Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Leggja fram vantrauststillögu á dómsmálaráðherra

Fjór­ir þing­flokks­for­menn Pírata, Við­reisn­ar, Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og Flokks fólks­ins hafa lagt fram van­traust­stil­lögu á Jón Gunn­ars­son dóms­mála­ráð­herra. Síð­ast var van­traust­stil­laga á ráð­herra lögð fram ár­ið 2018 þeg­ar Sig­ríð­ur Á. And­er­sen var dóms­mála­ráð­herra.

Leggja fram vantrauststillögu á dómsmálaráðherra
Þykir leitt að hafa ekki orðað hlutina skýrar Dóms­mála­ráð­herra gaf í skyn úr ræðu­stól Al­þing­is í gær að þing­menn þægju gjaf­ir frá nýj­um Ís­lend­ing­um sem hlot­ið hefðu rík­is­borg­ara­rétt frá Al­þingi. Hann sendi síðan út yf­ir­lýs­ingu í gærkvöldi þar sem hann sagði að hon­um þætti leitt að hann hefði ekki orð­að þann hluta ræðunnar nægi­lega skýrt. Mynd: Bára Huld Beck

Þingflokksformenn fjögurra stjórnarandstöðuflokka hafa lagt fram vantrauststillögu á Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra, samkvæmt upplýsingum Heimildarinnar.

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata er fyrsti flutningsmaður tillögunnar en með henni eru Hanna Katrín Friðriksson þingflokksformaður Viðreisnar, Guðmundur Ingi Kristinsson þingflokksformaður Flokks fólksins og Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður Samfylkingarinnar sem kemur í stað Loga Einarssonar þingflokksformanns flokksins þar sem hann er staddur erlendis. 

Alþingi þarf að fá gögn til að afgreiða umsóknir með viðunandi hætti

Nokkuð uppnám var á Alþingi í gær þegar þingmenn Viðreisnar, Samfylkingarinnar og Pírata komu í pontu og sökuðu dómsmálaráðherra um lögbrot. Var hann meðal annars hvatt­ur til að íhuga stöðu sína al­var­lega. 

Ástæðan var að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fékk nýlega afhent minnisblað sem tekið var saman í tengslum við umfjöllun nefndarinnar um ákvörðun dómsmálaráðherra vegna beiðna Alþingis um afhendingu gagna og upplýsinga. 

Mikil umræða var á síðasta ári í þingsal um afgreiðslu Útlend­inga­­stofn­unar á umsóknum um rík­­is­­borg­­ara­rétt til Alþing­is. Margir þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu það að stofnunin drægi að skila inn gögnum og beindist sú gagnrýni ekki síst að dómsmálaráðherra. 

Í niðurstöðu minnisblaðsins, sem var til umræðu í gær, kemur fram að Alþingi fari með forræði á veitingu ríkisborgararéttar með lögum. Þar kemur jafnframt fram að samkvæmt ákvæði í lögum undirbúi Útlendingastofnun málin, rannsaki hagi umsækjenda og veiti umsögn um þær ásamt því að afla umsagna lögreglustjóra á dvalarstað umsækjenda. 

„Ákvæði 2. mgr. 6. gr. laga nr. 100/1952 binda ekki hendur Alþingis heldur stjórnvalda og fela þar með ekki í sér sérákvæði gagnvart 1. mgr. 51. gr. þingskapa. Þó ákvæði 51. gr. þingskapa hafi ekki verið hugsað til að nota í málum sem varða veitingu ríkisborgararéttar felur ákvæðið í sér þá meginreglu að Alþingi eigi aðgang að upplýsingum frá stjórnvöldum sem eru því nauðsynlegar til að þingið geti gegnt hlutverki sínu. 

Til þess að Alþingi geti afgreitt umsóknir um ríkisborgararétt með viðunandi hætti þarf það að fá þau gögn sem máli skipta. Fáist þau gögn ekki afhent með þeim hætti sem Alþingi óskar eftir getur það í ljósi þess að þingið fer með forræði á málaflokknum beitt 1. mgr. 51. gr. þingskapa til að skylda stjórnvöld til að verða við beiðnum Alþingis innan tiltekins frests. Ákvæðið hefur víðtækt gildisviðs og ekki eru gerðar ríkar kröfur til þess hvernig mál sem nefnd hefur til umfjöllunar er afmarkað,“ segir í niðurstöðunni.  

Brot sem þingið megi ekki láta yfir sig ganga

Þórhildur Sunna sagði undir liðnum störf þingsins á Alþingi í dag, eftir að tillagan var lögð fram, að ráðherrann hefði brotið gegn þingsköpum þegar hann „bannaði Útlendingastofnun að afhenda þinginu þau gögn sem þingið óskaði eftir“. 

„Með þessu athæfi braut ráðherrann gegn einni af grunnstoðum þingræðisins á Íslandi. Hann braut gegn upplýsingarétti Alþingis Íslendinga. Það er grafalvarlegt brot gegn þinginu, brot sem þingið má ekki láta yfir sig ganga eins og ekkert hafi gerst. Réttur þingsins til að kalla eftir þeim upplýsingum sem það þarf til að sinna störfum sínum er bundinn í stjórnarskrá, hann er víðtækur og gríðarlega mikilvægur. 

Við erum lýðveldi með þingbundinni stjórn og það má ekki leyfa ráðherrum að taka sér það vald að velja hvaða upplýsingar þeim finnst þingið eiga rétt á að fá og hverjar ekki. Ef við samþykkjum það einu sinni erum við að setja fordæmi sem er ekki bara hættulegt heldur beinlínis andstætt stjórnskipun lýðveldisins Íslands,“ sagði hún. 

Af þessum ástæðum sagði Þórhildur Sunna að þingflokksformenn flokkanna fjögurra legðu til vantraust á hendur dómsmálaráðherra; til að standa vörð um grundvallarstjórnskipan Íslands. 

Ráðherra geti ekki notið trausts AlþingisÞórhildur Sunna segir að tillagan snúist um það að ráðherra sem brjóti jafn „freklega“ gegn upplýsingarétti almennings geti ekki, megi ekki og eigi ekki að njóta trausts Alþingis.

„Um það snýst þessi tillaga og ekkert annað. Hún snýst ekki um veitingu ríkisborgararéttar. Hún snýst ekki um Útlendingastofnun. Hún snýst ekki um útlendinga, hvað sem hver segir. Allra síst snýst hún um dylgjur dómsmálaráðherra í garð þingmanna allsherjar- og menntamálanefndar, sem er ein ógeðfelldasta afvegaleiðing sem ég hef orðið vitni að. Þessi tillaga snýst um það að ráðherra sem brýtur jafn freklega gegn upplýsingarétti almennings getur ekki, má ekki og á ekki að njóta trausts þess sama Alþingis,“ sagði hún. Aðrir þingmenn kölluðu eftir að Þórhildur Sunna lauk máli sínu: „Heyr, heyr.“

Ráðherra verður leystur frá embætti ef vantrauststillaga er samþykkt

Í lögum um Stjórnarráð Íslands segir að ráðherrar starfi í umboði Alþingis. Forsætisráðherra sé skylt að biðjast lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt ef tillaga um vantraust á ríkisstjórn er samþykkt á Alþingi. Samþykki Alþingi tillögu um vantraust á einstakan ráðherra í ríkisstjórn sé forsætisráðherra skylt að gera tillögu til forseta um að viðkomandi ráðherra verði leystur frá embætti.

Frá 1944 hafa verið lagðar fram þingsályktunartillögur um vantraust á ríkisstjórn í 24 skipti. Þar af var ein tillaga um vantraust á alla ráðherra í ríkisstjórn Davíðs Oddssonar 1994 en henni var vísað frá að tillögu forsætisráðherra. Á tímabilinu var aðeins ein vantrauststillaga samþykkt. Það var árið 1950 þegar ríkisstjórn Ólafs Thors fór frá. Árið 1974 rauf Ólafur Jóhannesson þing áður en vantrauststillaga á ríkisstjórn hans kom til umræðu á þinginu.

