ast kerfi ut­an kerf­is­ins þar sem þol­andi er jafn­vel und­ir þrýst­ingi að und­ir­gang­ast þessa leið. Sáttamiðl­un með að­komu lög­reglu er vannýtt úr­ræði þar sem ger­andi og þol­andi ná sátt­um og lýk­ur mál­um þá jafn­vel með greiðslu miska­bóta án þess að mál­ið fari á saka­skrá ger­anda. For­senda sáttamiðl­un­ar er háð því að há­marks refs­ing fyr­ir brot sé minni en sex mán­aða fang­elsi.

Borga sig frá refsingu

Réttarríki utan réttarríkisins skapast þegar gerandi í brotamáli greiðir þolanda sínum peningaupphæð fyrir að leggja ekki fram kæru eða draga kæru til baka. Blaðamaður Heimildarinnar ræddi við þolanda líkamsárásar sem boðin var fégreiðsla og beittur þrýstingi, frá aðila með sterk tengsl í undirheimum, fyrir að draga kæru til baka. Einnig fékkst staðfest hjá Stígamótum að dæmi eru um að reynt sé að múta þolendum kynferðisofbeldis sem þangað hafa leitað til að fá þá til að hætta við að leggja fram kæru eða falla frá kæru. 

Grímur Grímssonyfirlögregluþjónn

Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segist hafa heyrt af því að stundum sé verið að klára mál án aðkomu lögreglu, til að mynda í undirheimum. „Það er áhyggjuefni í hvert skipti en ég hef ekki þá tilfinningu að þetta sé algengt,“ segir hann en ítrekar að þetta sé aðeins tilfinning.

„Ég hef þá skoðun að …

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ingibjörg Ottesen skrifaði
    Getur lögregla verið milligöngumaður í sáttamiðlun rangra sakargifta?
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár