Rúmlega 51 þúsund tonn var framleitt af eldisfiski á Íslandi á síðasta ári og nam útflutningsverðmæti fisksins um 49 milljörðum króna. Þetta er margfalt meira en var fyrir aðeins nokkrum árum síðan en langmestu munar um stóraukna eldisræktun á laxi. Magnið af eldisfiski sem ræktaður var hér á landi var þó ögn minni árið 2022 en árið þar á undan.
Í tölum Hagstofunnar sést hvernig laxeldi er meginuppistaða framleiðslu eldisfiska á Íslandi. Um 90 prósent af öllum eldisfiski er lax; um 45 þúsund tonn. Tæp 5 þúsund tonn af bleikju voru ræktuð í eldi og rúmt tonn af regnbogasilungi á sama tíma.
Langmest af framleiddum fiski er fluttur úr landi. Af áðurnefndum 45 þúsund tonnum af eldislaxi voru 39 þúsund flutt úr landi.
Á síðustu fimm árum hefur fiskeldi vaxið fiskur um hrygg …
Athugasemdir (1)