Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Helgi rannsóknarblaðamaður ársins

Blaða­manna­verð­laun Blaða­manna­fé­lags Ís­lands voru af­hent í kvöld. Helgi Selj­an var verð­laun­að­ur fyr­ir rann­sókn­ar­blaða­mennsku árs­ins vegna um­fjöll­un­ar um Mos­hen­sky. Sunna Val­gerð­ar­dótt­ir var blaða­mað­ur árs­ins.

Helgi rannsóknarblaðamaður ársins

Helgi Seljan er rannsóknarblaðamaður ársins og Sunna Valgerðardóttir er blaðamaður ársins. Blaðamannaverðlaun Blaðamannafélags Íslands voru veitt fyrr í kvöld. 

Verðlaun eru veitt í fjórum flokkum, fyrir viðtal ársins, umfjöllun ársins, rannsóknarblaðamennsku ársins og blaðamaður ársins. 

Verðlaunin hlaut Helgi fyrir fréttaskýringar Stundarinnar um Alexander Moshensky, kjörræðismann Íslands í Belarús, og náin tengsl hans við Alexander Lukashenko, einræðisherra landsins. Í rökstuðningi dómnefndar segir meðal annars: „Rannsókn Helga leiddi meðal annars í ljós að íslensk stjórnvöld áttu mikil samskipti við fulltrúa Evrópuríkja eftir að Moshensky leitaði liðsinnis þeirra vegna boðaðra refsiaðgerða gegn honum en Moshensky er umfangsmikill kaupandi íslenskra sjávarafurða. Í kjölfar fréttaskýringanna var mál Moshenskys tekið upp í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis og utanríkisráðherra kallaður fyrir nefndina.“

Er þetta í fjórða sinn sem Helgi fær blaðamannaverðlaun, en um var að ræða tíundu tilnefninguna. 

Viðtal ársins átti Lillý Valgerður Pétursdóttir, á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgunnar, fyrir viðtal við Arnar Þór Ómarsson og Petru Bergrúnu Axelsdóttur, íbúa á Þórshöfn um aðdraganda andláts dóttur þeirra. 

Þá átti Þorsteinn J. Vilhjálmsson umfjöllun ársins um kennarann og útvarpsmanninn Skeggja Ásbjarnarson og ofbeldi hans gegn börnum Laugarnesskóla. Umfjöllunin birtist sem útvarpsþáttaröð á Rás 1. 

Loks var Sunna Valgerðardóttir verðlaunuð sem blaðamaður ársins, fyrir fréttaskýringar á miðlum Sýnar og RÚV, þá sérstaklega fyrir umfjöllun um trúarofbeldi innan sértrúarsafnaða og aðra hópa sem fást við andleg málefni og afleiðingar þess, sem og umfjöllun um ópíóðafíkn. Að auki var tiltekið í rökstuðningi dómnefndar efnistök í þættinum Þetta helst á Rás 1 væru fjölþætt og nýstárleg. 

Kjósa
26
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (8)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • KÞM
    Kristín Þ. Magnúsdóttir skrifaði
    Frábært og til hamingju.
    0
  • HSG
    Helga Salbjörg Guðmundsdóttir skrifaði
    Til hamingju, nafni!!
    0
  • Baldur Gudmundsson skrifaði
    Þú ert flottur Helgi.
    1
  • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
    Helgi er bestur! Ótrúlegur.
    2
  • Hlynur Hallsson skrifaði
    Til hamingju Helgi og Heimildin (Stundin)
    1
  • Kalla Karlsdóttir skrifaði
    Meiriháttar flottur..
    0
  • SIB
    Sigurður I Björnsson skrifaði
    Til hamingju Helgi og Heimildin/Stundin líka. Áfram með ykkar ómetanlega starf. Ég er mjög sáttur með áskrift mína að ykkar miðli því svona vil ég hafa hlutina,ég vil kaupa fréttir en ekki vera sjálfur verslunarvaran.
    3
  • Helga Óskarsdóttir skrifaði
    Til hamingju Kæri Helgi Seljan!
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
2
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
4
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
6
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár