Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

BSRB-félög undirrita kjarasamninga til eins árs

Fjór­tán að­ild­ar­fé­lög BSRB, sam­tals með um fjór­tán þús­und fé­lags­menn, hafa náð sam­komu­lagi um gerð skamm­tíma­kjara­samn­inga við rík­ið og Reykja­vík­ur­borg. At­kvæða­greiðslu um samn­ing­ana mun ljúka 14. apríl.

BSRB-félög undirrita kjarasamninga til eins árs
Kjaramál Sonja Ýr Þorbergsdóttir er formaður BSRB. Mynd: Aðsend/BSRB

Aðildarfélög BSRB hafa náð samkomulagi um launahækkanir og kjarabætur fyrir starfsfólk í almannaþjónustu við ríki og Reykjavíkurborg. Um skammtímasamninga er að ræða sem gilda í tólf mánuði frá 1. apríl 2023. Frá þessu segir í tilkynningu frá BSRB.

Um fjórtán þúsund félagsmenn eru í þeim fjórtán aðildarfélögum BSRB sem eru við það að skrifa undir þessa skammtímasamninga. Stærsta félagið, Sameyki, hefur þegar undirritað nýja samning.

Í kjölfar undirritunar félaganna fara samningarnir í kynningu og svo til atkvæðagreiðslu hjá, sem ljúka mun 14. apríl.

Fagnaðarefni að samningur taki við af samningi

Í tilkynningu frá BSRB er haft eftir Sonju Ýr Þorbergsdóttur formanni BSRB að leiðarljósið samninganefndar BSRB hefði verið að verja kaupmátt starfsfólks í almannaþjónustu, enda væri verðbólga farin að bíta almenning verulega.

„Við fögnum því að kjarasamningur taki við af kjarasamningi svo launafólk fái ávinninginn af samningunum strax í vasann 1. maí. Rétt eins og á almenna markaðinum er um skammtímasamninga að ræða og svo hefst fljótlega undirbúningur fyrir gerð langtímakjarasamninga hjá aðildarfélögum BSRB. Kröfur okkar munu ekki eingöngu beinast að launagreiðendum heldur einnig stjórnvöldum,“ er haft eftir Sonju Ýr.

Stéttarfélögin sem samkomulagið nær til eru eftirfarandi:  Félag flugmálastarfsmanna ríkisins, Félag opinberra starfsmanna á Austurlandi, FOSS - stéttafélag í almannaþjónustu, Félag starfsmanna stjórnarráðsins, Kjölur, stéttarfélag starfsmanna í almannaþjónustu, Landssamband lögreglumanna, Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, Sameyki - stéttarfélag í almannaþjónustu, Sjúkraliðafélag Íslands, Starfsmannafélag Garðabæjar, Starfsmannafélag Kópavogs, Starfsmannafélag Húsavíkur, Starfsmannafélag Suðurnesja og Starfsmannafélag Vestmannaeyja.

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Ólst upp við listamannslíf og laus við kassahugsun
4
Viðtal

Ólst upp við lista­manns­líf og laus við kassa­hugs­un

Þór­dís Hólm Fil­ips­dótt­ir er dótt­ir rit­höf­und­ar og mynd­list­ar­manns og í upp­eld­inu skiptu orð miklu máli. Skrif eru hluti af líf­inu, sem er eins og mynd­rænt ljóð, þar sem skipt­ast á skin og skúr­ir. Áhrif seinni heims­styrj­ald­ar­inn­ar mót­uðu fjöl­skyldu­sög­una, hún leit­aði ung út í heim og flutti seinna með ung­barn og ung­lings­dótt­ur til Afr­íku. Strax í æsku lærði hún að lifa ut­an ramm­ans og stund­ar nú heild­ræn­ar lækn­ing­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
5
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár