Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Notendur samfélagsmiðla hvattir til að nota sykursýkislyf í megrunarskyni

Syk­ur­sýk­is­lyf­ið Ozempic sem fram­leitt er af dönsku lyfja­fyr­ir­tæki hef­ur not­ið mik­illa vin­sælda á sam­fé­lag­miðl­um síð­ustu mán­uði. Sala á lyf­inu jókst um 80% á einu ári eft­ir að not­end­ur deildu reynslu­sög­um sín­um af því hvernig hægt væri að nota Ozempic í megr­un­ar­skyni.

Notendur samfélagsmiðla hvattir til að nota sykursýkislyf í megrunarskyni

Á síðasta ári spruttu fram myndbönd á samfélagsmiðlunum TikTok, Instagram og Youtube þar sem notendur, í miklu mæli konur, deildu því hvernig þær losuðu sig við aukakíló á skömmum tíma með notkun Ozempic. 

Lyfið Ozempic inniheldur semaglútíð sem seinkar því að maginn tæmist og ýtir undir seddutilfinningu. Fyrirtækið sem framleiðir Ozempic er danskt og ber heitið Novo Nordisk. Auk Ozempic framleiðir Novo Nordisk líka Wegovy, Saxenda og Rybelsus. Öll eiga lyfin það sameiginlegt að stuðla að þyngdartapi sjúklinga sem þjást af sykursýki og offitu. 

Sérfræðingar gagnrýna notkun Ozempic í megrunarskyni. Gréta Jakobsdóttir, lektor í heilsueflingu við Háskóla Íslands og næringarfræðingur hjá Minni bestu heilsu segir í samtali við Heimildina „það er alls ekki ráðlagt að vera að taka lyfið í megrunarskyni ef þú ert ekki kominn með sjúkdóminn offitu og kannski aðra undirliggjandi fylgikvilla.“

Á aðeins einu ári jukust verðmæti hlutabréfa í Novo Nordisk um 40% samkvæmt Economist. Vegna vinsælda lyfjanna hafa sjúklingar í Bandaríkjunum lent í erfiðleikum með að nálgast þau í apótekum. Inntaka lyfsins Ozempic hefur aukist á Íslandi samhliða vinsældum þess erlendis.

Novo Nordisk bannað í Bretlandi

Í fyrra seldi Novo Nordisk lyfið Ozempic fyrir 60 milljarða bandaríkjadala en salan jókst um ríflega 80% á aðeins einu ári. Markaðsvirði Novo Nordisk er 317 milljarðar bandaríkjadala (45.000 milljarðar íslenskra króna). Það nær tvöfaldaðist milli áranna 2020 og 2022. Fyrirtækið er metið sem 22 verðmætasta fyrirtæki heims

Novo Nordisk stendur nú fyrir rannsóknum sem er ætlað að leiða í ljós hvort hægt sé að koma Ozempic í dreifingu á almennum markaði sem megrunarlyfi. Lyfjastofnun segir í svari við fyrirspurnum um hvaða kröfur þurfi að uppfylla til þess að fá lyfið hér á landi að „læknar hafa heimild til að ávísa lyfjum við öðrum ábendingum og í öðrum skammtastærðum en markaðsleyfi þeirra segir til um en í þeim tilfellum taka þeir á sig sérstaka ábyrgð gagnvart sjúklingi.

Nýlega voru Saxenda og Wegovy samþykkt inn á breskan markað. Þegar það gerðist var varaforseti Novo Nordisk, Pinder Sahota, líka forseti Samtaka breska lyfjaiðnaðarins (ABPI). Í síðustu viku bárust fréttir frá Bretlandi þess efnis að Samtök breska lyfjaiðnaðarins hefðu dæmt Novo Nordisk í tveggja ára bann vegna brota á siðferðislegum stöðlum samtakanna við kynningu á offitulyfjunum. Fréttirnar koma í kjölfar þess að Pinder Sahota sagði af sér sem forseti ABPI síðastliðinn febrúar vegna ágreinings um Novo Nordisk innan samtakanna.

Notkun Ozempic á Íslandi

Ozempic er lyfseðilsgilt lyf á Íslandi. Samkvæmt Lyfjastofnun fékk það markaðsleyfi þann 8. febrúar 2018. Lyfið er í penna sem stungið er í læri, upphandlegg eða kvið. Á heimasíðu Sérlyfjaskráar kemur fram að notkun lyfsins sé hugsuð með hreyfingu og hollu mataræði. Ozempic er tekið einu sinni í viku. Magnið fer eftir því hvar í ferlinu sjúklingur er staddur. Aukaverkanir lyfsins eru oftast ógleði, uppköst eða niðurgangur. Ozempic getur haft áhrif á fleiri þætti eins og blóðsykur og véllindabakflæði. Lyfið er hugsað fyrir fullorðið fólk.

Gréta Jakobsdóttir, lektor í heilsueflingu, segist finna fyrir aukinni eftirspurn og áhuga fólks á Ozempic hér á landi. Hún segir að ekki sé mælt með því að fólk taki lyfið í megrunarskyni. „Ég veit að fólk er að gera það en hvaða afleiðingar það hefur seinna meir veit maður ekki nákvæmlega.“

Áhrif Ozempic á þyngdarstjórnunarkerfi líkamans eru töluverð. „Það er efni í Ozempic sem er mjög líkt hormóni sem við framleiðum sjálf sem heitir GLP-1. Virka efnið ýtir undir að líkaminn framleiði og losi sitt eigið insúlín. Það sem gerist þá er að blóðsykurinn lækkar, frumurnar í líkamanum taka upp blóðsykurinn sem er í blóðinu og þar af leiðandi verður blóðsykurstjórn líkamans mun betri.“ Gréta segir lyfið líka hægja á hreyfingum þarmanna og magatæmingunni sem gerir það að verkum að við verðum lengur södd og síður svöng.  

Mín besta heilsa heldur námskeið fyrir fólk sem glímir við óeðlilega þyngdaraukningu og vill læra á þyngdarstjórnunarkerfi líkamans. „Við hjá Mín besta heilsa leggjum rosalega mikla áherslu á að þú nýtir þetta sem hjálpartæki og hugir líka að öðrum lífstílsþáttum af því að hættan er að kannski ef þú finnur fyrir minni svengd að þú borðir minna. Þá er fæðan þín kannski ekki mjög næringarrík. Þannig að það er rosa mikilvægt að þú hugir að þessu þannig að þú fáir þá næringu sem þú þarft og að fæðan sé heilsusamleg og næringarrík.“

Aðspurð hvort að hægt sé að skipta út aðgerðum eins og magahjáveituaðgerð fyrir notkun Ozempic segir Gréta að taka þurfi mið af hverjum einstakling. „Eftir því sem sjúkdómurinn verður erfiðari og erfiðara að tækla hann, þá er frekar ráðlagt að fara í aðgerð. En þetta er gott tæki fyrir þá sem eru ekki komnir rosalega langt í sínu sjúkdómsferli.“

Stundarglaslíkamanum skipt út

Frægt fólk og áhrifavaldar á samfélagsmiðlum eru ófeimin við að þakka þyngdartapi sínu sykursýkislyfjum. Einn af þeim sem hefur hælt lyfinu Wegovy opinberlega er eigandi Twitter, Teslu og SpaceX, Elon Musk. Önnur er áhrifavaldurinn Remi Jo. Hún er með rúmlega tvær milljónir fylgjenda á TikTok.

Á sama tíma og notkun Ozempic eykst fara vinsældir stundarglaslíkamans dvínandi á samfélagsmiðlum. Staðalímynd hins fullkomna kvennlíkama síðustu ár samanstóð af stórum rassi, stórum brjóstum og litlu mitti. Holdgervingur stundarglaslíkamans er milljarðamæringurinn, raunveruleikastjarnan og laganeminn Kim Kardashian. Hún er ein þeirra sem sökuð eru um að hafa notað Ozempic til þess að grennast á stuttum tíma í Hollywood. Þyngdartap Kim og systur hennar Khloé er talið gefa vísbendingar um breyttar áherslur innan tískuheimsins og á samfélagsmiðlum.  

Nýja líkamstískubylgjan sem á að koma í stað stundarglaslíkamans kallast Heroine Chic. Fréttamiðlar á borð við New York Post og The Guardian hafa fjallað um það síðustu mánuði. Tískubylgjan er ákveðin andstaða við stundarglaslíkamann og snýst um að vera eins mjó og hægt er. Innblásturinn er sóttur í fyrirsætur tíunda áratugarins, þar á meðal Kate Moss og Jaime King. Þó að stór hluti internets notenda sem fylgjast með tískuheiminum hafi veitt þessari afturábak þróun viðspyrnu eru myllumerki eins og #fitspo ein þau vinsælustu á TikTok. Þar sýna notendur líkama sína eða gera myndbönd um þá líkama sem þá dreymir um að öðlast.

Ozempic andlitið

Ofnotkun á lyfinu í megrunarskyni getur haft það í för með sér að fólk fær svokallað Ozempic andlit. Það vísar til þess að húð í andliti fer að síga vegna skorts á fitu. Þetta getur látið fólk líta út fyrir að vera töluvert eldra enn það er í raun og veru. Útlitsdýrkandi samfélagsmiðlanotendur hafa brugðist við þessu með því að fá sér andlitsfyllingar eða gelísprautanir. Þær meðferðir eiga að veita andlitinu unglegan og frísklegan blæ. Fyllingum í andlit þarf þó að fylgja eftir með reglulegum sprautum. Á Íslandi kosta fyllingar tugi þúsunda króna.  

Tískubylgjur á vinsælum vefmiðlum eins og TikTok hafa áhrif á markaðsvirði fyrirtækja. Þær geta líka ýtt undir það að fólk finni sig knúið til að fara óskynsamlegar leiðir til þess að halda í við það sem þykir heitast hverju sinni. Fyrirtæki eins og Novo Nordisk græða á þessum tískubylgjum. Neysla á Ozempic færist í aukanna, markaðsvirði Novo Nordisk rís og líkamar kvenna halda áfram að vera söluvara.

 

 

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
1
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
3
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár