Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

„Að alast upp í tanki er eins brjálæðislega ónáttúrulegt og hugsast getur“

Ang­ist hef­ur grip­ið um sig er há­hyrn­ing­arn­ir Kiska, Keikó og Kat­ina voru föng­uð af mönn­um og að­skil­in frá fjöl­skyld­um sín­um. Hinir ungu há­hyrn­ing­ar hafa vein­að af skelf­ingu og fjöl­skyld­urn­ar leit­að að þeim lengi. Edda Elísa­bet Magnús­dótt­ir sjáv­ar- og at­ferl­is­fræð­ing­ur seg­ir mjög sterk­ar teng­ing­ar verða inn­an fjöl­skyldna há­hyrn­inga og vina­bönd sömu­leið­is mynd­ast við aðra hópa.

„Að alast upp í tanki er eins brjálæðislega ónáttúrulegt og hugsast getur“
Við rannsóknir Edda Elísabet í vinnu sinni við hvalarannsóknir. Mynd: Alec Burslem

Töluverðar líkur eru á því að einhverjir úr fjölskylduhópi Kisku, háhyrnings sem veiddur var við Íslandsstrendur á áttunda áratugnum og dó í dýragarði í Kanada á dögunum, syndi enn í frelsi í hafinu við Ísland. Það er einnig líklegt að hópurinn hafi leitað hennar lengi. Innan fjölskyldna háhyrninga er „rosalega mikil tenging, þá sérstaklega milli eldri hópmeðlima og ungviða, þá helst mæðra og ungviða,“ segir Edda Elísabet Magnúsdóttir sjávar- og atferlisvistfræðingur.

Háhyrningar alast upp í mæðraveldi, ef svo má segja. Mæður, frænkur og ömmur hjálpast að við að ala upp ungviðið og vinna náið saman í sinni lífsbaráttu allri. Kvendýrin halda gjarnan tryggð við hópinn allt sitt líf og karldýrin jafnvel líka en fara á flakk til að fjölga sér. Samkvæmt rannsóknum sem gerðar hafa verið á Íslandi eiga ólíkir háhyrningahópar í töluverðum samskiptum og myndast stundum að því er virðist vinabönd milli hópa til langs tíma. „Svo félagslíf háhyrninga …

Kjósa
20
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár