Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Jafn margir segjast ætla að kjósa Sósíalistaflokkinn og Vinstri græn

Sam­fylk­ing­in mæl­ist nú með 24,4 pró­sent fylgi, eða 4,2 pró­sentu­stigi meira en Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn. Fylgi Vinstri grænna hef­ur rúm­lega helm­ing­ast og sam­eig­in­legt fylgi stjórn­ar­flokk­anna þriggja er kom­ið und­ir 40 pró­sent.

Jafn margir segjast ætla að kjósa Sósíalistaflokkinn og Vinstri græn
Kosningarnar 2021 Margt hefur breyst síðan að landsmenn kusu síðast til Alþingis. Mynd: Bára Huld Beck

Samfylkingin mælist með 24,4 prósent fylgi í nýjustu könnun Maskínu. Það er mesta fylgi sem flokkurinn hefur mælst með á þessu kjörtímabili í könnunum fyrirtækisins. Fylgið mældist 23,3 prósent í febrúar og eykst því um 1,1 prósentustig milli mánaða. Frá síðustu kosningum, sem fóru fram haustið 2021, hefur Samfylkingin bætt við sig 14,5 prósentustigum af fylgi. 

Allir stjórnarandstöðuflokkarnir fimm á þingi utan eins hafa bætt við sig fylgi það sem af er kjörtímabili. Píratar mælast nú með 10,2 prósent, og dala nokkuð milli mánaða, og Viðreisn mælist með 9,1 prósent, sem er 0,8 prósentustigum meira en flokkurinn fékk í september 2021. Miðflokkurinn, sem fékk 5,4 prósent fylgi í síðustu kosningum, mælist nú með 5,7 prósent. Eini stjórnarandstöðuflokkurinn sem hefur tapað fylgi er Flokkur fólksins, sem vann ágætis kosningasigur fyrir einu og hálfu ári síðan þegar hann fékk 8,8 prósent atkvæða. Fylgi hans nú mælist 5,2 prosent sem þýðir að flokkurinn er við það að detta út af þingi ef kosið yrði í dag. 

Við þetta má bæta að Sósíalistaflokkurinn, sem náði ekki inn manni á þing í síðustu kosningum þar sem hann fékk 4,1 prósent atkvæða, mælist nú með sex prósent fylgi. 

Samanlagt fylgi þeirra flokka sem mynda stjórnarandstöðu og þess flokks sem er ekki með fulltrúa á þingi en mælist með nægjanlegt fylgi til að ná slíkum inn, mælist nú 60,6 prósent. 

Stjórnarflokkarnir undir 40 prósentin

Það þýðir að sameiginlegt fylgi stjórnarflokkanna þriggja er komið undir 40 prósent. Nánar tiltekið er það 39,4 prósent nú en Vinstri græn, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur fengu 54,3 prósent atkvæða í síðustu þingkosningum. Flokkarnir þrír hafa því tapað 14,9 prósent af fylgi sínu á því eina og hálfa ári sem liðið er frá síðustu kosningum. Ríkisstjórnin væri kolfallinn ef kosið yrði í dag.

Mestu hafa Vinstri græn, sem héldu landsfund um liðna helgi, tapað. Fylgi flokksins mælist nú sex prósent hjá Maskínu sem gerir það að verkum að Vinstri græn mælast þriðji minnsti flokkurinn á þingi. Munurinn á þeim og Miðflokknum og Flokki fólksins er þó innan skekkjumarka. Auk þess segjast jafn margir styðja Vinstri græna og Sósíalistaflokkinn, sem skilgreinir sig vinstra megin við flokk Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. Alls hefur fylgi Vinstri grænna meira en helmingast frá síðustu kosningum, þegar flokkurinn fékk 12,6 prósent atkvæða.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur tapað næst mestu fylgi stjórnarflokkanna á kjörtímabilinu, eða 4,2 prósentustigum. Fylgi hans nú mælist 20,2 prósent, sem yrði versta útkoma flokksins frá upphafi ef hún kæmi upp úr kjörkössunum. 

Framsóknarflokkurinn mælist nú með 13,2 prósent fylgi og hressist aðeins milli mánaða. Flokkurinn er þó töluvert frá kjörfylgi sínu, en hann vann kosningasigur haustið 2021 þegar 17,3 prósent landsmanna settu X við B. Því hefur Framsókn tapað 4,1 prósentustigi á kjörtímabilinu.

Kjósa
21
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • LCV
    Lowana Compton Veal skrifaði
    Ég ætla að kjósa Flokk Fávita eins og síðast. Kveðja, Siggi Þóriss.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Stendur með því sem hjartað segir að sé rétt
4
Viðtal

Stend­ur með því sem hjart­að seg­ir að sé rétt

Ás­dís María Við­ars­dótt­ir hef­ur sleg­ið í gegn í þýsku­mæl­andi lönd­um. Með­al ann­ars átt lag í fyrsta sæti vin­sældal­ista út­varps­stöðva í Þýskalandi og ver­ið til­nefnd þar fyr­ir besta popp­lag árs­ins. Hér heima vakti hún um­ræðu í fyrra þeg­ar hún dró sig frá lagi sínu í Eurovisi­on vegna hern­að­ar­ins á Gaza. Ás­dís María ræð­ir allt þetta í við­tali – og meira til!

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár