Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

„Við hér á þingi verðum að standa í lappirnar til að stoppa þetta“

Þing­mað­ur Vinstri grænna vand­aði ís­lensk­um stjórn­völd­um og sveit­ar­fé­lög­um ekki kveðj­urn­ar í ræðu sinni á Al­þingi í dag þar sem hún fjall­aði um áform um fisk­eldi í Seyð­is­firði.

„Við hér á þingi verðum að standa í lappirnar til að stoppa þetta“

Jódís Skúladóttir þingmaður Vinstri grænna segir að það sé með ólíkindum að hvorki stjórnvöld, sveitarfélög eða nokkur geti ekki hlustað á 75 prósent íbúa Seyðisfjarðar sem hafni fiskeldi. 

Þetta kom fram í ræðu Jódísar undir liðnum störf þingsins á Alþingi í dag. 

„Ég er hingað kominn rétt einn sprett inn til að ávarpa þann hrylling sem er að gerast í mínu sveitarfélagi. Það er áform um fiskeldi í Seyðisfirði,“ sagði hún. 

Allir að hlaupa á eftir einhverri arðsemiskröfu

Benti þingmaðurinn á að innviðaráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, hefði staðfest á dögunum tillögu svæðisráðs Austfjarða að strandsvæðaskipulagi fyrir Austfirði.

„Það er með ólíkindum að hvorki stjórnvöld, sveitarfélög eða nokkur geti hlustað á 75 prósent íbúanna sem hafna þessu. Það getur ekki staðist að þessu verði þrýst í gegn af kröfu erlendra fjárfesta. Hér koma þingmenn dag eftir dag og tala um örmagna þjóð, uppgefin ungmenni í menntaskólum, slæma stöðu geðheilbrigðismála. Staðan er sú að við erum öll að hlaupa á eftir einhverri arðsemiskröfu. Það þarf að keyra yfir lýðræði, það þarf að keyra yfir allt til þess bara að mæta þessari þörf,“ sagði hún og sló í ræðupúltið. 

Engin eftirspurn eftir fiskeldi nema frá erlendum fjárfestum

Jódís biðlaði til þingmanna Norðausturkjördæmis að „standa í lappirnar“ með vilja íbúanna. Sameining Múlaþings byggði á því að hvert sveitarfélag fengi að halda sínum séreinkennum. 

„Á Seyðisfirði hefur árum og áratugum saman verið unnið að uppbyggingu menningar, lista, náttúruverndar og svo mörgu öðru. Það er talað um fjölbreytt atvinnulíf í Seyðisfirði sem er fiskvinnsla. Þar er landbúnaður. Það er engin eftirspurn eftir fiskeldi nema frá erlendum fjárfestum og sveitarstjórnarfólk og við hér á þingi verðum að standa í lappirnar til að stoppa þetta,“ sagði hún að lokum. 

„Heyr, heyr,“ mátti heyra í öðrum þingmönnum þegar Jódís lauk máli sínu. 

Kjósa
39
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Hlynur Hallsson skrifaði
    Mjög gott og þarft hjá Jódísi. Það er ekkert minna en skandall ef sjókvíaeldi verður leyft í Seyðsifirði þvert á alla skynsemi og í trássi við mikinn meirihluta íbúa. Það verður að stoppa þetta rugl.
    0
  • M
    magnus.tm skrifaði
    Minni líka á að Jens Garðar Helgason aðstoðarframkvæmdastjóri Ice Fish Farm sagði á íbúafundi á Seyðisfirði í mars í fyrra, að hann vildi ekki fara í fiskeldið í Seyðisfirði í andstöðu við íbúa. Heiðrún Lind Matthíasdóttir sagði það sama í Silfrinu í lok janúar. Þetta fólk verður að standa við sín orð og draga umsókn um sjókvíaeldi í Seyðisfirði til baka umsvifalaust. Jens Garðar er enda "formaður stýrihóps um landsáætlun um aðlögun að loftslagsbreytingum", eins og kemur fram í frétt Heimildarinnar þann 14.02.2023😏
    2
  • M
    magnus.tm skrifaði
    Takk Jódís og vonandi hlusta kollegar þínir á Alþingi og þar með ráðherrar á þín rök og grípa í taumana. Það var sveitarstjórn Múlaþings sem gerði könnunina og á morgun reynir á hvernig hún bregst við. Það er vitað að minnihlutinn stendur með íbúunum, en hvað gerir meirihluti Sjáfstæðisflokks og Framsóknar? Skrýtið ef sá meirihluti hundsar afgerandi niðurstöðu eigin könnunar. Endilega deilið þessu út um allt.
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.
Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
5
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.
Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
5
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár