Töluverðar líkur eru á því að einhverjir úr fjölskylduhópi Kisku, háhyrnings sem veiddur var við Íslandsstrendur á áttunda áratugnum og dó í dýragarði í Kanada á dögunum, syndi enn í frelsi í hafinu við Ísland. Það er einnig líklegt að hópurinn hafi leitað hennar lengi. Innan fjölskyldna háhyrninga er „rosalega mikil tenging, þá sérstaklega milli eldri hópmeðlima og ungviða, þá helst mæðra og ungviða,“ segir Edda Elísabet Magnúsdóttir sjávar- og atferlisvistfræðingur.
Háhyrningar alast upp í mæðraveldi, ef svo má segja. Mæður, frænkur og ömmur hjálpast að við að ala upp ungviðið og vinna náið saman í sinni lífsbaráttu allri. Kvendýrin halda gjarnan tryggð við hópinn allt sitt líf og karldýrin jafnvel líka en fara á flakk til að fjölga sér. Samkvæmt rannsóknum sem gerðar hafa verið á Íslandi eiga ólíkir háhyrningahópar í töluverðum samskiptum og myndast stundum að því er virðist vinabönd milli hópa til langs tíma. „Svo félagslíf háhyrninga …
Athugasemdir (1)