Vantrauststillaga á Sigríði Á. Andersen felld árið 2018

Síðast var vantrauststillaga lögð fram á ráðherra árið 2018 þegar tveir stjórn­ar­and­stöðu­flokk­ar, Píratar og Sam­fylk­ing, lögðu fram slíka ­til­lögu á Sig­ríði Á. And­er­sen þáverandi dóms­mála­ráð­herra í ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar. Það var vegna Lands­rétt­ar­mál­sins svo­kall­aðs, sem snerist um að mats­­nefnd um hæfi umsækj­enda um dóm­­ara­emb­ætti við Lands­rétt hefði lagt fram til­­lögu um 15 hæf­­ustu ein­stak­l­ing­anna til að taka við 15 stöð­­um. 

Sig­ríður ákvað að breyta þeirri til­­lögu og færa fjóra af lista mats­­nefnd­­ar­innar en setja fjóra aðra í stað­inn. Í des­em­ber 2017 komst Hæst­i­­réttur að þeirri nið­­ur­­stöðu að Sig­ríður hefði brotið gegn stjórn­sýslu­lögum með athæfi sínu í málum sem tveir mann­anna sem höfðu verið færðir af list­­anum höfð­uðu. Hinir tveir höfðuðu síðan bóta­­mál á hendur rík­­inu sem þeir unnu. 

Neyddist til að stíga til hliðarSigríður Á. Andersen var mikið í sviðsljósinu þegar Landsréttarmálið stóð sem hæst. Hún steig til hliðar sem dómsmálaráðherra í mars 2019.

Van­traust­s­til­lagan kom í kjöl­far þess að umboðs­maður Alþingis sendi bréf til stjórn­­­skip­un­­ar- og eft­ir­lits­­nefndar. Þar kom fram að hann myndi ekki hefja frum­­­kvæð­is­rann­­­sókn á mál­inu í ljósi yfir­­­stand­andi umfjöll­unar dóm­stóla og Alþingis um mál­ið. Hann gerði hins vegar nokkrar veiga­­­miklar athuga­­­semdir við máls­­­með­­­­­ferð­ina.

Til­lagan var tekin fyrir á Alþingi þann 6. mars 2018 og var hún felld. Atkvæði féllu þannig að 33 voru á móti til­­lög­unni, 29 með­­­fylgj­andi og einn sat hjá, Berg­þór Óla­­son þingmaður Mið­­flokksins. Tveir þing­­menn Vinstri grænna, Rósa Björk Brynj­­ólfs­dóttir og Andrés Ingi Jóns­­son, studdu til­­lögu um van­­traust, en aðrir stjórn­­­ar­­þing­­menn voru á mót­i.

Kjósa
14
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Ráðherrum ítrekað bent á að gjöf Haraldar stæðist ekki skoðun
1
AfhjúpunDýr skyldi Haraldur allur

Ráð­herr­um ít­rek­að bent á að gjöf Har­ald­ar stæð­ist ekki skoð­un

Upp­lýs­ing­ar úr fjár­mála­ráðu­neyt­inu styðja ekki þá full­yrð­ingu Bjarna Bene­dikts­son­ar að ráðu­neyt­ið teldi rík­is­lög­reglu­stjóra hafa haft heim­ild til „út­færslu samn­inga“ sem sagð­ir eru gjafa­gjörn­ing­ar. Í ráðu­neyt­inu voru þvert á móti veru­leg­ar efa­semd­ir um að sam­komu­lag­ið stæð­ist. Ráðu­neyt­is­stjóri í dóms­mála­ráðu­neyt­inu og lög­reglu­stjór­ar töldu rétt að skoða hvort Har­ald­ur hefði brot­ið lög.
„Þetta snýst um að gera vel við börn“
3
Fréttir

„Þetta snýst um að gera vel við börn“

Alma Möller, land­lækn­ir seg­ir að fá­tækt erf­ist eins og áföll. Stjórn­völd og sam­fé­lag­ið allt þurfi að hjálp­ast að við að bæta að­stæð­ur þeirra sem minnst beri úr být­um. Sá hóp­ur glími frek­ar við lang­vinna sjúk­dóma sem geti dreg­ið veru­lega úr lífs­gæð­um og stytt líf þeirra. „Við þurf­um að horf­ast í augu við þetta og byrja á að huga að börn­un­um.“
Hvað finnst forsetaframbjóðendunum um stríðið á Gaza?
4
FréttirForsetakosningar 2024

Hvað finnst for­setafram­bjóð­end­un­um um stríð­ið á Gaza?

Fé­lag­ið Ís­land-Palestína sendi for­setafram­bjóð­end­un­um bréf þar sem þeir voru spurð­ir út í af­stöðu þeirra til fram­göngu Ísra­els­hers á Gaza-svæð­inu. Þá voru fram­bjóð­end­urn­ir einnig beðn­ir um að svara því hvernig þeir sæju fyr­ir sér frjálsa Palestínu og hvort þeir muni beita sér fyr­ir frjálsri Palestínu nái þau kjöri.
Íslenska útrásin í bresku elliheimilin
6
Úttekt

Ís­lenska út­rás­in í bresku elli­heim­il­in

Fjár­festa­hóp­ur sem Kvika setti sam­an hef­ur á síð­ustu ár­um ver­ið eig­andi breskra elli­heim­ila. For­svars­menn elli­heim­il­is­ins hafa kom­ið hing­að til lands til að mæla fyr­ir auk­inni einka­væð­ingu í vel­ferð­ar­þjón­ustu á Ís­landi. Kvika sjálf, og þar með ís­lensk­ir líf­eyr­is­sjóð­ir, er hlut­hafi í elli­heim­il­un­um sem skil­uðu arð­semi um­fram vænt­ing­ar á síð­asta ári.
Lára Guðrún Jóhönnudóttir
9
Pistill

Lára Guðrún Jóhönnudóttir

Þrílita Bom­b­an sem ann­ast sinn græna reit

Hún lif­ir líf­inu á eig­in for­send­um. Rútína er henn­ar ástartungu­mál og hún geng­ur um ver­öld­ina með sitt með­fædda sjálfs­traust. Eng­inn veit hvað hún er göm­ul í raun og veru þó ýms­ar kenn­ing­ar séu á kreiki. Hún þarf ekki vega­bréf og hef­ur eng­an kosn­inga­rétt. Hún býr við tals­vert áreiti vegna ein­stakr­ar feg­urð­ar og henn­ar lipru hreyf­ing­ar, sem eru ávallt með til­þrif­um,...
Úttekt og úrbætur til að Akureyrarbær „geri ekki mistök“ í þjónustu við fatlaða
10
FréttirFatlað fólk beitt nauðung

Út­tekt og úr­bæt­ur til að Ak­ur­eyr­ar­bær „geri ekki mis­tök“ í þjón­ustu við fatl­aða

Vel­ferð­ar­ráð Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar hef­ur fal­ið sviðs­stjóra vel­ferð­ar­sviðs að láta gera óháða út­tekt á verk­ferl­um bæj­ar­fé­lags­ins þeg­ar kem­ur að rétt­inda­gæslu fyr­ir fatl­að fólk og að í kjöl­far­ið verði gerð­ar til­lög­ur að úr­bót­um. Mál­ið var tek­ið fyr­ir á fundi ráðs­ins í kjöl­far fjöl­miðlaum­fjöll­un­ar um mál Sveins Bjarna­son­ar sem bjó í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar í fimmtán ár.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Öryggisverðir gæta Bjarna – „Nokkuð góðir í að vera ósýnilegir“
4
Fréttir

Ör­ygg­is­verð­ir gæta Bjarna – „Nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir“

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra vill ekki kalla þá líf­verði, ör­ygg­is­verð­ina sem fylgja hon­um hvert fót­mál. „Þeir eru nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir þannig að ég geti sinnt mín­um störf­um,“ seg­ir hann. Áhættumat vegna ör­ygg­is ráð­herra rík­is­stjórn­ar Ís­lands er í sí­felldri end­ur­skoð­un, sam­kvæmt embætti rík­is­lög­reglu­stjóra.
Missti göngugetuna níu ára og missir „himnaríki“ ellefu ára
6
FréttirFlóttamenn

Missti göngu­get­una níu ára og miss­ir „himna­ríki“ ell­efu ára

Þó að lækn­ar telji mik­il­vægt að hinn ell­efu ára gamli Yaz­an, sem er með ágeng­an vöðvarýrn­un­ar­sjúk­dóm, haldi áfram í lækn­is­með­ferð tel­ur Kær­u­nefnd út­lend­inga­mála ekk­ert því til fyr­ir­stöðu að vísa hon­um til lands sem hann hef­ur sem stend­ur eng­in rétt­indi í. „Ég hef unn­ið við þetta í næst­um 8 ár og aldrei séð svona af­ger­andi lækn­is­vott­orð,“ seg­ir tals­mað­ur fjöl­skyld­unn­ar. Sex sam­tök og fjöl­marg­ir Ís­lend­ing­ar hafa mót­mælt fyr­ir­hug­aðri brott­vís­un.
Þórður Snær Júlíusson
7
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Er það að gefa að minnsta kosti hálf­an millj­arð góð með­ferð op­in­bers fjár?

Fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri með sterk flokk­spóli­tísk tengsl tók ákvörð­un um að gera vel við nána sam­starfs­menn sína rétt áð­ur en þeir fóru á eft­ir­laun og rétt áð­ur en hann þurfti að semja um starfs­lok. Kostn­að­ur­inn við þessa ákvörð­un er að minnsta kosti rúm­lega 500 millj­ón­ir króna og skatt­greið­end­ur bera hann. Tveir nú­ver­andi ráð­herr­ar voru kolrang­stæð­ir í yf­ir­lýs­ing­um sín­um um mál­ið að mati Hæsta­rétt­ar og nú­ver­andi dóms­mála­ráð­herra get­ur ekki feng­ið sig til að biðja um rann­sókn á því.
„Ótrúlega falleg framtíðarsýn“ að hlaupa með pabba sínum á níræðisaldri
9
ViðtalHlaupablaðið 2024

„Ótrú­lega fal­leg fram­tíð­ar­sýn“ að hlaupa með pabba sín­um á ní­ræðis­aldri

Rann­veig Haf­berg hélt að hún gæti aldrei byrj­að að hlaupa. Hún létt­ist um 38 kíló á einu og hálfu ári með breyttu mataræði og hleyp­ur vænt­an­lega sitt tí­unda of­ur­m­ara­þon á Lauga­veg­in­um í sum­ar. Ey­steinn Haf­berg, fað­ir henn­ar, byrj­aði að hlaupa um sjö­tugt eft­ir hjarta­áfall. Hann er orð­inn fræg fyr­ir­mynd í ís­lenska hlaupa­heim­in­um. Móð­ir henn­ar er líka byrj­uð að hlaupa. Og barna­börn­in.
Grátrana sást á Vestfjörðum
10
Fréttir

Grátr­ana sást á Vest­fjörð­um

Grátr­ana sást á túni vest­ur í Djúpi á Vest­fjörð­um. Um er ræða sjald­séð­an flæk­ings­fugl og þyk­ir það tíðund­um sæta að hann hafi sést á þess­um slóð­um en hing­að til hafa þeir að­eins fund­ist á Aust­ur­landi og á Norð-Aust­ur­landi. Fugl­inn varð á vegi hjón­anna Kristjáns Sig­ur­jóns­son­ar og Áslaug­ar Ótt­ars­dótt­ur sem náðu af smella af nokkr­um mynd­um af trön­unni áð­ur en hún flaug á brott.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
2
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
5
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár