Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Vantrauststillaga á dómsmálaráðherra felld

Alls greiddu 35 þing­menn at­kvæði gegn van­traust­stil­lögu á Jón Gunn­ars­son dóms­mála­ráð­herra á Al­þingi í dag. 22 sögðu já og einn greiddi ekki at­kvæði. For­sæt­is­ráð­herr­ann sagði í um­ræð­um um til­lög­una að rík­is­stjórn­ar­sam­starf­ið stæði styrk­um fót­um.

Vantrauststillaga á dómsmálaráðherra felld
Ráðherra í sviðsljósi Spjótum hefur ítrekað verið beint að dómsmálaráðherra síðustu vikur en mál sem eru á verksviði hans hafa ratað æ oftar í fjölmiðla, allt frá rafbyssuumræðum til útlendingamála. Mynd: Bára Huld Beck

Vantrauststilllaga á Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra var felld á Alþingi í dag með 35 atkvæðum en fimm þingmenn voru fjarstaddir. 22 sögðu já og einn greiddi ekki atkvæði. 

Heimildin greindi frá því í gær að fjór­ir þing­flokks­for­menn Pírata, Við­reisn­ar, Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og Flokks fólks­ins hefðu lagt fram van­traust­stil­lögu á dómsmálaráðherra. 

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í seinni ræðu sinni í umræðum um tillöguna að þingmenn Vinstri grænna legðust gegn þessari tillögu. „Þar með erum við ekki að smætta það viðfangsefni sem hér er til umræðu,“ sagði hún. Margir þingmenn stjórnarandstöðunnar voru harðorðir í garð dómsmálaráðherra og stjórnarflokkanna og hvöttu þeir aðra þingmenn til að greiða með tillögunni. 

Segir ráðherrann hafa brotið gegn einni af grunnstoðum þingræðisins á Íslandi

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður og flutningsmaður tillögunnar sagði undir liðnum störf þingsins á Alþingi í gær, eftir að tillagan var lögð fram, að ráðherrann hefði brotið gegn þingsköpum þegar hann „bannaði Útlendingastofnun að afhenda þinginu þau gögn sem þingið óskaði eftir“. 

„Með þessu athæfi braut ráðherrann gegn einni af grunnstoðum þingræðisins á Íslandi. Hann braut gegn upplýsingarétti Alþingis Íslendinga. Það er grafalvarlegt brot gegn þinginu, brot sem þingið má ekki láta yfir sig ganga eins og ekkert hafi gerst. Réttur þingsins til að kalla eftir þeim upplýsingum sem það þarf til að sinna störfum sínum er bundinn í stjórnarskrá, hann er víðtækur og gríðarlega mikilvægur. 

Við erum lýðveldi með þingbundinni stjórn og það má ekki leyfa ráðherrum að taka sér það vald að velja hvaða upplýsingar þeim finnst þingið eiga rétt á að fá og hverjar ekki. Ef við samþykkjum það einu sinni erum við að setja fordæmi sem er ekki bara hættulegt heldur beinlínis andstætt stjórnskipun lýðveldisins Íslands,“ sagði hún. 

Tillagan lögð fram „til að standa vörð um grundvallarstjórnskipan Íslands“

Ráðherra ætti ekki að njóta trausts AlþingisÞórhildur Sunna sagði að tillagan snerist um það að ráðherra sem bryti jafn „freklega gegn upplýsingarétti Alþingis“ gæti ekki, mætti ekki og ætti ekki að njóta trausts þingsins.

Af þessum ástæðum sagði Þórhildur Sunna að þingflokksformenn flokkanna fjögurra legðu til vantraust á hendur dómsmálaráðherra; til að standa vörð um grundvallarstjórnskipan Íslands. 

„Um það snýst þessi tillaga og ekkert annað. Hún snýst ekki um veitingu ríkisborgararéttar. Hún snýst ekki um Útlendingastofnun. Hún snýst ekki um útlendinga, hvað sem hver segir. Allra síst snýst hún um dylgjur dómsmálaráðherra í garð þingmanna allsherjar- og menntamálanefndar, sem er ein ógeðfelldasta afvegaleiðing sem ég hef orðið vitni að. Þessi tillaga snýst um það að ráðherra sem brýtur jafn freklega gegn upplýsingarétti Alþingis getur ekki, má ekki og á ekki að njóta trausts þess sama Alþingis,“ sagði hún.

Ríkisstjórnarsamstarfið „stendur styrkum fótum“

Margir tóku til máls í umræðu sem átti sér stað fyrir atkvæðagreiðsluna. Allir formenn stjórnarflokkanna lögðu orð í belg. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna sagði meðal annars í sinni ræðu að vantrauststillagan væri svo sannarlega ekki meðhöndluðu af neinni léttúð af þingmönnum ríkisstjórnarflokkanna enda ekkert skemmtiefni um að ræða. „En við vitum það líka sem hér erum að slíkar tillögur eru iðulega settar fram til að kljúfa samstöðu í ríkisstjórn, kannski eðlilega, og ég vil ítreka það hér að ríkisstjórnarsamstarfið stendur styrkum fótum.“

Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins sagði að tillagan hvíldi á veikum grunni. Í hans huga er tillaga stjórnarandstöðunnar hluti af eitraðri orðræðuhefð sem skapast hefði í kringum málefni útlendinga á Alþingi Íslendinga.

Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins sagði meðal annars í sinni ræðu að honum þætti þetta vera afar langsótt tilraun sem í hans huga byggði fyrst og fremst á því að fólk væri í grundvallaratriðum pólitískt ósammála áherslum dómsmálaráðherra. 

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
4
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
6
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár