Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Jafn margir segjast ætla að kjósa Sósíalistaflokkinn og Vinstri græn

Sam­fylk­ing­in mæl­ist nú með 24,4 pró­sent fylgi, eða 4,2 pró­sentu­stigi meira en Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn. Fylgi Vinstri grænna hef­ur rúm­lega helm­ing­ast og sam­eig­in­legt fylgi stjórn­ar­flokk­anna þriggja er kom­ið und­ir 40 pró­sent.

Jafn margir segjast ætla að kjósa Sósíalistaflokkinn og Vinstri græn
Kosningarnar 2021 Margt hefur breyst síðan að landsmenn kusu síðast til Alþingis. Mynd: Bára Huld Beck

Samfylkingin mælist með 24,4 prósent fylgi í nýjustu könnun Maskínu. Það er mesta fylgi sem flokkurinn hefur mælst með á þessu kjörtímabili í könnunum fyrirtækisins. Fylgið mældist 23,3 prósent í febrúar og eykst því um 1,1 prósentustig milli mánaða. Frá síðustu kosningum, sem fóru fram haustið 2021, hefur Samfylkingin bætt við sig 14,5 prósentustigum af fylgi. 

Allir stjórnarandstöðuflokkarnir fimm á þingi utan eins hafa bætt við sig fylgi það sem af er kjörtímabili. Píratar mælast nú með 10,2 prósent, og dala nokkuð milli mánaða, og Viðreisn mælist með 9,1 prósent, sem er 0,8 prósentustigum meira en flokkurinn fékk í september 2021. Miðflokkurinn, sem fékk 5,4 prósent fylgi í síðustu kosningum, mælist nú með 5,7 prósent. Eini stjórnarandstöðuflokkurinn sem hefur tapað fylgi er Flokkur fólksins, sem vann ágætis kosningasigur fyrir einu og hálfu ári síðan þegar hann fékk 8,8 prósent atkvæða. Fylgi hans nú mælist 5,2 prosent sem þýðir að flokkurinn er við það að detta út af þingi ef kosið yrði í dag. 

Við þetta má bæta að Sósíalistaflokkurinn, sem náði ekki inn manni á þing í síðustu kosningum þar sem hann fékk 4,1 prósent atkvæða, mælist nú með sex prósent fylgi. 

Samanlagt fylgi þeirra flokka sem mynda stjórnarandstöðu og þess flokks sem er ekki með fulltrúa á þingi en mælist með nægjanlegt fylgi til að ná slíkum inn, mælist nú 60,6 prósent. 

Stjórnarflokkarnir undir 40 prósentin

Það þýðir að sameiginlegt fylgi stjórnarflokkanna þriggja er komið undir 40 prósent. Nánar tiltekið er það 39,4 prósent nú en Vinstri græn, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur fengu 54,3 prósent atkvæða í síðustu þingkosningum. Flokkarnir þrír hafa því tapað 14,9 prósent af fylgi sínu á því eina og hálfa ári sem liðið er frá síðustu kosningum. Ríkisstjórnin væri kolfallinn ef kosið yrði í dag.

Mestu hafa Vinstri græn, sem héldu landsfund um liðna helgi, tapað. Fylgi flokksins mælist nú sex prósent hjá Maskínu sem gerir það að verkum að Vinstri græn mælast þriðji minnsti flokkurinn á þingi. Munurinn á þeim og Miðflokknum og Flokki fólksins er þó innan skekkjumarka. Auk þess segjast jafn margir styðja Vinstri græna og Sósíalistaflokkinn, sem skilgreinir sig vinstra megin við flokk Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. Alls hefur fylgi Vinstri grænna meira en helmingast frá síðustu kosningum, þegar flokkurinn fékk 12,6 prósent atkvæða.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur tapað næst mestu fylgi stjórnarflokkanna á kjörtímabilinu, eða 4,2 prósentustigum. Fylgi hans nú mælist 20,2 prósent, sem yrði versta útkoma flokksins frá upphafi ef hún kæmi upp úr kjörkössunum. 

Framsóknarflokkurinn mælist nú með 13,2 prósent fylgi og hressist aðeins milli mánaða. Flokkurinn er þó töluvert frá kjörfylgi sínu, en hann vann kosningasigur haustið 2021 þegar 17,3 prósent landsmanna settu X við B. Því hefur Framsókn tapað 4,1 prósentustigi á kjörtímabilinu.

Kjósa
21
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • LCV
    Lowana Compton Veal skrifaði
    Ég ætla að kjósa Flokk Fávita eins og síðast. Kveðja, Siggi Þóriss.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Forðast ólgu svo það sé áfram gaman í Samfylkingunni
3
Greining

Forð­ast ólgu svo það sé áfram gam­an í Sam­fylk­ing­unni

Sam­fylk­ing­ar­fólki hef­ur tek­ist að halda aft­ur af ólgu og upp­gjöri inn­an eig­in raða því flokks­fé­lag­ar vilja öðru frem­ur að flokk­ur­inn við­haldi góðu gengi. Fyrr­ver­andi ráð­herra lík­ir tök­um Kristrún­ar Frosta­dótt­ur á stjórn flokks­ins við stöðu Dav­íðs Odds­son­ar á síð­ustu öld. Flokks­menn eru þó mis­sátt­ir við stöðu Dags B. Eggerts­son­ar, fyrr­ver­andi borg­ar­stjóra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
2
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár