Hver er helsta ógnin sem stafar af gervigreind? spurði ég gervigreindar-spjallmennið og mállíkanið Chat GPT. Nóg átti það af svörum en eitt þeirra, sem hræddi mig persónulega, var sá möguleiki að gervigreind gæti stolið starfinu mínu.
Það lá því beint við að spyrja það: „Hvor er betri í blaðamennsku, manneskja eða gervigreind?“ Spjallmennið var afar kurteist í svörum sínum. Það sagði að sem mállíkan yrði það að lýsa yfir hlutleysi, að bæði manneskjur og gervigreind hefðu sína kosti og galla. Gervigreindin gæti unnið hratt og örugglega úr gríðarlegum fjölda gagna en skorti hins vegar getu til að skilja blæbrigði mannlegrar hegðunar og tilfinninga, sem væri oft mjög mikilvægt í „áhrifaríkri blaðamennsku“, eins og það orðaði það.
„Blaðamennska er enn þá best í höndum manneskju,“ sagði það orðrétt, á allt í lagi íslensku.
Getur ekki móðgast því það er ekki með tilfinningar
Þegar …
Athugasemdir (1)