Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Sársauki flókinnar arfleifðar

List­fræð­ing­ur­inn Mar­grét Elísa­bet Ólafs­dótt­ir rýn­ir í sýn­ing­una Að rekja brot í Gerð­arsafni.

Sársauki flókinnar arfleifðar
Myndlist

Að rekja brot

Gefðu umsögn

Hvað köllum við norræna myndlist? Og hvaða merkingu hefur þjóðerni myndlistarfólks á tímum fólksflutninga, fjölmenningar og flókinnar arfleifðar? Þessar spurningar koma upp í hugann þegar gengið er í gegnum sýninguna Að rekja brot  í Gerðarsafni í Kópavogi. Nöfn myndlistarfólksins eru ónorræn og við fyrstu sýn er aðeins hægt að tengja nafn sýningarstjórans, Daríu Sól Andrews, við Ísland. Þegar betur er að gáð eiga tveir aðrir íslenskir listamenn aðkomu að sýningunni, Kathy Clark og Hugo Llanes. Þau eru kannski ekki með íslensk vegabréf en Kathy hefur starfað lengi hér á landi og Hugo lærði myndlist við Listaháskóla Íslands og hefur látið að sér kveða í íslensku listalífi. Kathy er bandarísk en á rætur að rekja til Kóreu og Japan en Hugo er frá Mexíkó. Sasha Huber og Abdullah Qureshi koma frá Finnlandi, en eiga rætur að rekja til Sviss og Haítí annars vegar og Lahore hins vegar. Frida Orupabo er fædd í Noregi en á rætur að rekja til Nígeríu. Inuuteq Storch er frá Grænlandi en býr einnig í Kaupmannahöfn. Öll eiga þau það sameiginlegt að fjalla um uppruna sinn og áhrif hans á stöðu sína í heiminum.

„Sprellikarlar“ og brostin hjörtu

Frida Orupabo notar fundnar svart-hvítar ljósmyndir í verk sín, sem hún stækkar upp, klippir út og setur saman með pappírsfestingum þannig að þær minna á sprellikarla. Viðfangsefnið sjálft er ekkert sprell heldur vísar í þær skrípamyndir sem dregnar hafa verið upp af fólki af afrískum uppruna í vestrænum samfélögum. Samsetningin myndanna gefur verkum eins og A Warm Meal (2021) og Leda and the Swan (2021) torkennilegt og framandi yfirbragð sem er um leið óþægilega kunnuglegt og krefur áhorfandann til að horfast í augu við arfleifð nýlendutímans.  

Sasha Huber tekst einnig á við ofbeldi fortíðarinnar og áhrif þess á samtímann í sínum verkum, en hún notar hefti og heftibyssur til að draga upp myndir af ofbeldi í fortíð og nútíð og móta áferð í þrívíðum verkum unnin í tré. Í This is America II (2022) hefur Sasha teiknað hjarta á hvíta bómull sem hefur verið strekkt á skothelt vesti til að minnast Ahmaud „Maud“ Arbery, sem var skotinn til bana þegar hann var úti að hlaupa í hvítum stuttermabol. Það er auðvelt að tengja viðfangsefnið málefnum sem alltof oft rata í fréttir, en það sama á ekki við um hollenska tréklossa sem hafa verið þaktir heftum og virðast ósköp sakleysislegir þar sem þeir standa á stöpli sýningarrýmisins. Undirliggjandi merking verksins afhjúpast í titlinum Free Zwarte Piet (2019) eða Frelsum Svarta Pétur, hörundsdökkan aðstoðarmann – og þræl –hollenska jólasveinsins Sinterklaas. Í verkum Sasha takast á áferðarfalleg ásýnd málmgljáandi heftisins og tilfinning fyrir ofbeldi sem verður nánast líkamlega áþreifanleg þegar verkin eru skoðuð í návígi.

Klisjur og sjálfsemd

Verk Inuuteq Storch og Adullah Qureshi eru unnin í hefðbundnari miðla, sem eru ljósmyndir og málverk. Inuuteq sýnir hversdagslífið á Grænlandi í ljósmyndaröðinni  Keepers of the Ocean (2022) en allar ljósmyndirnar eru teknar eins og skyndimyndir. Myndefnið er hvorki uppstillt né fegrað heldur látlaust um leið og myndirnar bera vitni um næmt auga ljósmyndarans. Allt myndefni hefur sama vægi í meðförum Inuuteq hvort sem það er skellinaðra og þvottasnúrur sem birgja sýn út á sjó, samskipti hunds og manns, snæviþaktir smábátar, vinnufatnaður á snaga, maður að skríða í gegnum rör, sundferð á sólardegi eða par í faðmlögum uppi í sófa. Í verkunum afbyggir Inuuteq allar mögulegar og ómögulegar klisjur um Grænland og Grænlendinga með því að sýna okkur lífið í nútímanum eins og hann sér það.

Málverk Adullah unnin í akrýl og indverskt blek, fela í sér annars konar afbyggingu sem snýr að staðalímyndum karlmennskunnar í múslimskri menningu og áhrif hennar á hugmyndir annarra menningarheima um múslimska karlmenn. Málverkin Chris I (2022) og Would you like to join me in the Sauna? (2022) sýna og ýja að því sem ekki má sjást eða segja frá, en samkynhneigðir múslimskir karlmenn eru krafðir um að lýsa þegar þeir leita skjóls á Vesturlöndum. Adullah tekst á heillandi hátt á við togstreituna milli feluleiks og frelsis með framsetningu á forboðnu myndefni sem vegur salt á milli sýnileika og ósýnileika, afhjúpunar og hulu.

Persónulegar minningar

Hugo Llanes leikur einnig með mörk hins fígúratífa og abstrakt en á allt annan hátt í myndbandsinnsetningunni  Dulce como amargo: De la Vera Cruz (2023) eða Sætt sem beiskt: frá Vera Cruz.  Eldur á ökrum og svífandi öskufall í húsagarði sem fellur yfir líkama listamannsins eins og svartur snjór hefur dáleiðandi aðdráttarafl. Eldurinn gæti minnt á trúarlega athöfn, merkjasendingar eða slys tengt þurrki en er í raun aðferð notuð við ræktun sykurreyrs í Mexíkó. Ræktunaraðferðin sem hefur mengandi áhrif á allt umhverfið er arfleifð frá nýlendutímanum og þannig táknræn fyrir áhrif nýlendustefnunnar á lönd Rómönsku Ameríku.

Önnur innsetning á sýningunni er verk Kathy Clark, My Mother and the Market in Ikwakuni, Japan (2023), sem byggir á minningum móður listakonunnar sem var stödd á markaði í Hiroshima þegar kjarnorkusprengjan féll á borgina. Tilefnið orkar sterkt á áhorfandann og þá ekki síst sú staðreynd að móðirin, sem er kóresk að uppruna, hélt þessari reynslu leyndri fyrir dætrum sínum, sem eru aldar upp í Bandaríkjunum, áratugum saman. Þetta kemur fram í hljóðupptöku af frásögn móðurinnar og systur listakonunnar sem fylgir verkinu. Innsetningin er sett upp eins og hvíthreinsaður minjagripamarkaður með bakherbergi sem athvarf minninga um alla þá sem létu lífið í sprengingunni. Hún er einnig hús minninga sýningargesta sem er boðið að taka þátt í verkinu og minnast horfinna ástvina. Verkið vekur spurningar um kúgun og skömm um leið og það býður heilun.

Hlutverk sýningarstjórans

Sýningin Að rekja brot  er hugarfóstur sýningarstjórans Daríu Sól Andrews sem er íslensk-bandarísk og menntuð í sýningargerð frá Stokkhólmi. Með vali sínu á verkum og listamönnum varpar hún fram spurningum um samfélagslega knýjandi málefni er snúa að uppgjöri við arfleifð nýlendustefnunnar og áhrif hennar á einstaklinga og samfélög í samtímanum. Daríu Sól hefur tekist einstaklega vel upp með val á verkum og listamönnum sem þrátt fyrir að vera ólík að formi og gerð búa yfir sameiginlegu leiðarstefi. Vandað er til uppsetningar á verkunum, sem fá svigrúm í rýminu og áhorfandinn andrými til að meðtaka þau hvert fyrir sig sem og erindi hvers listamanns. Að rekja brot er fengur inn í flóru myndlistarsýninga á Íslandi, bæði vegna inntaks verkanna, og gæða þeirra og vel heppnaðrar uppsetningar.


Listamenn: Kathy Clark, Sasha Huber, Hugo Llanes, Frida Orupabo, Inuuteq Storch, Abdullah Qureshi
Sýningarstjórn: Daría Sól Andrews
Sýningarstaður: Gerðarsafn, Kópavogi
Sýningartímabil: 2. febrúar – 21. maí 2023
Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Jón Kristinn Einarsson
2
PistillUppgjör ársins 2024

Jón Kristinn Einarsson

Hjóm og há­vaði árs­ins 2024

Jón Krist­inn Ein­ars­son, doktorsnemi í sagn­fræði við Há­skól­ann í Chicago, ger­ir upp ár­ið sem fer senn að líða. Eft­ir því sem hann dvel­ur meir í for­tíð­inni hafi mörg af þeim stóru frétta­mál­um sem heltek­ið hafa op­in­bera um­ræðu á Ís­landi tek­ið á sig mynd dægra­stytt­ing­ar fyr­ir fréttafíkla. Á með­an sitji stóru mál­in sem mestu máli skipta gjarn­an eft­ir á hak­an­um. Til að mynda um­hverf­is- og lofts­lags­mál­in.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ísrael og Palestína: „Stjórnvöld sem líkja má við mafíur“
3
Viðtal

Ísra­el og Palestína: „Stjórn­völd sem líkja má við mafíur“

Dor­rit Moussai­eff er með mörg járn í eld­in­um. Hún ferð­ast víða um heim vegna starfs síns og eig­in­manns­ins, Ól­afs Ragn­ars Gríms­son­ar, þekk­ir fólk frá öll­um heims­horn­um og hef­ur ákveðna sýn á við­skipta­líf­inu og heims­mál­un­um. Hún er heims­kona sem hef­ur í ára­tugi ver­ið áber­andi í við­skipta­líf­inu í Englandi. Þessi heims­kona og fyrr­ver­andi for­setafrú Ís­lands er elsku­leg og elsk­ar klón­aða hund­inn sinn, Sam­son, af öllu hjarta.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
5
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Ópera eða þungarokk? - Áhrif smekks á viðhorf annarra til okkar
Samtal við samfélagið#8

Ópera eða þung­arokk? - Áhrif smekks á við­horf annarra til okk­ar

Hef­ur smekk­ur okk­ar áhrif á hvernig aðr­ir meta okk­ur? Mads Meier Jæ­ger, pró­fess­or við Kaup­manna­hafn­ar­skóla, svar­aði þeirri spurn­ingu á fyr­ir­lestri sem hann flutti ný­lega á veg­um fé­lags­fræð­inn­ar og hann ræddi rann­sókn­ir sín­ar í spjalli við Sigrúnu í kjöl­far­ið. Því hef­ur oft ver­ið hald­ið fram að meiri virð­ing sé tengd smekk sem telst til há­menn­ing­ar (t.d. að hlusta á óper­ur eða kunna að meta ostr­ur) en lægri virð­ing smekk sem er tal­inn end­ur­spegla lág­menn­ingu (t.d. að hlusta á þung­arokk eða vilja bara ost­borg­ara). Á svip­að­an hátt er fólk sem bland­ar sam­an há- og lág­menn­ingu oft met­ið hærra en þau sem hafa ein­ung­is áhuga á öðru hvoru form­inu. Með meg­in­d­leg­um og eig­ind­leg­um að­ferð­um sýn­ir Mads fram á að bæði sjón­ar­horn­in skipta máli fyr­ir hvernig fólk er met­ið í dönsku sam­fé­lagi. Dan­ir álíta til dæm­is að þau sem þekkja og kunna að meta hluti sem tengj­ast há­menn­ingu fær­ari á efna­hags­svið­inu og fólk ber meiri virð­ingu fyr­ir slík­um ein­stak­ling­um en þau sem að geta bland­að sam­an há-og lág­menn­ingu eru tal­in áhuga­verð­ari og álit­in hafa hærri fé­lags­lega stöðu. Þau Sigrún ræða um af hverju og hvernig slík­ar skil­grein­ing­ar hafa áhuga á mögu­leika okk­ar og tæki­færi í sam­fé­lag­inu. Þau setja nið­ur­stöð­urn­ar einnig í sam­hengi við stefnu­mót­un, en rann­sókn­ir Mads hafa með­al ann­ars ver­ið not­að­ar til að móta mennta­stefnu í Dan­mörku.

Mest lesið undanfarið ár