„Vinur, það er Óskarinn!“
Die Zeit: „Freunde, es ist der Oscar!“
Þýsk kvikmynd fékk fern Óskarsverðlaun og er menningarforsíðan undirlögð vegna þess. Talað er við leikstjórann Edward Berger daginn eftir stóra kvöldið. Verðlaunakvikmyndin ber nafnið „Im Westen nichts Neues“, eða „Allt rólegt á vesturvígstöðvunum“. Þetta er í þriðja sinn sem kvikmynd er gerð eftir samnefndri bók frá árinu 1929 eftir þýska höfundinn Erich Maria Remarque. Sögusviðið er fyrri heimsstyrjöldin og er fylgst með lífi ungs þýsks hermanns að nafni Paul Bäumer. Eftir að hafa gengið í þýska herinn ásamt vinum sínum sér Bäumer raunverulega hvað stríð er og vonir hans um að verða hetja molna um leið og hann gerir sitt besta til að lifa af.
Leikstjórinn ræðir við blaðamann um upplifunina að fá Óskarsverðlaun og hvernig tilfinningin það var á þessu mikilvæga kvöldi. Hann lýsir spennuþrunginni stemningu og segir að það sé gríðarlega mikilvægt að fá þessi verðlaun – …
Athugasemdir (1)