Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

„Að alast upp í tanki er eins brjálæðislega ónáttúrulegt og hugsast getur“

Ang­ist hef­ur grip­ið um sig er há­hyrn­ing­arn­ir Kiska, Keikó og Kat­ina voru föng­uð af mönn­um og að­skil­in frá fjöl­skyld­um sín­um. Hinir ungu há­hyrn­ing­ar hafa vein­að af skelf­ingu og fjöl­skyld­urn­ar leit­að að þeim lengi. Edda Elísa­bet Magnús­dótt­ir sjáv­ar- og at­ferl­is­fræð­ing­ur seg­ir mjög sterk­ar teng­ing­ar verða inn­an fjöl­skyldna há­hyrn­inga og vina­bönd sömu­leið­is mynd­ast við aðra hópa.

„Að alast upp í tanki er eins brjálæðislega ónáttúrulegt og hugsast getur“
Við rannsóknir Edda Elísabet í vinnu sinni við hvalarannsóknir. Mynd: Alec Burslem

Töluverðar líkur eru á því að einhverjir úr fjölskylduhópi Kisku, háhyrnings sem veiddur var við Íslandsstrendur á áttunda áratugnum og dó í dýragarði í Kanada á dögunum, syndi enn í frelsi í hafinu við Ísland. Það er einnig líklegt að hópurinn hafi leitað hennar lengi. Innan fjölskyldna háhyrninga er „rosalega mikil tenging, þá sérstaklega milli eldri hópmeðlima og ungviða, þá helst mæðra og ungviða,“ segir Edda Elísabet Magnúsdóttir sjávar- og atferlisvistfræðingur.

Háhyrningar alast upp í mæðraveldi, ef svo má segja. Mæður, frænkur og ömmur hjálpast að við að ala upp ungviðið og vinna náið saman í sinni lífsbaráttu allri. Kvendýrin halda gjarnan tryggð við hópinn allt sitt líf og karldýrin jafnvel líka en fara á flakk til að fjölga sér. Samkvæmt rannsóknum sem gerðar hafa verið á Íslandi eiga ólíkir háhyrningahópar í töluverðum samskiptum og myndast stundum að því er virðist vinabönd milli hópa til langs tíma. „Svo félagslíf háhyrninga …

Kjósa
20
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
5
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár