Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Ráðherra umhverfismála segir aðkomu náttúruverndarsamtaka að starfshópum tryggða

Um­hverf­is-, orku- og lofts­lags­ráðu­neyt­ið seg­ir út­tekt Heim­ild­ar­inn­ar á skip­un starfs­hópa sýna „tak­mark­aða og af­ar skakka mynd“. Starfs­hóp­um ber að hafa sam­band við hag­að­ila og því sé að­koma nátt­úru­vernd­ar­sam­taka tryggð. Fram­kvæmda­stjóri Land­vernd­ar gef­ur lít­ið fyr­ir svör ráðu­neyt­is­ins.

Ráðherra umhverfismála segir aðkomu náttúruverndarsamtaka að starfshópum tryggða
Ráðherra umhverfismála Ráðherra tekur í öllum tilfellum ákvörðun um formennsku í starfshópum og þar með hver stýrir vinnu hópsins. Frá því að Guðlaugur Þór tók við í lok árs 2021 hefur hann skipað 65 konur og 63 karlar í starfshópa, ráð, stjórnir og valnefndir. Tólf af formönnum sextán starfshópa sem ráðherra hefur skipað eru hvítir, miðaldra karlar á miðjum aldri með tengsl við Sjálfstæðisflokkinn eða Samtök atvinnulífsins. Mynd: Stundin / Davíð Þór

Aðkoma umhverfis- og náttúruverndarsamtaka að tímabundnum starfshópum umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra er tryggð með stefnu ráðherra og beinum tilmælum til allra starfshópa að hafa samráð við hagaðila og að sjónarmið þeirra séu tekin inn í þá vinnu sem starfshópum er ætlað að skila. 

Þetta kemur fram í svari ráðuneytisins við fyrirspurn Heimildarinnar þar sem óskað var eftir skýringum á því hvers vegna ellefu af fjórtán formönnum starfshópa, stjórna eða stýrihópa sem Guðlaugur Þór Þórðarson, ráðherra umhverfismála, hefur skipað í embættistíð sinni, eru hvítir, miðaldra karlmenn sem tengjast Sjálfstæðisflokknum eða Samtökum atvinnulífsins. 

Í úttekt Heimildarinnar í febrúar kom fram að tíu af körlunum ellefu hafa tengsl við Sjálfstæðisflokkinn eða Samtök atvinnulífsins. Það sama gildir um eina konu í hópnum, en þær eru alls þrjár. Ein þeirra er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi aðstoðarmaður Guðlaugs Þórs í utanríkisráðuneytinu. Tvær hafa hvorki tengsl við Sjálfstæðisflokkinn né Samtök atvinnulífsins. 

Frá því í febrúar hefur Guðlaugur Þór skipað tvo starfshópa til viðbótar. Árni Sigfússon, fyrrverandi bæjarstjóri í Reykjanesbæ, er formaður stýrihóps sem er falið að vinna tillögur um framgang mála í Vestmannaeyjum, sem heyra undir málefnasvið umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins, með það að markmiði að efla samfélagið.

Þá hefur Guðrún Hafsteinsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og verðandi dómsmálaráðherra ef allt gengur eftir, verið skipuð formaður starfshóps  sem er falið að skoða og leggja fram tillögur að því hvaða leiðir séu færar til að hraða orkuskiptum í flugi, með notkun endurnýjanlegs eldsneytis fyrir millilandaflug.

Úttektin gefi „takmarkaða og afar skakka mynd“

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið segir úttektina sýna „takmarkaða og afar skakka mynd af skipun ráðherra í embætti, starfshópa, ráð, stjórnir og valnefndir“ þar sem hún tók aðeins til formanna tímabundinna starfshópa vegna sérstakra verkefna. „Raunin er sú að ráðherra skipar fyrir hönd ráðuneytisins í töluvert fleiri hópa, nefndir, ráð og valnefndir.“  

Við skipan allra nefnda, stjórna, ráða og starfshópa er ávallt horft til laga um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna þannig að kynjaskipting verði sem jöfnust og í samræmi við jafnréttislög. „Þetta má bersýnilega sjá í kynjaskiptingu þeirra 128 aðila sem skipaðir hafa verið frá því að ráðherra tók við embætti í ýmist tímabundna eða ótímabundna starfshópa,“ segir í svari ráðuneytisins. Guðlaugur Þór hefur skipað 65 konur og 63 karla frá því að hann tók við sem umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra í lok árs 2021. 48 voru skipaðir án tilnefningar og eru karlar 58 prósent þeirra og konur 42 prósent.  

Ráðherra tekur alltaf ákvörðun um formann

Í öllum tilfellum tekur ráðherra ákvörðun um hver stýrir hópnum, þ.e. um formann hóps. Og það skiptir höfuðmáli að mati Auðar Önnu Magnúsdóttur, framkvæmdastjóri Landverndar. „Formaður hefur miklu, miklu mikilvægara hlutverk heldur en einhver sem situr í starfshópnum. Það skiptir máli að skoða formennina, en ekki draga inn alla, jafnvel varamenn, sem sitja í starfshópum. Það er allt annar handleggur,“ segir Auður í samtali við Heimildina. 

Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar, segir ráðherra umhvefismála draga almenning út úr umræðunni og lyfta fjársterku aðilum, sem vilja bara græða pening á náttúrunni, upp með verklagi sínu við skipun starfshópa.

Landvernd er í hópi 22 umhverfisverndarsamtaka sem sendu umhverfis-, loftslags- orkumálaráðuneytinu bréf í upphafi árs þar sem þau vöktu athygli á því að ráðuneytið hafi ekki starfað samkvæmt nokkrum meginatriðum samstarfsyfirlýsingar sem umhverfisráðuneytið og frjáls félagasamtök undirrituðu í maí 2001 í þeim tilgangi að auka samráð ráðuneytisins við frjáls félagasamtök um stefnumörkun og framkvæmd umhverfisverndar í samræmi við ákvæði Árósarsamningsins frá 1998. Árósarsamningurinn var fullgildur á Alþingi 2011 en hann á að tryggja aðgengi almennings að upplýsingum um umhverfismál, ákvarðanatöku um umhverfismál og aðgengi að dómskerfinu til að fá skorið úr málum sem varða ákvarðanatöku um umhverfismál.

Í bréfinu gerðu samtökin einnig athugasemdir við verklag ráðherra við skipun starfshópa. Í Árósarsáttmálanum er ákvæði um að ráðuneyti umhverfismála leitist við að bjóða fulltrúum frjálsra félagasamtaka þátttöku í fjölskipuðum nefndum á vegum ráðuneytisins og að haft sé samráð við þau við undirbúning lagafrumvarpa og reglugerða.

Fjársterkum aðilum lyft upp á kostnað almennings 

Í svari ráðuneytisins við fyrirspurn Heimildarinnar viðurkennir ráðuneytið ekki að hafa brotið gegn sáttmálanum en segir kjarna málsins hvað varðar aðkomu frjálsra félagasamtaka og náttúruverndarsamtaka vera eftirfarandi: 

„Allir þeir tímabundnu starfshópar sem ráðherra hefur sett á laggirnar hafa skýr tilmæli um að ræða við helstu hagaðila. Það er því stefna ráðherra og bein tilmæli til allra starfshópa að hafa samráð við hagaðila eftir því sem við á og tryggja þannig m.a. að sjónarmið náttúruverndarsamtaka séu tekin inn í þá vinnu sem starfshópnum er ætlað að skila. Þannig er aðkoma þeirra að starfshópum tryggð.“

Auður segir ráðuneytið vera að vanvirða Árósarsáttmálann. „Tilgangurinn með því að lyfta almenningi og umhverfisverndarsamtökum upp eins og gert er í Árósarsáttmálanum er til þess að vega á móti þessu rosalega sterka afli og þessum rosalega sterku áhrifum sem að fjársterkir hagsmunaaðilar hafa inn í pólitíkina. Almenningi er lyft upp svo hann hafi lagalegar forsendur til að vera þrýstiafl á móti, til þess að stjórnmálin hafi möguleika á að setja fjársterkum hagsmunaaðilum einhver öfl. Með því að gera þetta svona er verið að draga almenning út úr umræðunni og lyfta þessum fjársterku aðilum, sem vilja bara græða pening á náttúrunni, að lyfta þeim ennþá hærra upp og gefa þeim ennþá meira vægi en þeir hafa nú þegar.“

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár