Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Helgi rannsóknarblaðamaður ársins

Blaða­manna­verð­laun Blaða­manna­fé­lags Ís­lands voru af­hent í kvöld. Helgi Selj­an var verð­laun­að­ur fyr­ir rann­sókn­ar­blaða­mennsku árs­ins vegna um­fjöll­un­ar um Mos­hen­sky. Sunna Val­gerð­ar­dótt­ir var blaða­mað­ur árs­ins.

Helgi rannsóknarblaðamaður ársins

Helgi Seljan er rannsóknarblaðamaður ársins og Sunna Valgerðardóttir er blaðamaður ársins. Blaðamannaverðlaun Blaðamannafélags Íslands voru veitt fyrr í kvöld. 

Verðlaun eru veitt í fjórum flokkum, fyrir viðtal ársins, umfjöllun ársins, rannsóknarblaðamennsku ársins og blaðamaður ársins. 

Verðlaunin hlaut Helgi fyrir fréttaskýringar Stundarinnar um Alexander Moshensky, kjörræðismann Íslands í Belarús, og náin tengsl hans við Alexander Lukashenko, einræðisherra landsins. Í rökstuðningi dómnefndar segir meðal annars: „Rannsókn Helga leiddi meðal annars í ljós að íslensk stjórnvöld áttu mikil samskipti við fulltrúa Evrópuríkja eftir að Moshensky leitaði liðsinnis þeirra vegna boðaðra refsiaðgerða gegn honum en Moshensky er umfangsmikill kaupandi íslenskra sjávarafurða. Í kjölfar fréttaskýringanna var mál Moshenskys tekið upp í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis og utanríkisráðherra kallaður fyrir nefndina.“

Er þetta í fjórða sinn sem Helgi fær blaðamannaverðlaun, en um var að ræða tíundu tilnefninguna. 

Viðtal ársins átti Lillý Valgerður Pétursdóttir, á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgunnar, fyrir viðtal við Arnar Þór Ómarsson og Petru Bergrúnu Axelsdóttur, íbúa á Þórshöfn um aðdraganda andláts dóttur þeirra. 

Þá átti Þorsteinn J. Vilhjálmsson umfjöllun ársins um kennarann og útvarpsmanninn Skeggja Ásbjarnarson og ofbeldi hans gegn börnum Laugarnesskóla. Umfjöllunin birtist sem útvarpsþáttaröð á Rás 1. 

Loks var Sunna Valgerðardóttir verðlaunuð sem blaðamaður ársins, fyrir fréttaskýringar á miðlum Sýnar og RÚV, þá sérstaklega fyrir umfjöllun um trúarofbeldi innan sértrúarsafnaða og aðra hópa sem fást við andleg málefni og afleiðingar þess, sem og umfjöllun um ópíóðafíkn. Að auki var tiltekið í rökstuðningi dómnefndar efnistök í þættinum Þetta helst á Rás 1 væru fjölþætt og nýstárleg. 

Kjósa
26
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (8)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • KÞM
    Kristín Þ. Magnúsdóttir skrifaði
    Frábært og til hamingju.
    0
  • HSG
    Helga Salbjörg Guðmundsdóttir skrifaði
    Til hamingju, nafni!!
    0
  • Baldur Gudmundsson skrifaði
    Þú ert flottur Helgi.
    1
  • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
    Helgi er bestur! Ótrúlegur.
    2
  • Hlynur Hallsson skrifaði
    Til hamingju Helgi og Heimildin (Stundin)
    1
  • Kalla Karlsdóttir skrifaði
    Meiriháttar flottur..
    0
  • SIB
    Sigurður I Björnsson skrifaði
    Til hamingju Helgi og Heimildin/Stundin líka. Áfram með ykkar ómetanlega starf. Ég er mjög sáttur með áskrift mína að ykkar miðli því svona vil ég hafa hlutina,ég vil kaupa fréttir en ekki vera sjálfur verslunarvaran.
    3
  • Helga Óskarsdóttir skrifaði
    Til hamingju Kæri Helgi Seljan!
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mæðgur á vaktinni
3
Á vettvangi

Mæðg­ur á vakt­inni

Mæðg­urn­ar Júlí­ana og Hrafn­hild­ur eru báð­ar hjúkr­un­ar­fræð­ing­ar og vinna oft sam­an á vökt­um á bráða­mót­tök­unni. Á leið­inni heim eft­ir erf­iða vakt náð þær oft góðu spjalli sem verð­ur góð viðr­un. Starfs­fólk bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um á það til að líkja starfs­hópn­um við fjöl­skyldu, en þar starfa líka fjöl­skyld­ur og nán­ir að­stand­end­ur sam­an.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
3
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
4
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.
Ásthildur Lóa svarar fyrir samband við unglingspilt: „Hann sótti mjög í mig“
6
FréttirAfsögn Ásthildar

Ásthild­ur Lóa svar­ar fyr­ir sam­band við ung­lings­pilt: „Hann sótti mjög í mig“

Ásthild­ur Lóa Þórs­dótt­ir til­kynnti um af­sögn sína sem barna­mála­ráð­herra í kvöld, eft­ir að RÚV greindi frá því að hún eign­að­ist barn með 16 ára dreng þeg­ar hún var sjálf 23 ára. Í við­tali við Vísi seg­ir hún það ósann­gjarnt, tal­ar um dreng­inn sem „mann“ og lýs­ir því sem svo að hann hafi ver­ið svo að­gangs­harð­ur að hún hafi ekki ráð­ið við að­stæð­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
5
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu