Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

BSRB-félög undirrita kjarasamninga til eins árs

Fjór­tán að­ild­ar­fé­lög BSRB, sam­tals með um fjór­tán þús­und fé­lags­menn, hafa náð sam­komu­lagi um gerð skamm­tíma­kjara­samn­inga við rík­ið og Reykja­vík­ur­borg. At­kvæða­greiðslu um samn­ing­ana mun ljúka 14. apríl.

BSRB-félög undirrita kjarasamninga til eins árs
Kjaramál Sonja Ýr Þorbergsdóttir er formaður BSRB. Mynd: Aðsend/BSRB

Aðildarfélög BSRB hafa náð samkomulagi um launahækkanir og kjarabætur fyrir starfsfólk í almannaþjónustu við ríki og Reykjavíkurborg. Um skammtímasamninga er að ræða sem gilda í tólf mánuði frá 1. apríl 2023. Frá þessu segir í tilkynningu frá BSRB.

Um fjórtán þúsund félagsmenn eru í þeim fjórtán aðildarfélögum BSRB sem eru við það að skrifa undir þessa skammtímasamninga. Stærsta félagið, Sameyki, hefur þegar undirritað nýja samning.

Í kjölfar undirritunar félaganna fara samningarnir í kynningu og svo til atkvæðagreiðslu hjá, sem ljúka mun 14. apríl.

Fagnaðarefni að samningur taki við af samningi

Í tilkynningu frá BSRB er haft eftir Sonju Ýr Þorbergsdóttur formanni BSRB að leiðarljósið samninganefndar BSRB hefði verið að verja kaupmátt starfsfólks í almannaþjónustu, enda væri verðbólga farin að bíta almenning verulega.

„Við fögnum því að kjarasamningur taki við af kjarasamningi svo launafólk fái ávinninginn af samningunum strax í vasann 1. maí. Rétt eins og á almenna markaðinum er um skammtímasamninga að ræða og svo hefst fljótlega undirbúningur fyrir gerð langtímakjarasamninga hjá aðildarfélögum BSRB. Kröfur okkar munu ekki eingöngu beinast að launagreiðendum heldur einnig stjórnvöldum,“ er haft eftir Sonju Ýr.

Stéttarfélögin sem samkomulagið nær til eru eftirfarandi:  Félag flugmálastarfsmanna ríkisins, Félag opinberra starfsmanna á Austurlandi, FOSS - stéttafélag í almannaþjónustu, Félag starfsmanna stjórnarráðsins, Kjölur, stéttarfélag starfsmanna í almannaþjónustu, Landssamband lögreglumanna, Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, Sameyki - stéttarfélag í almannaþjónustu, Sjúkraliðafélag Íslands, Starfsmannafélag Garðabæjar, Starfsmannafélag Kópavogs, Starfsmannafélag Húsavíkur, Starfsmannafélag Suðurnesja og Starfsmannafélag Vestmannaeyja.

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Hélt að hún myndi höndla álagið betur
1
ViðtalÍ leikskóla er álag

Hélt að hún myndi höndla álag­ið bet­ur

Að vinna með börn­um er það skemmti­leg­asta sem Gunn­hild­ur Gunn­ars­dótt­ir barna­sál­fræð­ing­ur ger­ir. Þeg­ar hún tók að sér tíma­bund­ið starf á leik­skóla til að tryggja syni sín­um leik­skóla­pláss hélt hún að hún myndi höndla álag­ið en það kom henni á óvart hversu krefj­andi starfs­um­hverf­ið er. „Stund­um þeg­ar ég kom heim eft­ir lang­an dag vildi ég bara að eng­inn tal­aði við mig, ég var svo ótrú­lega þreytt.“
Síðasta hálmstráið að vinna á leikskóla — en dýrmætt
2
FréttirÍ leikskóla er álag

Síð­asta hálmstrá­ið að vinna á leik­skóla — en dýr­mætt

Vil­hjálm­ur Þór Svans­son, lög­fræð­ing­ur og starfs­mað­ur á leik­skól­an­um Nóa­borg, bjóst ekki við að hefja störf á leik­skóla til að koma dótt­ur sinni að á leik­skóla. Hann seg­ir það hollt fyr­ir for­eldra að stíga að­eins út fyr­ir þæg­ind­aramm­ann og dýr­mætt að fylgj­ast með dætr­um sín­um vaxa og dafna í leik­skóla­starf­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Frá endurlífgun á bráðamóttökunni í umönnun leikskólabarna
2
ViðtalÍ leikskóla er álag

Frá end­ur­lífg­un á bráða­mót­tök­unni í umönn­un leik­skóla­barna

Líf Auð­ar Ólafs­dótt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ings og fjöl­skyldu tók stakka­skipt­um síð­asta haust þeg­ar hún sagði skil­ið við Bráða­mót­töku Land­spít­al­ans eft­ir átta ára starf og hóf störf á leik­skóla barn­anna sinna til að koma yngra barn­inu inn á leik­skóla. „Ég fór úr því að vera í end­ur­lífg­un einn dag­inn yf­ir í að syngja Kalli litli kóngu­ló hinn dag­inn.“
Foreldrar vinna á leikskóla til að brúa bilið
4
FréttirÍ leikskóla er álag

For­eldr­ar vinna á leik­skóla til að brúa bil­ið

Veru­leiki barna­fjöl­skyldna í Reykja­vík ein­kenn­ist af því að börn eru orð­in alltof göm­ul til að telja ald­ur í mán­uð­um þeg­ar þau loks kom­ast inn á leik­skóla. Ár­um sam­an hef­ur öll­um 12 mán­aða göml­um börn­um ver­ið lof­að leik­skóla­plássi en raun­in er að mán­uði barna sem fá pláss er hægt að telja í tug­um. For­eldr­ar hafa grip­ið til sinna ráða, með­al ann­ars með því að starfa á leik­skóla til að fá for­gang að leik­skóla­plássi.

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár