Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Tugmilljarða verðmæti eldisfisks í fyrra en greinin bókfærir tap

Út­flutn­ings­verð­mæti eld­is­fisks á síð­asta ári námu um 49 millj­örð­um króna. Fram­leiðsla á eld­is­fiski hef­ur marg­fald­ast og mun­ar lang­mestu um stór­auk­ið lax­eldi.

Tugmilljarða verðmæti eldisfisks í fyrra en greinin bókfærir tap
Vöxtur í greininni Fiskeldi hefur aldrei verið stundað í jafn miklum mæli og nú hér á landi.

Rúmlega 51 þúsund tonn var framleitt af eldisfiski á Íslandi á síðasta ári og nam útflutningsverðmæti fisksins um 49 milljörðum króna. Þetta er margfalt meira en var fyrir aðeins nokkrum árum síðan en langmestu munar um stóraukna eldisræktun á laxi. Magnið af eldisfiski sem ræktaður var hér á landi var þó ögn minni árið 2022 en árið þar á undan. 

EldisfiskurFramleiðslumagn helstu fiskeldistegunda, mælt í tonnum af óslægðum fiski, samkvæmt gögnum Hagstofunnar.

Í tölum Hagstofunnar sést hvernig laxeldi er meginuppistaða framleiðslu eldisfiska á Íslandi. Um 90 prósent af öllum eldisfiski er lax; um 45 þúsund tonn. Tæp 5 þúsund tonn af bleikju voru ræktuð í eldi og rúmt tonn af regnbogasilungi á sama tíma.

Langmest af framleiddum fiski er fluttur úr landi. Af áðurnefndum 45 þúsund tonnum af eldislaxi voru 39 þúsund flutt úr landi. 

Á síðustu fimm árum hefur fiskeldi vaxið fiskur um hrygg …

Kjósa
20
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Jóhannes Baldvinsson skrifaði
    Þarna hefði mátt vinna efnið betur. Hvað varð til dæmis um þessi 6 þúsund tonn sem voru framleidd en ekki flutt út? Og hvar getur maður lesið þessa ársreikninga fiskeldisfyrirtækja? Samkvæmt mínu grúski er aðeins ársreikningur Fiskeldis Austfjarða, aðgengilegt á vef RSK. Ársreikningur Salmar AS Group sem á allt eldi fyrir vestan er ekki aðgengilegur þar sem það er norskt félag og engar upplýsingar um reksturinn í ársreikningi félags sem enn er til og heitir Arnarlax. Þið sem rannsóknablaðamenn eigið að gera betur! Follow the money!
    6
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
5
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár